Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2004 Forsalan er hafin Tryggðu þér gott borð strax á Kaffi Reykjavík, í síma 5523030 eða á kaffireykjavik@kaffireykjavik.is. Á KAFFI REYKJAVÍK Það verður sérstaklega mikið um dýrðir á Kaffi Reykjavík fjögur laugardagskvöld í febrúar og mars. Þá gefst þér kostur á að njóta bestu laga Bubba Morthens eftir ljúffengan þriggja rétta kvöldverð. Bubbi Morthens kemur fram á Kaffi Reykjavík ásamt hljómsveit skipaðri þeim Guðmundi Péturssyni, Jakobi Magnússyni og Arnari Geir Ómarsyni. Á efnisskrá tónleikanna eru öll bestu lög Bubba, gömul og ný, allt frá ljúfum ballöðum til kjarnyrtra blúsa, sem þjóðin kann utan að. Á milli laga segir Bubbi frá og ræðir menn og málefni eins og honum einum er lagið. Misstu ekki af þessari skemmtun! Þriggja rétta kvöldverður og tónleikar á einstöku verði, aðeins 4.500 kr. Matur er borinn fram frá kl. 19 en tónleikarnir hefjast kl. 21:30. Athugið, aðeins fernir tón leikar. Laugardag ana 14. febrúa r 21. febrúa r 6. mars 13. mars Munið Veislukvöldin á Kabarettloftinu með Eddu Björgvins BÓKAÐU FYRIR ÞINN HÓP NÚNA! VEISLU- OG RÁÐSTEFNUHÚS 6. mars 13. mars 20. mars 27. mars Hollt í magann á Sólon MATUR „Þessi heilsumatseðill hjá okkur er mjög vinsæll. Fólk gerir þetta alltaf í einhverju heilsuátaki eftir áramótin, og við erum fyrst og fremst að koma til móts við þær þarfir,“ segir Freysteinn Gíslason, matreiðslumaður á Kaffi Sólon, þar sem sérstakir heilsuréttir hafa verið í boði und- anfarnar vikur. „Í hverri viku bjóðum við upp á sex rétti sem allir eru í heilsu- línunni. Í þessum mat er lítill sykur, pastað er heilhveitipasta og það er enginn rjómi. Þetta er svona í ítölskum og mexíkóskum anda, og eingöngu grænmeti og fiskur. Og við breytum um rétti í hverri viku.“ Heilsuréttirnir eru viðbót við venjulegan matseðil staðarins, sem reyndar er hvort eð er almennt á léttari nótunum, með áherslu á fisk og salatrétti, kjúk- linga og hvítt kjöt. ■ Guðrún syngur á tveimur stöðum TÓNLEIKAR Guðrún Gunnarsdóttir söngkona ætlar heldur betur að láta í sér heyra í kvöld, og það ekki á einum stað heldur tveimur. Klukkan átta hefjast tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem hún syngur með Kjalnesingakórnum. Á efnisskránni eru vinsæl dægurlög frá fyrri tíð á borð við Marína og Hvíta máva, sem snillingurinn Ósk- ar Einarsson hefur útsett sérstak- lega fyrir Guðrúnu og kórinn. Síðar um kvöldið hefjast svo tón- leikar á Hótel Borg, þar sem Guð- rún syngur ásamt hljómsveit sinni, sem skipuð er Eyþóri Gunnarssyni hljómborðsleikara, Sigurði Flosa- syni saxófónleikara, Birgi Braga- syni á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Þar verða í hávegum lög sem Ellý Vilhjálms gerði vinsæl. Sérstakur gestur Guðrúnar á Hótel Borg verður Stefán Hilmars- son. ■ Spreyta sig með Sinfóníunni TÓNLEIKAR „Þegar ég hætti í Múm var ég mjög óviss hvað ég ætti að gera,“ segir Gyða Valtýsdóttir, sem hefur einbeitt sér að sellónámi frá því hún hætti í hljómsveitinni Múm fyrir hálfu öðru ári. „Ég var í tveimur ólíkum tónlist- arheimum og vissi ekki alveg í hvorum þeirra ég vildi vera. Og veit það í raun og veru ekki ennþá.“ Í kvöld leikur hún einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt þremur öðrum ungum hljóðfæra- leikurum, sem allir stefna á að útskrifast frá tónlistardeild Lista- háskóla Íslands í vor. Auk Gyðu, sem leikur á selló, verða einleikarar tónleikanna þær Melkorka Ólafsdóttir, sem leikur á flautu, og fiðluleikararnir Helga Þóra Björgvinsdóttir og Ingrid Karlsdóttir. Hver þeirra um sig valdi sér einn einleikskonsert til þess að flytja með Sinfóníunni í kvöld. „Ég spila fiðlukonsert Brahms,“ segir Helga. „Það kemur ekkert annað til greina, ég er svo mikill Brahms-aðdáandi. Þessi konsert er svo ótrúlega fallegur og mikil orka í honum. Um leið er hann mjög krefj- andi fyrir mig að spila.“ Hún hefur verið að æfa þennan konsert í rúmt ár og segist varla trúa því að í kvöld standi hún á svið- inu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er búið að vera draumur minn ofsalega lengi og skrýtið að þetta sé að gerast núna.“ Í vor útskrifast fyrsti árgangur tónlistarnema frá Listaháskóla Ís- lands. Í fyrra var haldin á vegum skólans einleikarakeppni, og ein- leikarar kvöldsins sigruðu einmitt í þeirri keppni. Gert er ráð fyrir að slík keppni verði árlegur viðburð- ur. „Það er rosalega gaman að fá að spila með svona prófessjónal hljóm- sveit,“ segir Melkorka, sem ætlar að flytja flautukonsert eftir Jacques Ibert. „Við stefnum held ég allar á framhaldsnám, en síðan velt- ur á ýmsu hvernig það gengur. Sam- keppnin er rosalega hörð.“ Gyða ætlar að flytja sellókonsert eftir Sjostakovitsj og Ingrid flytur fiðlukonsert eftir Sibelíus. ■ KAFFI SÓLON Býður upp á sérstakan heilsumatseðil. FJÓRIR UNGIR EINLEIKARAR Allar útskrifast þær í vor frá tónlistardeild. Í kvöld leika þær einleik með Sinfóníunni. Í STUÐI Á BORGINNI Stebbi Hilmars og Guðrún Gunnars voru í miklum ham á Borginni síðastliðinn fimmtudag. Í kvöld endurtaka þau leikinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.