Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2004, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 12.02.2004, Qupperneq 14
14 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR EIGINKONA ARAFATS Suha Arafat, eiginkona Yassers Arafat, er búsett í París. Saksóknarar í Frakklandi eru að rannsaka hvort hún sé viðriðin peningaþvætti. Ríkið beitti vopnum sem ekki höfðu verið samþykkt á lista einvígisins: Segir tortryggni gæta í garð lækna LÆKNADEILAN Óskar Einarsson, for- maður Læknafélags Reykjavíkur og formaður samninganefndar sér- fræðilækna, segir að hallað hafi á lækna í umfjöllun fjölmiðla í að- draganda kjarasamninga sérfræði- lækna og ríkisins. „ Um langt skeið hefur gætt tor- tryggni í garð lækna, einkum þegar talið berst að kjaramálum og starfs- umhverfi þeirra,“ segir Óskar í við- tali við Læknablaðið. „Þessarar tor- tryggni verður einnig vart hjá við- semjendum okkar og þegar upp úr viðræðum slitnaði litaði hún allan málflutning þeirra. Þá fóru þeir að túlka atburðina á annan hátt en við og í fjölmiðlastríðinu sem þá tók við beittu þeir vopnum sem að okkar mati höfðu ekki verið samþykkt á lista einvígisins.“ Óskar segir einnig að helsti veik- leiki lækna í deilunni hafi verið sá að þeir hafi ekki náð fram stefnu- breytingu í samningsgerðinni vegna tímaskorts. „Við höfum haldið því fram að þjónusta sérfræðinga sé ódýr og skilvirk og þótt öðru sé oft haldið fram held ég að það standist í öll- um meginatriðum. Auðvitað má finna dæmi um að svo sé ekki. En þegar á hólminn var komið höfð- um við engin gögn til að sýna fram á að við hefðum rétt fyrir okkur. Við höfðum ekkert í hönd- unum nema opinberar hagtölur og gátum því ekki borið okkur saman við aðra, hvorki innanlands né í öðrum löndum. Við hefðum þurft að hefja slíka gagnasöfnun miklu fyrr.“ ■ Óttast borgarastríð Tíðar sprengjuárásir að undanförnu og vaxandi tortryggni og spenna milli ólíkra þjóðfélagshópa hefur vakið ótta við að borgarastríð kunni að brjótast út í Írak á næstu mánuðum. Á fimmta tug lést í árás í gær. BAGDAD, AP Tvær mannskæðar sprengjuárásir á einum sólar- hring sem kostuðu um hundrað manns lífið hafa aukið á ótta um að borgarastríð sé við það að brjótast út í Írak. Sérfræðingar í málefnum Mið- Austurlanda segja hrinu sprengju- árása og aukin átök milli trúarhópa og þjóðarbrota til marks um að borgarastríð sé mjög raunveruleg- ur möguleiki. Þá hefur bréf meints al Kaída-liða um að kynda ætti undir átökum ólíkra fylkinga til að grafa und- an stjórnvöldum verið tekið til marks um þá hættu sem sé fyrir dyrum. „Möguleikinn á borgarastríði er þegar til stað- ar,“ segir Gareth Stansfield, sér- fræðingur í málefnum Mið-Aust- urlanda við Háskólann í Exeter, og kveður ekki þurfa al Kaída til þess. Andúð ólíkra þjóðarbrota og trúarhópa hefur farið vaxandi frá því að Saddam Hussein var steypt af stóli fyrir tíu mánuðum síðan. Spenna hefur aukist í aðdraganda valdaafsals Bandaríkjamanna um mitt ár meðan nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna reynir að finna lausn sem fellur í kramið hjá öllum hópum Íraka. Sjíamúslimar eru í meirihluta í Írak en hafa löngum mátt þola að völdin séu í höndum súnní- múslima. Nú vilja þeir fá völd í samræmi við fjölda sinn og það fer fyrir brjóstið á súnnímúslim- um. Kúrdar voru einnig undirok- aðir fram á síðustu ár og berjast fyrir sjálfræði. Innan raða allra þessara þjóðfélagshópa er að finna vopnaðar fylkingar. Íslamski rithöfundurinn Fahmi Howeidi óttast að valdaafsal Bandaríkjamanna kunni að verða kveikjan að borgarastríði. „Ekki er hægt að útiloka borgarastríð ef valdaafsalið á sér stað án þess að nokkurt miðlægt stjórnvald sé til staðar,“ hefur hann sagt. Sprengjuárásin í gær kostaði á fimmta tug manna lífið. Þá var bíll sprengdur í loft upp innan um hundruð Íraka sem biðu þess við herstöð að skrá sig í herinn. „Ég var nýbúinn að segja vini mínum að það væri hættulegt að standa þarna,“ sagði Ali Hussein þar sem hann lá illa særður á sjúkrahúsi eftir árásina. Bandaríkjamenn hafa leitt get- um að því að al Kaída eða Ansar al Islam, hryðjuverkahreyfing rót- tækra súnnímúslima, standi á bak við árásirnar í gær og fyrradag. ■ „Möguleik- inn á borg- arastríði er þegar til stað- ar. Faxafeni 14, 108 Reykjavík, s: 568-0850. Fjölbreytt vöruúrval ÚTSALA Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Opnum í dag fulla búð af nýjum glæsilegum vorfatnaði Khatami gagnrýnir klerkastjórnina: Ógn við þjóðina TEHERAN, AP „Kosningar eru til marks um lýðræði ef rétt er að þeim staðið. Ef þær eru háðar tak- mörkunum er það ógn við þjóðina og kerfið. Þessari ógn er erfitt að snúa við,“ sagði Mohammad Khatami, forseti Írans, þegar hann gagnrýndi klerkaveldið í ræðu á hátíðahöldum vegna 25 ára byltingarafmælis Írans. Umbótasinnar hafa gagnrýnt klerkastjórnina fyrir að meina þrjú þúsund umbótasinnum að gefa kost á sér. Khatami forseti og nokkrir ríkisstjórar íhuguðu að halda engar kosningar í mótmæla- skyni en gáfu eftir vegna þrýst- ings frá klerkastjórninni. Khatami segir þó að þær verði hvorki frjálsar né réttlátar. Fjöldi umbótasinna hyggst sniðganga kosningarnar. Slíkt myndi tryggja stuðningsmönnum klerkastjórnarinnar meirihluta á þingi en talið er að það gæti leitt til aukinna mótmæla á götum úti og kröfu um að klerkarnir láti eft- ir eitthvað af völdum sínum. ■ Íraskur ráðamaður: Gaf sig fram við yfirvöld ÍRAK Muhsin Khadr al-Khafaji, fyrr- um leiðtogi Baath-flokksins í borg- inni Qadisiya, hefur gefið sig fram við yfirvöld í Írak og er nú í haldi bandaríska hernámsliðsins. Khadr al-Khafaji var númer 48 á lista bandarískra stjórnvalda yfir eftirlýsta bandamenn Saddams Hussein. Í desember hét Banda- ríkjastjórn einni milljón Banda- ríkjadala í verðlaun fyrir upplýs- ingar sem gætu leitt til handtöku Khadr al-Khafaji. Ekki liggur fyrir hvort verðlaunin verða greidd út. Aðeins ellefu ganga enn lausir af þeim 55 mönnum sem eru á ofan- greindum lista Bandaríkjamanna. ■ Frumbyggjar: Njóti sömu réttinda KÚALA LÚMPÚR, AP „Ótrúleg grimmd- arverk eru unnin gegn frumbyggj- um víða um heim,“ sagði Fred Cart- er, einn þátttakenda á ráðstefnu um málefni frumbyggja sem haldin er í Malasíu með stuðningi Sameinuðu þjóðanna. Á henni kom fram að hundruð þúsunda frumbyggja hefðu verið hraktir frá heimilum sínum vegna uppbyggingar, oft án þess að fá nokkrar bætur. Frumbyggjar víða að úr heimin- um kröfðust þess í gær að ríkis- stjórnir heims virtu réttindi þeirra til eignarhalds á landi og stöðvuðu brottflutning frumbyggja og fram- kvæmdir sem gætu reynst um- hverfinu skaðlegar. ■ SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Garðar Garðarsson, formaður samninganefndar ríkisins, og Óskar Einarsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna, undirrituðu nýjan kjarasamning um miðjan janúar. HÁTÍÐAHÖLD Í ÍRAN Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá því að stjórn Íranskeisara var steypt af stóli SORG Í BAGDAD Íraskur maður grætur látinn ættingja fyrir framan sjúkrahús í miðborg Bagdad í gær. Á fimmta tug manna létu lífið í sprengjuárás við skráningarstofu íraska hersins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.