Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 16
16 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Landbúnaður VILJA KAUPA DISNEY Stephen Burke, yfirmaður risafjölmiðla- fyrirtækisins Comcast, tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði gert tilboð í Walt Disney- fyrirtækið upp á 54 milljarða dollara. Þingmaður vill nýtt fangelsi í húsnæði Íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli: Sparar hálfan milljarð FANGELSI „Bæði fagleg og pólitísk rök mæla með þeirri lausn að nýtt fangelsi rísi við Keflavíkurflug- völl. Ríkissjóður sparaði sér hundruð milljóna, fangar fengju uppbyggjandi aðstæður til að búa sig undir samfélagsþátttöku að nýju og ný störf yrðu til á Suður- nesjum í stað þeirra hundraða starfa sem eru að hverfa,“ segir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, í pistli á heimasíðu sinni. Kynntar hafa verið hugmyndir um að nýtt afplánunar- og gæslu- varðhaldsfangelsi rísi við Geit- háls í Reykjavík. Byggingarkostn- aður er áætlaður um einn millj- arður króna „Ég hef nokkrar efasemdir um að milljarðs stofnun við Geitháls sé besta lausnin. Betur líst mér á lausn sem Íslenskir aðalverktakar hafa boðið,“ segir Hjálmar og vís- ar til þess að fangelsinu verði fundinn staður í húsnæði aðal- verktaka á Suðurnesjum. Hjálmar segir að þessi lausn yrði um hálfum milljarði ódýrari, hún feli í sér möguleika á virku starfi og námi fanga og svari auk þess aðkallandi vanda vegna fjöldauppsagna hjá Varnarliðinu. „Oft hefur verið gripið til póli- tískra aðgerða vegna áfalla byggðarlaga. Mér er til efs að byggðarlag hafi fyrr mætt jafn miklu róti í atvinnulífi eins og blasir við Suðurnesjum vegna breytinga hjá varnarliðinu. Um er að ræða hundruð starfa,“ segir Hjálmar Árnason og bætir við, „málið ætti að vera létt til ákvörð- unar“. ■ Þingmaður ósáttur við svör ráðherra Ríkið hefur gert 46 starfslokasamninga undanfarin tíu ár samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur. Heilbrigðisráðuneytið hefur gert langflesta starfslokasamn- inga. Einungis fjögur ráðuneyti gera grein fyrir kostnaði vegna samninganna. ALÞINGI „Það er merkilegt að ekki skuli vera til upplýsingar um heild- arkostnað þessara starfslokasamn- inga og það er athyglisvert að sjá að konur fá mun lakari kjör en karlar við starfslok. Svörin frá mörgum ráðuneytum eru mjög rýr,“ segir Ásta R. Jóhannesdóttir, Samfylkingunni, um svar fjármála- ráðherra við fyrirspurn hennar um fjölda þeirra starfslokasamninga sem ríkið hefur gert undanfarin tíu ár. Í svarinu kemur fram að ríkið hefur gert 46 starfslokasamninga undanfarin tíu ár við yfirmenn stofnana og starfsmenn í stjórnun- arstöðum á vegum hins opinbera, eða 39 karla og sjö konur. Ráðherra segir hins vegar upplýsingar um kostnað starfslokasamninga ríkis- ins ekki aðgengilegar, auk þess sem hugtakið starfslokasamningur sé óskýrt. Leitað var til allra ráðu- neytanna og þótti eðlilegt að tak- marka samantektina við samninga sem fela í sér greiðslur umfram það sem kveðið er á um í lögum um starfsmenn ríkisins eða í kjara- samningum. Forsætisráðuneytið gerði einn starfslokasamning á umræddu tímabili sem kostaði ríkið 2,5 millj- ónir. Engir starfslokasamningar hafa verið gerðir við stjórnendur hjá utanríkisráðuneytinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið gerði einn samning við yfirmann sem hafði misst heilsuna, en hann tók að sér verkefni og þáði sjúkralaun embættismanna. Félagsmálaráðuneytið hefur gert tvo starfslokasamninga, báða við konur, og kosta þeir samtals 6,4 milljónir. Fjármálaráðuneytið gerði tvo starfslokasamninga á tímabilinu og samdi um launagreiðslur sam- kvæmt starfskjörum. Á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa verið gerðir tólf samningar um starfslok, við níu karla og þrjár konur, og iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytið hefur gert fimm starfslokasamninga, meðal annars vegna flutnings Byggðastofnunar til Sauðárkróks. Í landbúnaðarráðuneytinu hefur ein- ungis verið gerður einn starfsloka- samningur, en samkvæmt honum voru greiddar rúmlega tvær millj- ónir fyrir sérverkefni sem viðkom- andi tók að sér. Þá gerði landbúnað- arráðuneytið einnig samning við fyrrverandi stjórnanda um áfram- haldandi störf sem greiddar voru rúmlega 10,5 milljónir fyrir. Menntamálaráðuneytið gerði þrjá samninga á umræddu tímabili og hjá samgönguráðuneytinu hafa verið gerðir tíu starfslokasamning- ar undanfarinn áratug við starfs- menn í stjórnunarstöðum. Hjá sjávarútvegsráðuneytinu hefur einungis verið gerður einn samn- ingur um starfslok stjórnanda og hjá umhverfisráðuneytinu hafa verið gerðir þrír starfslokasamn- ingar sem samtals kostuðu ríkið um 16 milljónir. bryndis@frettabladid.is einstök tilfinning DÚNDUR dæmi: Þessi vinsælu sængurver 2 SETT á AÐEINS KR: 4.990.- Mikið að dúkum á 1/2 virði AÐEINS frá KR: 995.- Mikið af ótrúlegum LOKA tilboðum DÚNDUR dæmi: Rúmteppi margar gerðir. AÐEINS frá KR: 4.990.- DÚNDUR dæmi: sængurver-rúmteppi-dúkar diskamottur-handklæði baðmottur-gólfmottur gardínur-púðar barnasængurver barnarúmteppi mjúk dýr (má þvo) líttu á www.tk.is p re n tl is t Mjúka deildin er æðisleg hjá okkur og ekki skemmir verðið fyrir. K r i n g l u n n i S : 5 6 8 9 9 5 5 - F a x a f e n i S : 5 6 8 4 0 2 0 FANGELSI Dómsmálaráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort skynsamlegt geti verið að finna nýju fangelsi höfuðborgar- svæðisins stað á Suðurnesjum. Íslenskir aðalverktakar sneru sér til ráðuneytisins á síðasta ári og kynntu hugmyndir sínar þess efnis að nýta hús sem fyrir er á Keflavíkurflugvelli undir fangels- ið. Hugmyndirnar fóru síðan til umsagnar hjá Framkvæmdasýslu ríkisins og þeim, sem vinna að hönnun fangelsisins. „Þessi umsögn fór síðan til athugunar hjá aðalverktökum, sem skiluðu áliti og er það nú í höndum hinna sérfróðu aðila hjá Fram- kvæmdsýslu,“ segir Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra. Um þær fullyrðingar Hjálmars Árnasonar að spara megi hálfan milljarð með því að reisa fangelsið á Suðurnesjum segir Björn, „ég geri mér ekki grein fyrir því hvaðan Hjálmar hefur tölur sínar“. Björn segir að ekki hafi verið horfið frá áformum um nýtt gæslu- varðhalds- og afplánunarfangelsi á Hólmsheiði. Búið sé að hanna fang- elsið en framkvæmdafé hafi ekki verið samþykkt á fjárlögum. ■ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um fangelsi á Hólmsheiði: Óbreytt áform Almenni lífeyrissjóðurinn: Besta árið síðan 1993 LÍFEYRISMÁL Raunávöxtun hjá Almenna lífeyrissjóðnum á síðasta ári var á bilinu 5,9 til 13,6 prósent. Hæsta ávöxtunin var í svoköll- uðu Ævisafni II, sem fjárfestir í hlutabréfum og skuldabréfum að jöfnu bæði hér og erlendis. Rauná- vöxtunin nam 13,6 prósentum sem er hæsta ávöxtun einstakrar ávöxt- unarleiðar hjá sjóðnum síðan 1993. Lægsta ávöxtunin var í Ævisafni IV sem ætlað sjóðfélögum sem þegar eru byrjaðir að ganga á eign sína. Safnið er ávaxtað á verðtryggðum bankareikningi. ■ ÓBREYTT VERÐ Verð sláturleyfis- hafa á nautgripakjöti til bænda í febrúar helst óbreytt frá því í janúar, samkvæmt nýju yfirliti Landssambands kúabænda. Sam- bandið segir stöðuna á markaðn- um nokkuð góða. STARFSLOKASAMNINGAR Ríkið hefur gert 46 starfslokasamninga undanfarin 10 ár, samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur. Ásta gagnrýnir að ekki sé gerð grein fyrir heildarkostnaði vegna samninganna, en einungis fjögur ráðuneyti gera grein fyrir kostnaðinum. STARFSLOKASAMNINGAR SEM RÍKIÐ HEFUR GERT Ár Karlar Konur 1994 1 1995 2 1996 1 1997 2 2 1998 3 1 1999 4 1 2000 9 1 2001 8 1 2002 6 2003 3 1 Samtals 39 7 BJÖRN BJARNASON Segir hugmyndir um fangelsi í húsnæði ÍAV á Keflavíkurflugvelli í skoðun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HJÁLMAR ÁRNASON Segir að létt ætti að vera að taka ákvörðun um að nýju fangelsi verði fundinn staður í húsnæði ÍAV á Keflavíkurflugvelli. Öll rök, bæði fagleg og pólitísk mæli með þeirri lausn. SINN FEIN VARAÐI VIÐ STRÍÐI Leiðtogar írska stjórnmálaflokks- ins Sinn Fein segjast hafa varað bresk og bandarísk yfirvöld við því að fara í stríð gegn Írak. Flokkurinn er oft nefndur póli- tískur armur Írska lýðveldishers- ins og telja leiðtogarnir telja sig hafa mikla þekkingu á hryðju- verkum. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.