Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 15
Valentínusartilboð Á Valentínusardaginn (laugardaginn) fá 200 heppnir viðskiptavinir Blómavals í Sigtúni sérstakt tilboð á fimmstelpur.com í tilefni dagsins. útsölulok 599 kr. 3 stk. Prímúlur 999 kr. Drekatré 100 sm Aukaafsláttur allt að 60% ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 36 20 0 2/ 20 04 af öllum pottaplöntum 40-60% afsláttur Rússnesk stjórnvöld; Vilja ljúka seinna stríði MOSKVA, AP Nær sextíu árum eftir að bardögum síðari heimsstyrj- aldar lauk hafa Rússar og Japanar ekki enn gert með sér formlegan friðarsamning. Deilur um Kúril- eyjar, sem Sovétmenn hernámu á lokadögum stríðsins, hafa komið í veg fyrir slíkt en nú stendur til að greiða úr því. Japanar vilja eyj- arnar aftur en Rússar hafa neitað því. „Við ætlum að halda áfram leit okkar að viðunandi lausn á þessu erfiða og viðkvæma máli í tvíhliða samskiptum okkar,“ sagði Alex- ander Losjúkov, aðstoðarutanrík- isráðherra Rússlands. ■ Létust með þriggja vikna millibili: Ekkill myrtur FILIPPSEYJAR, AP Þremur vikum eft- ir að konan hans drukknaði, þegar flutningaskipinu Rocknes hvolfdi rétt utan hafnarinnar í Björgvin í Noregi, var Gerardo Cave skotinn til bana ásamt frænda sínum. Cave var nýkominn frá Noregi þangað sem hafði hann farið með tengdamóður sinni eftir sjóslysið sem kostaði 18 manns lífið, en flestir þeirra voru Filippseyingar. Frændurnir voru skotnir til bana síðasta föstudag af fjórum mönn- um sem veittu þeim eftirför. Gerardo og Marifa Cave áttu þrjú börn, sem eru nú í umsjá ömmu sinnar. ■ ENGIR VITRIR KARLAR Vitringarn- ir þrír sem vitjuðu Jesú Krists skömmu eftir fæðingu samkvæmt Biblíunni voru hugsanlega hvorki karlmenn né vitrir. Svo segir í skýrslu á vegum ensku biskupa- kirkjunnar sem hafnaði því að breyta orðalagi í bænum úr magi (prestar) í vitra menn. Nefndinni þykir þó ólíklegt að konur hafi ver- ið á ferð. FASÍSK LÖG Bann við trúartáknum til að koma í veg fyrir að íslamskar konur gangi með slæður eru mis- tök og líkleg til að auka andúð í garð múslima,“ sagði Ken Livingstone, borgarstjóri í London. Hann líkti þessu við eftirlátsstefnu gagnvart nasistum fyrir seinni heimsstyrjöld og sagði einu leiðina vera þá að berjast gegn fasisma, en ekki samþykkja lög í anda fasista. ■ Evrópa SELDU MEIRA EN GRÆDDU MINNA Coca Cola seldi átta pró- sentum meira af drykkjarvörum sínum á síðasta ársfjórðungi síð- asta árs en hagnaðist lítillega minna en árið áður. Hagnaður fyritækisins var þó meiri en bú- ist var við, andvirði rúmra 63 milljarða króna. ■ Bandaríkin FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2004

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.