Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 46
Ég fór í aðgerðina til að lýsastuðningi við Ruth og standa með henni,“ segir Ríkey Ingi- mundardóttir myndlistarkona, sem fetaði slóð dóttur sinnar, Ruthar Reginalds, og lét fegra andlit sitt í sjónvarpsútsendingu þáttarins Íslands í dag á Stöð 2 í gær. Þar með bjóða bæði morg- un- og kvöldþáttur Stöðvarinnar upp á lýtaðgerðir í sjónvarpi. Í þættinum Íslandi í bítið er dótt- ir Ríkeyjar, Ruth Reginalds, í langtímameðferð. En þrátt fyrir að mæðgurnar séu samstiga hvað þetta varðar hafa þær ekki talast við síðan ævisaga Ruthar kom út fyrir jólin. „Við höfum ekkert talast við, sem er mjög leiðinlegt,“ segir Ríkey. Aðgerð Ruthar er miklu um- fangsmeiri þar sem hún mun gangast undir skurðaðgerðir í fegurðarskyni og tekið verður á öllum helstu útlitsþáttum henn- ar og innræti. Ríkey lét aftur á móti nægja hrukkumeðferð sem var fólgin í því að sprauta nátt- úrlegum efnum undir húð henn- ar og ná þannig fram sléttri áferð. Aðgerðin á Ríkey heppn- aðist vel en andlit hennar var lagfært, svo sem í kringum aug- un. „Það var fyllt í nokkrar bros- hrukkur,“ segir Ríkey. Hún segist alls ekki vera viss um að fara aftur í sprautumeð- ferð eftir hálft ár til ár þegar hrukkurnar verða aftur komnar í ljós. „Mér fannst gaman að prófa þetta, sérstaklega núna í skammdeginu. Þetta lyftir manni upp,“ segir hún. Ríkey segist hafa farið í að- gerðina vegna þess að eigendur Húðfegrunarstofunnar buðu henni ókeypis aðgerð gegn því að sýna atburðinn í sjónvarpi. Hún segist hafa slegið til enda hafi hún hugleitt slíka aðgerð áður en ekki haft efni á henni. „Ég fór ekki út í þetta vegna aðgerðar Ruthar, enda vissu þær á Húðfegrunarstofunni ekki um aðgerð hennar þegar þær hringdu í mig. Mér skilst að önnur til þriðja hver kona hafi farið í svona aðgerð. Þetta var ekkert mál og algjörlega hættu- laust,“ segir hún. Ríkey segist ekki óttast að þær mæðgur verði fyrir slæmu umtali vegna aðgerðanna. „Slæmt umtal á sér stað hvort sem er og án tillits til þess hvort maður á það skilið eða ekki,“ segir hún. Ríkey myndlistarkona er nú í óða önn að jafna sig eftir að- gerðina. Hún segir að það taki aðeins tvo til þrjá daga að blómstra. „Ég lít í augnablikinu út eins og Andrés Önd en þetta mun fljótlega lagast,“ segir Ríkey, sem á næstu dögum mun brosa hrukkulaus framan í heiminn. rt@frettabladid.is Hrósið 46 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Við höfum ákveðið að bæta viðEgilsstöðum og Ísafirði fyrir næstu Idol-keppni og halda pruf- ur á báðum stöðum. Við viljum ná fólki frá öllum landshlutum og menn geta farið að undirbúa sig,“ segir Heimir Jónasson, dagskrár- stjóri Stöðvar 2, um næstu Stjörnuleit sem haldin verður síð- ar á þessu ári. Heimir segist vonast til að Ís- lendingar af erlendum uppruna noti tækifærið í ár og sláist í hóp- inn. „Til dæmis búa fjölmargir ís- lenskir Pólverjar á Vestfjörðum. Þá er vert að minnast allra þeirra sem vinna við virkjunarfram- kvæmdirnar á Kárahnjúkum. Við sjáum fyrir okkur að suðræn áhrif gætu komið inn í keppnina. Það fá allir að taka þátt sem vilja. Við sáum hvað færeyska stelpan stóð sig vel og sýndi þátttaka hennar að allir standa jafnir og fá sama tækifæri.“ Heimir segir að samningavið- ræður séu nú í fullum gangi. „Stjörnuleitin sannaði svo um munaði gildi sitt og er með því skemmtilegasta sem við höfum tekið þátt í. Við erum að tala við sömu dómendur og voru í fyrstu keppninni, Bubba, Siggu Bein- teins og Þorvald. Eins eru viðræð- ur í gangi við þá Simma og Jóa. Þá þarf að huga að kostunaraðilum, hótelbókunum og flugi fyrir alla keppendur fram og til baka.“ Gert er ráð fyrir að Stjörnuleit- in í ár fari í loftið á svipuðum tíma og í fyrra en þá hófst keppnin í byrjun október. ■ Stjörnuleit ■ Keppt verður í öllum landshlutum í næstu Idol-keppni sem haldin verður á Stöð 2 síðar á þessu ári. Egilsstaðir og Ísafjörður bætast í hópinn. Fegurð RÍKEY INGIMUNDARDÓTTIR ■ talar enn ekki við Ruth dóttur sína eftir umtalaða jólabók en sýnir henni þöglan stuðning með hrukkumeðferð. Rocky ... fær Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra fyrir að verja ráðu- neyti sitt með kjafti og klóm. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ríkey Ingimundardóttir. Ruud van Nistelrooy. og Thierry Henry Karl Gústaf Svíakonungur. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 í dag Fyrsta morð sýslumannsins Martröð kafarans sem fann líkið Morð í Neskaupsstað Dyravörður í Egilsbúð bar kennsl á líkið Lárétt: 1 lord,5æfa,6ve,7st,8nei,9 lóns,10ná,12tst,13gil, 15la,16 inúk, 18 sáði. Lóðrétt: 1læsingin,2oft,3ra,4meist- ari,6vensl,8nót,11áin,14 lús,17ká. Lárétt: 1 tignarmaður, 5 þjálfa, 6 einkennisstafir, 7 í röð, 8 svar, 9 uppistöðu, 10 komast, 12 eins um s, 13 gljúfur, 15 félag, 16 frumbyggi, 18 dreifði. Lóðrétt: 1 lásinn, 2 tíðum, 3 sólguð, 4 snjall mað- ur, 6 tengdir, 8 veiðarfæri, 11 fljótið, 14 ögn, 17 stafur. Lausn: STEMNING Í SMÁRALIND Vinsældir Stjörnuleitar á Stöð 2 voru mikl- ar. Heimir Jónasson segir Idol-keppnina hafa sannað skemmtanagildi sitt. Leynist næsta Idol-stjarna á Kárahnjúkum? Móðir í fegrun til stuðnings dóttur Í LÝTAAÐGERÐ Ríkey Ingimundardóttir fylgdi fordæmi dóttur sinnar, Ruthar, og fór í lýtaaðgerð í sjón- varpi. Myndin er tekin þegar sérfræðingur Húðfegrunarstofunnar sprautaði geli í andlit Ríkeyjar að viðstöddum þáttagerðarmönnum Íslands í dag. SPRAUTAÐ Í HRUKKUR Aðgerðin er fólgin í því að náttúrulegum efnum er sprautað í hrukkur. Hér er verið að lagfæra andlit Ríkeyjar. Það er ótrúlegt að maður tékki yfirhöfuð á þessum kvikmynda- hátíðum, þegar þetta eru bara sögur af einhverju eins og ungverskum kynskiptingum sem leita að lífsgátunni en finna bara langdregnar samræður um pottaplöntur og gardínur! En það klikkar samt aldrei að fá sér popp og kók og nammi og slaka á með félögunum og tala yfir myndina þegar það er eitthvað að gerast! Já, þessar kvikmyndahátíðir væru nefnilega fínar ef það væru ekki allar þessar hundleiðinlegu myndir sem maður þarf að horfa á!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.