Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2004 Magnað sólsetur í Khuri Jæja, þá erum við búnir að veraá átta daga ferðalagi um Rajastan, sem er stærsta hérað Indlands. Við erum búnir að fara til Pushkar (heilaga borgin), Jaip- ur (höfuðborg héraðsins), Jodhp- ur, Jaisalmer, Khuri (eyðimerkur- bær), og svo aftur til Delhí. Á þessum tíma höfum við séð mörg virki, hof og fleira skemmtilegt. Í Jaipur skoðuðum við borgarhöll- ina og keisarinn gamli var yfir 2 m á hæð, 150 kg og átti 108 konur, alvöru kall! Það var skemmtilegt að koma til Jaisalmer, sem er í vesturhlut- anum. Það er mjög vinalegt fólk þarna og við sáum grafir gamalla konunga og fallegt sólsetur. Næsta dag var farið til eyðimerk- urbæjarins Khuri. Þar var 35 stiga hiti og við fórum í fjögurra tíma úlfaldasafarí. Það var alveg meiriháttar skemmtilegt og gam- an að koma í litlu þorpin úti í eyði- mörkinni. Það voru margir ferða- menn í safarí og þeir söfnuðust allir saman þegar sólin var að setjast. Það var rosalega kyrrt og fallegt að horfa á sólsetur í eyði- mörkinni. Úlfaldinn minn gaf frá sér mjög sérstakt hljóð þar sem pörunartíminn var í hámarki. Eft- ir sólsetur var farið til baka og bílstjórinn okkar fór með okkur á hefðbundinn indverskan dans, sem var mjög flottur. Okkur Þóri var meira að segja boðið upp í dans af einum af dönsurunum og þá kom í ljós að þetta var karl- maður. Við gáfum honum tak- markað tips til að koma í veg fyr- ir misskilning. Síðasti dagurinn í Delhí er í dag (þriðjudag) og það er mikið að skoða, meðal annars minnismerkið þar sem líkami Gandhis var brenndur. Í kvöld fljúgum við til Bangkok og verð- um þar í þrjá daga. Kveðja, Gunnar Sigurður A. Magnússon: Alsíðasta SAM-ferðin til Grikklands Sigurður A. Magnússon hefur leið-sagt íslenskum ferðamönnum um Grikkland rúma fjóra áratugi, fór fyrstu ferðina haustið 1962. Hann er nú að undirbúa alsíðustu hópferð sína þangað 20. maí til 6. júní. „Ég er ákveðinn í þessu,“ segir hann þegar hann er spurður út í þá ákvörðun að þetta verði síðasta ferðin. „Þetta veltur reyndar á því að ég fái að minnsta kosti 20 manns í ferðina en efri mörkin miðast við að hópurinn komist í einn rútubíl.“ Sigurður hefur ekki tölu á ferðum sínum með íslenska ferðalanga. „Þær eru ábyggilega einar 40, þar af að minnsta kosti 30 til Grikklands,“ segir hann. Að vanda verður víða komið við. Meðal sögustaða, sem heimsóttir verða eru Aþena, Kórinta, Ólympía, Delfí og Þessalóníka. Þá verður siglt til eyjanna Krítar, Santóríni, Paros og Samos. Þaðan verður siglt til Kusadasi og Efesos í Tyrklandi. Ferðin kostar 160.000 krónur á mann. Innifalin eru flugfargjöld til og frá Aþenu, gistingar ásamt morg- unverði (auk máltíðar í Ólympíu og Delfí), farmiðar með rútum og ferj- um og aðgöngumiðar að söfnum. Gist er á mjög góðum hótelum alla ferðina. „Ég var alltaf í sam- starfi við ferðaskrifstofur áður, en undanfarin 10-15 ár hef ég skipulagt ferðirnar sjálfur í sam- starfi við gríska ferða- skrifstofu,“ segir Sigurður, sem biður áhugasama að hafa samband við sig sem fyrst í síma 552 5922 milli hádegis og miðnættis eða á netfangið samb- ar@isl.is. ■ Heimsferð GUNNAR OG ÞÓRIR ■ skrifa ferðapistla úr 120 daga heimsreisu sinni.                  !          "#   "$"         "$%$     ##   '  (  )*$  +  " $$        Ma llorc a 34.142 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 41.730 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Po rtúg al 38.270 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 46.855 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug gisting í 7 nætur á Sol Dorio, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Krít 48.230 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.020 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Co sta del Sol 53.942 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 67.830 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur á St. Clara, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Be nid orm 35.942 kr. á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 44.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Halley, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! ÚLFALDASAFARÍ Gunnar og Þórir fóru í úlfaldasafarí í 35 stiga hita. SIGURÐUR A. MAGNÚSSON Sigurður hefur undanfarin 10-15 ár skipulagt Grikk- landsferðir sínar sjálfur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.