Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R
Bakþankar
STEINUNNAR
STEFÁNSDÓTTUR
Ytri fegurð
og innri
Það er svo margt í þessu lífi semég skil ekki. Ég hef til dæmis
aldrei skilið fólk sem getur orðið
ástfangið úr fjarlægð. Ég get vel
skilið að hægt sé að laðast að ein-
hverjum sem maður þekkir ekki en
ekki að verða ástfanginn. Innri mað-
ur og einhvers konar tenging hlýtur
að vera forsenda þess að verða ást-
fanginn. Það er ekki hægt að vera
ástfangin af einhverjum sem maður
þekkir ekki og maður þekkir ekki
fólk nema að hafa talað við það,
helst oft. Eða það finnst mér að
minnsta kosti.
ÉG HEF heldur aldrei skilið að líf
fólks eða líðan geti tekið stakka-
skiptum með breyttu útliti. Ég skil
samt alveg að til þess að líða vel
þurfi að ríkja sátt milli innri og ytri
manns. Þar veltur þó svo miklu
meira á sálartetrinu en búknum, því
það hlýtur fyrst og síðast að snúast
um hugarástand hvort maður er sátt-
ur við hylkið sem maður ferðast um
í. Þess vegna hef ég aldrei skilið að
fólk haldi að það geti keypt sér betra
líf með breyttu útliti.
EN VIÐ lifum í samfélagi niðursoð-
inna skyndilausna og þar er ham-
ingja markaðssett í fallegum búk-
um, og fallegir skrokkar eru þeir
sem falla inn í staðalmynd. Þar er
ekki lagt upp úr fjölbreytni heldur
er meginþunginn á einsleitni. Fólk,
sérstaklega konur, þurfa vel og
vandlega að falla að ákveðnum við-
teknum normum. Hér gildir í fyrsta
lagi að vera grannur (jafnvel bein-
línis horaður) að vera ekki með of
stórt nef, of þunnar varir, of lítil
augu, of stórar tennur, og hvað veit
ég. Og eftir þessu er dansað. Í sam-
ræmi við þetta verður sífellt algeng-
ara og um leið viðurkenndara að
láta má af sér sérkenni sín. Þetta
skil ég alls ekki.
ÞEGAR ALLT kemur til alls er það
nefnilega ekki búkurinn sem stýrir
líðan manns heldur hinn innri mað-
ur. Það breytir ekki því að við þurf-
um að vera góð við þennan skrokk
sem okkur var öllum gefinn í ár-
daga, rækta hann og helst dekra svo-
lítið við hann. Við fáum nefnilega
bara einn slíkan til afnota í hverju
lífi þannig að mikið liggur við að
fara reglulega vel með hann. Það
reyni ég að skilja.
ÓKEYPIS
LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ
á hverju fimmtudagskvöldi
kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012.
ORATOR,
félag laganema við
Háskóla Íslands.
SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500