Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 20
Það er stundum sagt að sagan eigiþað til að bíta í skottið á sjálfri sér. Að baki liggur án efa hugmynd um endalausa hringrás sögunnar sem er knúin áfram af getuleysi mannsins til að læra af reynslunni. Hver kynslóð þarf að gera sín eigin mistök og getur ekki lært af mis- tökum fyrri kynslóða. En stundum getur sagan farið hringinn svo hratt að hún endurtekur sig án kynslóða- skipta. Það villir um fyrir mönnum að veröldin er síkvik og breytileg og þeir freistast til að gera sömu mis- tökin tvisvar þar sem þeir töldu for- sendurnar breyttar. Það hefur margt verið rætt og ritað um þátt Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra í endursköpun ís- lensks viðskipta- og efnahagslífs. Sumir stuðningsmenn hans hafa gerst helst til frekir til fjörsins og viljað eigna Davíð opnun íslensks samfélags sem rekja má til EES- samningsins eða lækkun verðbólgu sem rekja má upphafið að til að- gerða ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar og þjóðarsáttasamn- inga verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnurekenda. En hvert svo sem upphafið var fylgdu ríkis- stjórnir Davíðs ávinningi af þessum verkum vel áfram. Og munurinn á ríkisstjórnum hans og ríkisstjórn Steingríms var veiga- og áhrifamik- ill á öðru sviði. Þegar Davíð tók við tilkynnti hann endalok hinna sér- tæku aðgerða og boðaði tíð al- mennra leikreglna. Hann tæmdi biðstofurnar af fólki sem vildi láta ríkið hjálpa sér – og þá oftast á kostnað einhverra annarra. Setning sérstakra laga á sölu stofnfjáreigenda Spron á sparisjóðn- um til KB banka boðar afturhvarf til tíma Steingríms. Með lögunum gripu stjórnvöld og Alþingi fram fyrir frjálsa samninga tveggja aðila sem voru í fullkomnu samræmi við þau lög er þá giltu. Það er erfitt að greina hvaða hagsmuni stjórnvöld mátu framar hinum almennu reglum. Það er helst að manni detti í hug stöður hinna fjölmörgu sparisjóðsstjóra; jepparnir þeirra og fríðindin. Þar sem tilefni þessara laga virð- ist lítið dettur mér einna helst í hug að stjórnvöld og Alþingi hafi sett lög- in fyrst og fremst vegna þess að þau gátu það – að þau væru að kanna far- veginn fyrir slík sértæk lög sem ætl- að var að grípa inn í samninga manna á milli og stjórna með því þróun ís- lensks viðskiptalífs. Að baki lögun- um liggur trúin á að mannavalið á þingi sé betur til þess fallið að leiða íslenskt viðskiptalíf en þeir sem star- fa dags daglega í viðskiptalífinu – sama trú og var grunnurinn að öllum sértækum aðgerðum stjórnvalda á árum áður sem Davíð Oddsson átti svo ríkan þátt í að kveða í kútinn. Í ræðu Davíðs á viðskiptaþingi í gær lýsti hann efnisinnihaldi yfir- vofandi frumvarps um eignarhald á fjölmiðlum. Af orðum hans má ráða að það frumvarp verði enn sér- tækara og skrítnara – nánast sniðið að því að þeir sem eigi Fréttablaðið í dag megi ekki eiga það lengur. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um fordæmisgildi Spron-laganna. 20 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Það er alkunna utan úr heimi,að sigurvegararnir skrá sög- una, svo að þeir, sem fara hall- oka í stjórnmálum eða stríði, fá iðulega ekki að njóta sannmælis, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir dúk og disk. Með líku lagi hefur saga Íslands bjagazt svo- lítið í meðförum skrásetjaranna. Því veldur ekki sízt ofríki stjórnmálanna í íslenzku samfé- lagi og ofurvægi sveitanna: ætli Ísland sé ekki eina land álfunn- ar, þar sem margar kynslóðir barna og unglinga lærðu þjóðar- sögu, sem formaður stjórnmála- flokks hafði skráð? – ég er að tala um Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann var að vísu mikill skólamaður, en það fer samt ekki vel á því, að stjórnmála- menn – og sízt þeir, sem standa blóðugir upp að öxlum – skrái söguna. Ég hef áður lýst þeirri skoðun, að mynd þjóðarinnar af Jóni Sigurðssyni forseta hefur verið röng í v e i g a m i k l u m atriðum, því að Jón var hlynnt- ur frjálsum við- skiptum og gerði enga fyr- irvara – og það mátti helzt ekki spyrjast, því að þá hefði ekki verið eins auð- hlaupið að því að reyra landið í viðskiptafjötra í kringum 1930. Það hefur eimt eftir af þessari söguhefð fram á okkar daga, og ýmsar ranghugmyndir um þjóð- félagsmál hafa orðið langlífari fyrir vikið og staðið þjóðinni fyrir þrifum. Rétt hlutföll Að undanförnu hefur mikið lof verið borið á Hannes Hafstein ráðherra í minningu upphafs heimastjórnar á Íslandi. Það er að miklu leyti verðskuldað, því að Hannes lét margt gott af sér leiða. Hann varaði t.a.m. fyrstur alþing- ismanna við hættulegum afleið- ingum ranglátrar kjördæmaskip- anar. En hlutföll lofsins eru röng, því að Hannes stóð á öxlum ann- arra manna, og það er rétt og skylt að heiðra einnig minningu þeirra. Þetta láðist t.d. Kristjáni Albertssyni í upphafningarævi- sögu hans um Hannes Hafstein í þrem bindum fyrir 40 árum. Þess vegna verður ekki undan því vik- izt að bregða frekari birtu á fram- lag Hannesar til þeirra atburða, sem leiddu til heimastjórnar á Ís- landi. Og þeim mun meira fagnað- arefni er væntanleg ævisaga Val- týs Guðmundssonar eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Því að helzti frumkvöðullinn í stjórnmálum Íslands um alda- mótin 1900 var ekki Hannes Haf- stein, hversu hátt sem menn reyna að hampa honum nú, held- ur Valtýr Guðmundsson. Valtýr olli með samherjum sínum þeim straumhvörfum, sem leiddu til heimastjórnar á Íslandi, og hann er því eiginlegur höfundur heimastjórnarinnar, svo sem ég lýsti á þessum stað tvo undan- farna fimmtudaga. Þegar Hannes náði kjöri á þing árið 1900, hafði hann í rauninni ekki unnið sér til frægðar annað en það, að hann var dáð skáld og dugandi emb- ættismaður, bæði sem hægri hönd landshöfðingja og sýslu- maður, og ekkert nema gott um það að segja – og hann hafði dott- ið í sjóinn í átökum við útlenda landhelgisþjófa og komizt af við illan leik og öðlazt þjóðfrægð fyr- ir vikið. Þá hafði Valtýr setið á þingi í sex ár og lagt grunninn að nýjum áherzlum þingsins í þjóð- frelsisbaráttu Íslendinga við dönsku stjórnina. Meira púður, minni sjarmi Valtýr var hagsýnn stjórn- málamaður. Hann lét sér ekki nægja að leggja línurnar, heldur lagði hann einnig grunninn að báðum þeim höfuðmálum, sem Hannesar Hafstein hefur helzt verið minnzt fyrir úr stjórnartíð sinni, símamálinu og bankamál- inu. Símamálið snerist um að leggja síma til landsins frekar en að taka upp loftskeytasamband við útlönd og láta símann nema land á Austfjörðum og teygja sig þaðan til Reykjavíkur frekar en að taka símann á land í Reykjavík og láta þá landsbyggðina e.t.v. þurfa að bíða. Valtýr lagði samn- ingana um símann upp í hendur Hannesar og einnig bankamálið, sem snerist um að laða hingað heim erlent starfsfé til að stofna Íslandsbanka til að keppa við Landsbankann. Honum stýrði Tryggvi Gunnarsson, móðurbróð- ur Hannesar og náinn bandamað- ur Magnúsar Stephensen lands- höfðingja, og þótti aðhaldssamur í lánveitingum. Tryggvi og Magn- ús voru kallaðir „afturhalds- liðið“ meðal Valtýinga, og skjól- stæðingur þeirra, Hannes Haf- stein, vakti því ekki í fyrstu mik- ið traust meðal þeirra framsýnu umbótamanna, sem fylgdu Valtý að málum. Enda skipaði Hannes sér strax í sveit með andstæðing- um Valtýs á Alþingi, þar á meðal voru konungkjörnir þingmenn, sem drógu taum dönsku stjórnar- innar í sjálfstæðisdeilunni. Valtýr var sískrifandi eins og Jón Sigurðsson á undan honum og laðaði menn með því lagi til fylgis við sjónarmið sín. Hannes Hafstein skrifaði ekki mikið, ekki í óbundnu máli: hann laðaði menn að sér með sjarmanum fyrst og fremst. Það var meira púður í Valtý, um það vitna rit- gerðir hans í Eimreiðinni. Valtýr var fræðimaður, Hannes var skáld. ■ Um áfengi og fordóma Jónas Gunnarsson skrifar: Ég er einn af þeim sem misnot-uðu áfengi og misstu stjórn á lífi sínu snemma. Á þessum ferli sá ég menn verða að aumingjum og aumingja verða að mönnum. Bakkus var dýr skóli og fyllti mig af ranghugmyndum, ég var með höfuðkvalir og fleira. Bakkus var líka dýrt en gott verkjalyf fyrir sálina. Ég sá að það var oft besta fólkið sem féll í örlagagildru Bakkusar. Eftir 25 ár var Bakkus farinn úr lífi mínu. Hann var aldrei góður ferða- félagi erlendis, þar sem tækifær- in biðu í hrönnum. Ég fjarlægðist AA, sem eru yfir gagnrýni hafin, eru góð sam- tök og eiga að vera. Ég hef fengið krampaköst, misst meðvitund og fallið í yfirlið. Það eru til milljón- ir manna úti í heimi sem hætta að drekka án þess að fara í meðferð og fara á AA fundi. Ég hef séð AA- fíkla, sem er fólk sem hefur það fyrir áhugamál að tala um þennan hættulega sjúkdóm, án þess að hafa lent í honum sjálft. En það getur verið erfiðara að komast út úr geðbatteríinu fyrir suma, sem þó eru orðnir heilbrigðir. Það er þó ekki þar með sagt að þröngsýn- ir geðlæknar kaupi það. ■ Hannes Hafstein ■ Bréf til blaðsins ■ Lögreglufréttir Sértækar aðgerðir í stað almennra reglna „ Hannes Haf- stein skrifaði ekki mikið, ekki í óbundnu máli: hann laðaði menn að sér með sjarmanum fyrst og fremst. ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um Hannes Hafstein og heimastjórnina. Um daginnog veginn LEONÍD KÚTSJMA OG PÚTIN Á valdatíma Kútsjma hafa á annan tug fjölmiðlamanna verið drepnir í Úkraínu. Hér er hann ásamt Pútín Rússlandsforseta, sem kom í heimsókn á dögunum. Óvinur fjöl- miðlamanna Jónas Kristjánsson, fyrrverandiritstjóri, gagnrýnir harðlega á vef sínum fyrirhugaða heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra til Úkraínu en þar mun Dav- íð hitta forseta landsins, Leoníd Kútsjma. Óhætt er að segja að Kútsjma njóti ekki virðingar um- heimsins en hann hefur meðal annars verið sakaður um að leggja á ráðin um morð á fjöl- miðlamönnum. Forstjóri í geimflaugaverk- smiðju Leoníd Kútsjma er fæddur árið 1938 í Úkraínu. Hann er lærður verkfræðingur og naut mikillar velgengni í því starfi og hlaut tvis- var verðlaun fyrir að eiga þátt í hönnun og þróun geimflauga. Hann skrifaði einnig lærðar grein- ar um þau efni. Á árunum 1960 og 1982 vann hann sem tæknihönnuð- ur hjá Pivdenne, sem er stærsta geimflaugaverksmiðja í heimin- um og hefur framleitt margar af bestu eldflaugum Sovétríkjanna. Áður en Kútsjma sneri sér að stjórnmálum var hann einn af for- stjórum fyrirtækisins. Blaðamenn drepnir Pólitísk afskipti Kútsjma hófust árið 1990 þegar hann var kosinn á úkraínska þingið. Frá október 1992 til september 1993 gegndi hann embætti forsætisráð- herra Úkraínu. Hann var kosinn forseti árið 1994 og hét þjóðinni efnahagslegum umbótum en þær hafa gengið hægt. Á síðustu árum hefur þess orðið vart að Kútsjma á erfitt með að þola gagnrýni. Árið 2000 skýrði maður í innsta hring Kútsjma frá því að forset- inn hefði beðið leyniþjónustuna um að drepa rannsóknarblaða- manninn hreinskilna Georgiy Gongadze. Árið eftir setti nefnd sem verndar fjölmiðlamenn (CPJ) Kútsjma á lista yfir tíu verstu óvini fjölmiðla. Meðal annarra sem komust á listann voru Fídel Kastró, Vladimír Pútín, Ayatollah Khamenei, Jiang Zemin og Robert Mugabe. Reyndar má segja að opið skotleyfi sé á fjölmiðlamenn í Úkraínu. Sprengjum hefur verið varpað að fjölmiðlabyggingum, ráðist er á fjölmiðlamenn og rit- stjóra og andrúmsloft í fjölmiðla- heiminum er sagt einkennast af hræðslu og sjálfsritskoðun. Árið 2002 sögðust 62 prósent blaða- manna landsins hafa orðið fórnar- lömb ritskoðunar stjórnvalda. Sjónvarpsstöðvar landsins og aðr- ir fjölmiðlar eru undir eftirliti stjórnvalda, sem hafa ekki mikla þolinmæði þegar kemur að gagn- rýni á störf þeirra. Á valdatíma Kútsjma hafa á annan tug blaða- manna verið drepnir og stjórn- völd hafa ekki sýnt áhuga á að leysa málin og draga morðingja þeirra fyrir dóm. Kútsjma til hliðar? Gagnrýni á Kútsjma fer jafnt og þétt vaxandi. Kunnugir segja að meðferð hans á andstæðing- um, jafnframt sóðalegu orðbragði og hegun, minni á Slobodan Milosevic. Vestrænar þjóðir hafa dregið mjög úr samskiptum við Úkraínu og þess hefur orðið vart að stjórnvöld í Rússlandi hafi sett Kútsjma til hliðar, þótt þau fari varlega í sakirnar. Stjórnarand- staðan í Úkraínu undirbýr bar- áttu sína fyrir því að Kútsjma láti af störfum áður en öðru kjörtíma- bili hans lýkur nú í haust. Það er hins vegar engin ástæða til bjart- sýni í þeim efnum. ■ Furðuverk Eitt af mínum uppáhaldslögum úr barnæsku heitir ,,Ég er furðu- verk“. Ég hef hingað til ekki velt mér mikið upp úr boðskap lagsins heldur dáðst að kraftinum í flutn- ingi Ruthar Reginalds og laglín- unni sem er grípandi og skemmti- leg. Eftir að ég las viðtal við hana á blaðsíðu 46 í Fréttablaðinu á sunnudaginn var fór ég hins vegar af einhverjum ástæðum að velta fyrir mér inntaki textans og hef komist að því að boðskapur hans gengur þvert á þann boðskap sem Rut Reginalds sendir þjóðinni með gjörbreytingu útlits síns á næstu mánuðum... GUÐRÚN PÁLÍNA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR Á WWW.DEIGLAN.COM Fíkniefnaheimurinn Nú á undanförnum dögum og vik- um hefur verið bent á hrikalegar hliðarverkanir í umræðunni um fíkniefnaneyslu unglinga, sem vímuefnavandinn hefur í för með sér. Foreldrar unglinga eru skilj- anlega hræddir og óöruggir um börn sín í þessum heimi og spyrja sig hvernig best sé að bregðast við, eða með hvaða hætti sé hægt að koma í veg fyrir að börnin þeirra prófi eða fari að fikta við fíkniefni. Afleiðing þess er að ein- staklingurinn leiðist út af hinum hefðbundna samfélagsramma inn í hinn svarta heim fíkniefna, af- brota, ofbeldis og djöfuldóms. Aðstandendur verða sjálfkrafa hluti af vítahringnum og afleið- ingar þess sem eitt barn getur komið af stað eru miklar... ELÍSABET GÍSLADÓTTIR SKRIFAR Á WWW.TIKIN.IS Maðurinn LEONÍD KÚTSJMA ■ forseti Úkraínu hefur komist á lista yfir tíu verstu óvini fjölmiðla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.