Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 18
VIRGINÍA, AP Fátt virðist geta kom-
ið í veg fyrir að John Kerry verði
forsetaefni demókrata í kosning-
unum næsta haust. Í fyrrinótt
vann hann með yfirburðum í
Virginíu og Tennessee og sá í gær
á eftir einum keppinaut sínum,
fyrrverandi hershöfðingjanum
Wesley Clark sem lagði niður
vopn og dró framboð sitt til baka.
Meðan aðrir frambjóðendur
sem eftir eru reyndu að finna
leiðir til að stöð-
va sigurgöngu
Kerrys eða
hægja í það
minnsta á henni
hélt hann sjálf-
ur heim á leið og
tók sér tveggja
daga frí fyrir
orustuna um
Wisconsin sem
Howard Dean
hefur útnefnt
sem úrslita-
stund um hvort
hann haldi
áfram baráttu
eða ekki.
Frammámenn
meðal demókra-
ta eru farnir að
tala um að menn eigi að samein-
ast um Kerry. „Á einhverjum
tímapunkti, kannski fyrr en síðar,
held ég að demókratar verði að
sameinast að baki John Kerry og
einbeita sér að sigri í nóvember,“
sagði Leon Panetta, starfsmanna-
stjóri Bills Clinton fyrrum for-
seta.
„Við ætlum að leggjast í kosn-
ingabaráttu og halda kosningar en
ekki krýningu,“ sagði John
Edwards á kosningafundi í
Milwaukee. Kerry hefur unnið í
einu ríki og tapaði með naumind-
um fyrir Clark í öðru. Hann er
sagður binda vonir sínar við að
Dean dragi sig í hlé eftir kosning-
arnar í Wisconsin. Þá séu hann og
Kerry einir eftir sem raunhæfir
frambjóðendur og því möguleiki á
að fylgi hans aukist.
Kerry sýndi í fyrrinótt að hann
getur unnið í Suðurríkjunum,
nokkuð sem margir höfðu efast
um. Hann hlaut rúman helming
atkvæða í Virginíu og hafði þar 25
prósenta forskot á Edwards. Í
Tennessee fékk hann rúmlega 40
prósenta fylgi og hafði Edwards
undir með 15 prósent atkvæða og
Clark 18.
Clark bættist í gær í hóp þeirra
frambjóðenda sem hafa dregið sig
í hlé. Hann batt vonir við gott
gengi í kosningunum í fyrrinótt
en varð fyrir vonbrigðum. Hvort
sem það réði úrslitum að hann hóf
kosningabaráttu sína seint eða
hafði enga reynslu af stjórnmál-
um og kosningabaráttu varð hann
að gefa eftir.
Aðrir fengu innan við tíu pró-
senta fylgi í hvoru ríki um sig,
Dean sem ákvað að gefa ríkin eft-
ir meðan hann einbeitir sér að
Wisconsin, Dennis Kucinich og Al
Sharpton. Enginn þessara þriggja
hefur borið sigur úr býtum í þeim
ríkjum sem búið er að kjósa í. En
við því var svo sem ekki búist í til-
felli tveggja síðast nefndu fram-
bjóðendanna. ■
18 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR
■ Sjávarútvegur
HJÓNABAND OG FRELSI FYRIR ALLA
Karen Doyle stóð fyrir framan ríkisþingið í
Massachusetts í gær og krafðist þess að
samkynhneigðir fengju að ganga í hjóna-
band. Hún sagðist berjast fyrir rétti sonar
síns til hjónabands.
Fyrrum iðnaðarráðherra stefnir ríki og Alcoa:
Krefst ógildingar um-
hverfismats og starfsleyfis
DÓMSMÁL Hjörleifur Guttormsson,
fyrrum alþingismaður og iðnaðar-
ráðherra, hefur höfðað mál á hend-
ur álfyrirtækinu Alcoa, umhverfis-
ráðherra og fjármálaráðherra
vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðar-
firði. Málið var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær.
Hjörleifur krefst þess að úr-
skurðir umhverfisráðherra, þar
sem staðfestir voru úrskurðir
Skipulagsstofnunar um mat á um-
hverfisáhrifum álversins, verði
ómerktir. Þá krefst Hjörleifur
þess að ómerkt verði ákvörðun
Umhverfisstofnunar um útgáfu
starfsleyfis fyrir álverið og loks
að ómerkt verði ákvörðun um-
hverfisráðherra um að vísa frá
kæru Hjörleifs vegna útgáfu
starfsleyfis.
Hjörleifur telur að mat Skipu-
lagsstofnunar á umhverfisáhrif-
um 420 þúsund tonna álvers og
rafskautaverksmiðju Norsk
Hydro sameiginlega hafi verið
ólögmætt. Þá telur Hjörleifur að
Skipulagsstofnun hafi borið að
meta sérstaklega 322 þúsund
tonna álver Alcoa í stað þess að
byggja á eldra mati á álveri Nosk
Hydro. Loks telur Hjörleifur
marga meinbugi á útgefnu starfs-
leyfi álvers Alcoa, umsókn um
það hafi verið gölluð og auglýsing
þess ólögmæt.
Atli Gíslason, lögmaður og vara-
þingmaður vinstri grænna, flytur
málið fyrir Hjörleif. ■
„Á einhverj-
um tíma-
punkti, kanns-
ki fyrr en síð-
ar, held ég að
demókratar
verði að
sameinast að
baki John
Kerry og
einbeita sér
að sigri í
nóvember.
FYRIR HJARTAÐ
Rannsóknir benda til þess að neysla
súkkulaðis geti dregið úr hættunni á
hjartasjúkdómum.
Ráðstefna um
kakóplöntuna:
Súkkulaði
fyrir hjartað
WASHINGTON, AP Hófleg neysla
súkkulaðis getur haft góð áhrif
á starfsemi hjartans, að sögn
sérfræðinga sem ávörpuðu gesti
á ráðstefnu um kakóplöntuna.
Súkkulaði inniheldur sams
konar efni og finna má í rauð-
víni og grænu tei. Rannsóknir
hafa sýnt að þessi efni geta með-
al annars örvað blóðstreymið
um líkamann og lækkað blóð-
þrýsting og þar með dregið úr
hættunni á hjartasjúkdómum.
Sérfræðingar benda þó á að í
óunninni kakóplöntu sé hlutfall
þessara efna mun hærra en í
súkkulaði sem framleitt er í
verksmiðjum. Verið er að þróa
aðferðir til að varðveita efnin
betur í unnu súkkulaði. ■
10. bekkingar á
Austurlandi:
Um 13 pró-
sent reykja
daglega
KÖNNUN Um 13% nemenda í 10.
bekk reykja tóbak daglega sam-
kvæmt skýrslu um vímuefna-
neyslu ungs fólks á Austur-
Héraði. Það er um 0,6% undir
landsmeðaltali.
Samkvæmt skýrslunni reykja
tæplega 12% nemenda í 9. bekk
daglega en það er um 4% yfir
landsmeðaltali. Skýrslan leiðir
ennfremur í ljós að um 40%
nemenda í 10. bekk höfðu orðið
ölvaðir. 12% höfðu prófað að
reykja hass og 16% að sniffa.
Skýrslan byggir á skriflegri
könnun í áttunda til tíunda bekk
í grunnskólum á Austur-Héraði
vorið 2003. ■
ARNARNÚPUR FARINN Arnarnúp-
ur ÞH-272, sem var í eigu Síldar-
vinnslunnar, hefur verið seldur
til Nýfundnalands. Skipið, sem
upphaflega hét Gísli Árni RE-375,
hélt frá Reyðarfirði til St John í
fyrradag. Skipið mun hér eftir
bera nafnið Sikuk sem þýðir ís.
HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON
Fyrrum iðnaðarráðherra hefur barist hart
gegn álveri Alcoa í Reyðarfirði og er hvergi
hættur. Stefna Hjörleifs á hendur ríkinu og
Alcoa var þingfest í gær.
MEÐ MARKMIÐIÐ Í SJÓNMÁLI
Þótt Kerry vanti enn um 1.600 kjörmenn af þeim rúmlega 2.100 sem hann þarf til að tryggja sér útnefningu demókrata eru menn farnir
að bóka að hann verði forsetaefni demókrata í haust.
Bíður eftir krýningunni
John Kerry vann í tveimur ríkjum til viðbótar og virðist nú óstöðvandi í baráttunni um útnefn-
ingu demókrata sem forsetaefni þeirra í baráttunni við George W. Bush. Wesley Clark dró sig í
hlé en John Edwards og Howard Dean halda enn í vonina.
2.162
kjörmanna
markið
516
182
165
105*
John F. Kerry
Howard Dean
John Edwards
Wesley Clark
KEPPNIN UM KJÖRMENNINA
4.322 kjörmenn velja forsetaframbjóðanda demókrataflokksins á flokksþingi í lok júli.
Til að vinna útnefningu þarf frambjóðandi að afla sér 2.162 kjörmanna.
* Dró framboð sitt til baka í gær.