Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 38
38 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR VILLA! Aaron Williams, leikmaður New Jersey Nets, fiskar villu á Chauncey Billups, leik- mann Detroit Pistons, í viðureign liðanna í fyrrakvöld. Nets vann leikinn með 89 stig- um gegn 78. Körfubolti HANDBOLTI Það vakti mikla athygli þegar Þjóðverjar fögnuðu Evr- ópumeistaratitlinum í handbolta í Slóveníu á dögunum að þjálfarinn Heiner Brand lét hið fornfræga yfirvaraskegg sitt fjúka þegar tit- illinn var í höfn. Brand var nánast óþekkjanlegur án síns helsta sér- kennis, sem var haldið til haga og er nú til sölu fyrir handboltasjúka Þjóðverja eða jafnvel safnara af öðru þjóðerni. Þýska sjónvarps- stöðin DSF og netmiðillinn Sport1 ætla bjóða upp skegg Brands og er byrjað í 1.200 evrum, um 106 þúsund íslenskum krónum. „Rost- ungsskeggið“ eins og það var nefnt af mörgum er örugglega frægasta yfirvaraskegg hand- boltasögunnar og nú er að sjá hvort einhver tímir að kaupa skeggið, sem flestum þótti sóma sér betur í ruslatunnunni en á efri vör Brands. ■ FÓTBOLTI „Ég vissi að það yrði ekki vandamál fyrir Thierry Henry að ná 100 mörkum,“ sagði Arsene Wenger, framkvæmastjóri Arsenal. „Eftirvæntingin myndi aldrei bitna á honum. Hann er í hæsta gæða- flokki. Allir vita það. Hann er leik- maður í heimsklassa.“ Frakkinn skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni þegar Arsenal vann Southampton 2-0 á þriðjudag. Fyrsta mark hans í deildinni kom einmitt gegn South- ampton 18. september 1999 og batt enda á sjö leikja bið eftir marki. Henry er ellefti leikmaðurinn sem skorar 100 mörk í úrvalsdeildinni en þar til á þriðjudag var Trínidad- búinn Dwight Yorke eini erlendi leikmaðurinn sem hafði náð þess- um áfanga. Thierry Henry hefur skorað gegn öllum mótherjum Arsenal í úr- valsdeildinni. Aston Villa og Charlton hafa oftast fengið að kenna á markheppni Henry en hann hefur skorað átta sinnum gegn hvoru liði. Henry hefur einnig geng- ið vel gegn Chelsea og Manchester United, helstu keppinautum Arsenal um enska meistaratitilinn. Arsenal á eftir að leika við Chelsea á útivelli og United á heimavelli. Henry hefur skorað tvisvar í þrem- ur leikjum á Stamford Bridge og fimm sinnum í fjórum leikjum gegn United á Highbury. Thierry Henry hefur hins vegar aldrei skorað gegn Everton á Good- ison Park og Bolton á Reebok-leik- vanginum. Raunar hefur honum ekki gengið vel í þessum lands- hluta. Hann hefur skorað eitt mark á Anfield Road í fimm leikjum, eitt á Old Trafford í fjórum leikjum og eitt í þremur útileikjum gegn Manchester City. Thierry Henry hóf feril sinn árið 1994 hjá Monaco, sem þá var undir stjórn Arsene Wenger. Hann fór til Juventus í desember 1998 en Arsenal keypti hann á 10,5 milljón- ir punda 3. ágúst 1999. Henry hefur oft að undanförnu verið orðaður við Real Madrid en hefur jafnan ítrekað að hann vilji eingöngu leika fyrir Arsenal. „Ég er ánægður hér. Punktur og basta,“ sagði hann í viðtali á heimasíðu félagsins. „Fólk virðist ekki geta komið því í hausinn á sér. Ég hef sagt þetta svo oft að ég er að verða leiður á þessu. Hvað annað get ég sagt? Hvað annað get ég sýnt? Ég er ánægður hjá Arsenal og það sést á vellinum.“ ■ Mál Fannars Ólafssonar: Yfirlýsing KÖRFUBOLTI Yfirlýsing frá stjórn- um körfuknattleiksdeilda Kefla- víkur og Njarðvíkur: Vegna fólskulegrar árásar sem Fannar Ólafsson, leikmaður Keflavíkur, varð fyrir aðfaranótt sunnudags á Bikargleði Keflvík- inga í Stapanum vilja stjórnir körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur koma eftirfarandi á framfæri: Keflavík og Njarðvík eru sig- ursælustu félögin í íslenskum körfubolta á undanförnum árum. Eitt af því sem heldur þessum fé- lögum á toppnum er stöðug og öfl- ug samkeppni milli félaganna. Þessari samkeppni fylgir heil- brigður rígur sem hvetur menn til dáða og eykur stemninguna á kappleikjum. Enda eru leikir þessara félaga engu öðru líkir. Rígurinn birtist yfirleitt sem góð- látlegt grín og oft mont ef vel gengur og í mesta lagi eru illkvitt- in orð látin falla í hita leiksins. Þetta þekkja menn úr íþróttum þar sem nálægðin er mikil. En á bak við samkeppnina og ríginn er öflugt samstarf deild- anna og oft á tíðum vinskapur meðal leikmanna, stjórnarmanna og stuðningsmanna. Sem dæmi um samstarf má nefna að félögin starfa mikið saman að mótahaldi og ýmiss konar uppákomum. Gott dæmi er nýafstaðinn úrslitaleikur KKÍ & Lýsingar þar sem stjórnir félaganna funduðu stíft saman og unnu saman að framkvæmd leiks- ins, sem heppnaðist vel í alla staði. Árásin á Fannar var fólskuleg, tilefnislaus og grimm. En að gefnu tilefni viljum við taka fram að þessi árás er engan veginn sprottin úr téðum ríg, heldur er hún einstakt og einangrað atvik ógæfumanns sem eflaust á um sárt að binda. Það var enginn und- anfari þessarar árásar okkur vit- andi, engar deilur, engin rifrildi, engin slagsmál milli Keflvíkinga og Njarðvíkinga. Því þykir okkur afar leitt að borið hefur á því að sumir vilja tengja þetta atvik við ríginn milli félaganna. Slík um- ræða er afar skaðleg og gæti hugsanlega stuðlað að óæskilegri hegðun í kjölfarið. Við viljum því árétta að þrátt fyrir mikla sam- keppni er mikill vinskapur milli þessara félaga og þetta atvik mun engu breyta í því sambandi. Mikil- vægt er að stuðningsmenn félag- anna geri sér grein fyrir þessu. Fannar er góður drengur og bar- áttuglaður, allir kunna vel að meta hans kröftugu framgöngu á leik- vellinum. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er furðu lostið eftir þetta atvik og fjölmargir hafa fordæmt árásina og óskað Fannari góðs bata. Við viljum taka undir það í sameiningu og lýsa því yfir að of- beldi hefur aldrei verið og mun aldrei verða partur af okkar sam- keppni. Við erum miklir keppnis- menn, eins og dæmin sanna, en við útkljáum ávallt okkar deilur á vellinum. Með keppniskveðju, Hrannar Hólm, formaður KKDK, og Haf- steinn Hilmarsson, formaður KKD UMFN. AP /M YN D FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, er ósáttur við framgöngu Carlos Queiroz, þjálfara Real Madrid, sem hefur lýst því yfir að hann vilji kaupa Frakkann Thierry Henry. „Ef ég vil leikmann frá Real Madrid hringi ég fyrst í Real Ma- drid. Ég myndi ekki tala við dag- blöðin fyrst,“ sagði Wenger. „Svona framkoma er ósanngjörn gagnvart eigin leikmönnum, ósanngjörn gagnvart Arsenal og maður hefði eiginlega reiknað með meiri fágun hvað þetta varð- ar.“ ■ FÓTBOLTI Í nýrri skýrslu breskra stjórnvalda eru forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hvattir til að íhuga að koma á launaþaki fyrir leikmenn. Úrvalsdeildin er einnig hvött til að nýta sjónvarps- tekjurnar sem hún fær til að tvö- falda þá fjárupphæð sem hún læt- ur af hendi rakna til félaga í neðri deildum. Alan Keen, sem vann að gerð skýrslunnar, segir mikilvægt að knattspyrnuíþróttin taki á þeirri fjárhagslegu gjá sem hafi mynd- ast á milli félaga á undanförnum árum. Í skýrslunni er einnig lagt til að allar greiðslur til umboðs- manna vegna félagaskipta leik- manna verði gerðar opinberar. Á leiktíðinni 2001/02 námu tekjur ensku úrvalsdeildarinnar um 130 milljörðum króna. Samt sem áður fóru 11 af 72 félögum í neðri deildunum þremur í greiðslustöðvun. ■ Þjálfari Evrópumeistara Þýskalands: Skeggið á Heiner Brand er til sölu SKEGGIÐ Á SÍNUM STAÐ Heiner Brand, þjálfari þýsku Evrópumeistar- anna í handbolta, áður en að skeggið fauk. SKEGGIÐ HORFIÐ Heiner Brand, þjálfari þýsku Evrópumeist- aranna í handbolta, eftir að skeggið fauk. WENGER Er ósáttur við framgöngu Carlos Queiroz, þjálfara Real Madrid. Arsene Wenger: Reiður út í Real CHELSEA Verði launa- þaki fyrir leikmenn komið á gæti það haft slæmar afleiðingar fyrir Chel- sea. Skýrsla breskra stjórnvalda: Launaþak fyrir leik- menn THIERRY HENRY (f. 17. ágúst 1977) Mótherjar, leikir og mörk í ensku úrvalsdeildinni Aston Villa 9 8 Birmingham 3 3 Blackburn 5 2 Bolton 4 1 Bradford 4 1 Charlton 6 8 Chelsea 8 6 Coventry 3 1 Derby 6 4 Everton 7 4 Fulham 5 3 Ipswich 4 2 Leeds 9 6 Leicester 6 5 Liverpool 9 3 Manchester City 6 5 Manchester United 8 6 Middlesbrough 9 5 Newcastle 7 4 Portsmouth 1 1 Sheffield Wednesday 2 1 Southampton 9 4 Sunderland 8 3 Tottenham 7 3 Watford 2 2 West Bromwich Albion 2 1 West Ham 7 4 Wimbledon 2 2 Wolves 2 3 Samtals 160 101 Enginn óhultur Thierry Henry hefur skorað gegn öllum mótherjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. THIERRY HENRY Fagnar 101. deild- armarki sínu fyrir Arsenal. Thierry Henry hefur skor- að 101 mark í 160 leik í ensku úrvals- deildinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.