Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 22
22 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Andlát ■ Fyrsta starfið mitt Tveggja ára drengur, JamesBulger, varð viðskila við móð- ur sína í verslunarmiðstöð í Liver- pool á þessum degi árið 1993. Lík hans fannst illa útleikið við járn- brautarteina í borginni nokkrum dögum síðar. Breska þjóðin var harmi slegin vegna málsins sem varð enn átakanlegra þegar í ljós kom að tveir 10 ára piltar rændu drengnum úr verslunarmiðstöð- inni og urðu honum að bana. Mál- ið vakti heimsathygli og reiðialda gekk yfir breskt samfélag og fjöl- di fólks krafðist þess að morðingj- unum yrði refsað harkalega á meðan aðrir efuðust um að hægt væri að gera þá ábyrga gerða sinna. Grunur lögreglu beindist að drengjunum eftir að það sást á öryggismyndavélaupptökum verslunarmiðstöðvarinnar að barnið hafði verið leitt burt af tveimur piltum. Við frekari eftir- grennslan kom í ljós að töluvert gekk á þegar drengirnir rændu James litla og enn þann dag í dag þykir það með mestu ólíkindum að sjónarvottar hafi ekki gripið inn í atburðarásina. Hinir morðseku, Jon Venables og Robert Thompson, voru dæmd- ir til betrunarvistar en voru látnir lausir árið 2001 þá 18 ára að aldri. Þeir fengu ný nöfn og opinberan styrk til að koma undir sig fótun- um utan Bretlands en foreldrar fórnarlambsins og fleiri börðust harkalega gegn þessari ráðstöfun og því að drápsdrengirnir yrðu látnir lausir. ■ Gísli Ásmundsson, Álandi 13, Reykjavík, lést mánudaginn 9. febrúar. Eva Karlsdóttir, Syðri-Brekku, lést sunnudaginn 8. febrúar. Unnur P. Jónatansdóttir frá Skeggja- stöðum, síðast til heimilis á Sólvallagötu 45, Reykjavík, lést í Bandaríkjunum 4. desember. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Ráðhildur Ellertsdóttir, Kríuási 15, áður Móabarði 30b, lést mánudaginn 9. febr- úar. Leifur Valdimarsson, Árskógum 6, Reykjavík, lést þriðjudaginn 10. febrúar. Sigurjón Guðjónsson, Thomsonsveg 18, Malmö, Svíþjóð, lést fimmtudaginn 5. febrúar. Eiður Sigurðsson, Vogagerði 3, Vogum, lést mánudaginn 9. febrúar. Birna Eggertsdóttir Norðdahl frá Hólmi, dvalarheimilinu Barmahlíð, Reyk- hólum, lést sunnudaginn 8. febrúar. 13.30 Guðbjörn Friðriksson, Löngumýri 20, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju. 13.30 Steingrímur Jón Elías Guð- mundsson verður jarðsunginn frá Áskirkju. 13.30 Viðar Óskarsson, Glæsibæ 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 15.00 Sigurást Gísladóttir, Valhúsabraut 13, Seltjarnarnesi, verður jarð- sungin frá Seltjarnarneskirkju. Stopular samgöngur á milliReykjavíkur og Viðeyjar yfir vetrarmánuðina koma í veg fyrir að fólk geti notið stórbrotinnar náttúru eyjarinnar sem er ekki síður til- komumikil á veturna en sumrin. Örlygur Hálfdanarson bókaútgef- andi er borinn og barnfæddur Viðey- ingur og er mjög áfram um að aðgengi almennings að náttúru- perlunni verði aukinn. „Þegar frystir eftir langvarandi bleytutíð myndast risavaxnir klaka- strönglar í sjávarklettunum ofan Hrafnasands, neðan Hvannabakka, Skúlahóls og Kvennagönguhóla,“ segir Örlygur. „Sökum fjarlægðar- innar úr landi eru þessi náttúrufyrir- bæri ekki mikil að sjá, en annað kemur í ljós þegar nær er komið.“ Grýlukertin eru margar mann- hæðir, í hinum ýmsu myndum og mörg hver minna þau helst á risa- vaxnar pípur í orgeli. „Því miður gefst almenningi ekki kostur á að skoða og njóta þessara einstæðu fyr- irbæra í borgarlandinu því að áætl- unarferðir til eyjarinnar eru aðeins yfir hásumarið, frá júní til septem- ber. Þess utan er eyjan lokuð almenningi því ferðir til eyjarinnar á öðrum tímum ársins eru aðeins í tengslum við veitingareksturinn í Viðeyjarstofu.“ ■ Viðey MIKILFENGLEG NÁTTÚRA ■ Viðeyjar er ekki síður falleg í vetrar- kuldanum. Stopular ferðir út í eyjuna gera það að verkum að borgarbúar fá ekki að njóta þess að skoða sig um í Viðey á veturna. Fjarlægðin felur stórbrotin grýlukerti Þegar ég var á Snæfellsnesiákvað ég að búa eitthvað til úr umhverfinu,“ segir Árni Johnsen, en sýning á tæplega 40 verkum hans verður opnuð í Gryfjunni, Duushúsum í Reykjanesbæ á laugardaginn. Þá gefst fólki tækifæri til að berja augum hin margumtöluðu listaverk Árna sem gerð eru úr grjóti frá Grundarfirði, stáli og ýmsu öðru efni. „Það kom fljótlega í ljós að grjótið heillaði mig og það var byrjunin. Ég fór að velja grjót og spá í hvernig væri hægt að vinna úr því þannig að ég réði við. Hugmyndirnar komu svo jafnt og þétt án þess að ég hefði fyrir því fyrirmynd. Mér hefur reyndar verið sagt að enginn hafi farið jafn einfalda leið til að vinna úr grjóti.“ Árni segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á grjóti og rýnir hann grimmt í það hvar sem hann fer. „Ég vil sýna fram á hvað grjót er lifandi og hvað það er sjálft mikill skúlptúr. Í hverju grjóti má finna mismun- andi andlit og eins og hjá fólki hefur sumt ekki sterkan svip.“ Þrátt fyrir opnun á sýningu á listaverkum Árna, bækur og tón- list eftir hann, segist hann ekki líta á sig sem sérstakan lista- mann. „Ef mér dettur eitthvað í hug, þá geri ég það. Ég hafði lengi ætlað mér að vinna ákveðna hluti í grjót til að hafa gaman af og þetta er afraksturinn.“ Að- dáendur tónlistarmannsins Árna Johnsen þurfa þó ekki að örvænta, hann hefur ekki lagt gítarinn á hilluna. Hann er að undirbúa hljómplötu þar sem hann spilar og syngur. Þetta verður fyrsta platan hans þar sem hann semur ekkert efni sjálfur en afraksturinn verður væntanlega tilbúinn um næstu áramót. ■ Fjöllistamaður ÁRNI JOHNSEN ■ Sýning á grjótlistaverkum hans verður opnuð í Reykjanesbæ um næstu helgi og svo styttist í næstu hljómplötu. CHARLES DARWIN Náttúrufræðingurinn sem setti fram þróun- arkenninguna fæddist á þessum degi árið 1809, fyrir 195 árum síðan. Þennan sama dag kom Abraham Lincoln, 16. forseti Bandaríkjanna, einnig í heiminn. 12. febrúar ■ Þetta gerðist 1870 Konur í Utah fá kosningarétt. 1892 Fæðingardagur Abrahams Lincoln er gerður að almennum frídegi. 1912 Alþýðulýðveldið Kína er stofnað. 1924 Rhapsody in Blue eftir George Gershwin er frumflutt í New York. 1929 Leikkonan Lilly Langtree deyr. 1940 Útvarpsleikrit um ævintýri Súper- manns hefur göngu sína í Bandaríkjunum. 1999 Flugmenn hjá American Airlines neita að mæta til vinnu þrátt fyr- ir hæstaréttarúrskurð þess efnis. 1999 Bandaríkjaþing sýknar Bill Clint- on forseta af ákærum um mein- særi og að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 2000 Charles Schulz, höfundur myndasagnanna um Smáfólkið, deyr af völdum krabbameins. Hann var 77 ára að aldri. JAMES BULGER Morðið á tveggja ára drengnum vakti óhug út um allan heim og reiðialda gekk yfir Bretland þar sem almenningur krafðist þess að hinum morðseku tveimur 10 ára drengjum, yrði refsað harkalega. Drengir myrða barn JAMES BULGER ■ Tveir tíu ára drengir rændu tveggja ára dreng, James Bulger, úr verslunarmiðstöð í Liverpool og myrtu hann á hrottalegan hátt. 12. febrúar 1993 GRÝLUKERTIN SEM FÁIR GETA NOTIÐ „Það veldur mörgum furðu að ekki skuli vera búið að koma upp eðlilegri aðstöðu fyrir göngufólk, jafnt sumar sem vetur,“ segir Örlygur Hálfdanarson sem tók myndina fyrir hálf- um mánuði síðan. „Það vantar snyrtiaðstöðu á nokkrum stöðum og afdrep fyrir göngufólk til að hvílast og borða nestið sitt í skjóli fyrir veðri og vindum.“ Gerir það sem honum dettur í hug ■ Jarðarfarir ÁRNI JOHNSEN Hann segir grjót vera eins og fólk, sumt hafi ekki sterkan svip en í hverju grjóti megi finna mismunandi andlit. Hræðileg reynsla Fyrsta starfið mitt var hjá Mið-felli. Ég var 15 ára gamall og starfaði sem verkamaður. Ég hóf störf um haustið og vann einn vet- ur við nagl- hreinsun, járna- bindingar og fleira. Mér fannst þessi reynsla ömurleg, ekki síst kuld- inn,“ segir Jón Gnarr. Byggingavinnan gaf tóninn fyr- ir það sem koma skyldi hjá Jóni. „Ég hlustaði mikið á útvarp. Þar fékk ég einmitt hina orðlögðu and- styggð á Bylgjunni. Þessi gervi- gleði sem loðir við auglýsinga- útvörp var í gangi allan daginn. Ég ákvað að ef ég færi einhvern tím- ann í útvarp myndi ég aldrei drepa fólk úr leiðindum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.