Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 4
4 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR
Á Jónsi (Jón Jósep Snæbjörnsson
Í svörtum fötum) eftir að ná langt
í Eurovision?
Spurning dagsins í dag:
Ertu hlynnt(ur) lýtaaðgerðum í
fegrunarskyni?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
47%
31%
Nei
22%16. sætið
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Asía
ALÞINGI Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðhera mælti fyrir frum-
varpi um siglingavernd á Al-
þingi í gær um að lögfesta al-
þjóðlegar reglur og skuldbind-
ingar um siglingavernd sem
taka gildi 1. júlí næstkomandi. Í
kjölfar hryðjuverkanna í Banda-
ríkjunum 11. september 2001
samþykkti Alþjóðasiglingamála-
stofnunin að grípa til aðgerða til
að hindra að slíkt gæti komið
fyrir í siglingum og voru gerðar
breytingar á alþjóðasamþykkt
um öryggi mannslífa á hafinu til
að fyrirbyggja hryðjuverk og
aðrar ógnanir á höfunum.
Með frumvarpinu er stuðlað
að vernd skipa, áhafna, farþega,
farms og hafnaraðstöðu fyrir
hvers kyns ógnum eða hryðju-
verkum, en einnig er kveðið á
um ábyrgð og hlutverk útgerðar-
félaga og hafna og um gjaldtöku-
heimildir til að standa undir
kostnaði við siglingavernd. Gert
er ráð fyrir að kostnaður vegna
nýju laganna verði um 60 millj-
ónir, þar af 27 milljónir vegna
kaupa Ríkislögreglustjóra og
Landhelgisgæslu á vopnum og
skotheldum vestum.
„Við eigum tæpast val um það
hvort við eigum að uppfylla
þessar skyldur eða ekki. Þetta
þarf ekki síst að skoða í því ljósi
að utanlandsviðskipti okkar
byggjast að langmestu leyti á
siglingum. Það getur haft slæm-
ar afleiðingar að senda skip inn í
óverndaðar hafnir,“ sagði sam-
gönguráðherra. ■
Siðferði á banka-
markaði ábótavant
Viðskiptaráðherra segir að þrátt fyrir góða stöðu á bankamarkaði megi
margt betur fara. Kannanir bendi til þess að viðskiptalífið hafi höggvið
nærri íslenskri þjóðarsál. Rætt var um áform Landsbankans.
ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon,
Vinstri grænum, var málshefjandi
í utandagsrárumræðu á Alþingi í
gær um áform Landsbankans um
að kaupa eða sameinast Íslands-
banka, og gagnrýndi að nýir eig-
endur Landsbankans reyndu að
komast yfir Íslandsbanka. Hann
spurði viðskiptaráðherra hvort það
einkavæðingarferli, sem ríkis-
stjórnin hefði hrundið af stað, hefði
leitt menn út í ógöngur. Hann benti
á að forsætisráðherra hefði sagt í
blaðaviðtali árið 1998 að tryggja
yrði dreifða eignaraðild við sölu
ríkisbankanna og koma í veg fyrir
að aðilar í viðskiptalífinu næðu of
sterkum tökum á bönkunum.
„Það voru uppi fögur fyrirheit
um dreifða eignaraðild og var bein-
línis talið hættulegt að einstakir að-
ilar yrðu ráðandi í mikilvægum
fjármálafyrirtækjum. Nú þekkja
menn hvernig til hefur tekist.
Kaupendur bankanna beita þeim
sem tækjum í valda- og hagsmuna-
baráttu sinni í viðskiptum,“ sagði
Steingrímur og bætti því við að afli
Landsbankans væri beitt til að inn-
leysa hagnað til hinna nýju eigenda.
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra sagði að bankarnir
hefðu verið fljótir að bregðast við
breyttum aðstæðum. Uppstokkun
hefði verið tímabær og til góðs fyr-
ir íslenskt atvinnulíf. Ráðherra
sagði að kannanir bentu til þess að
almenningur teldi siðferði í við-
skiptalífinu lélegt og viðskiptalífið
nyti ekki trausts.
„Góð afkoma bankanna er í ein-
hverjum mæli að skila sér til ein-
staklinga, þótt þeir þurfi vissu-
lega að gera betur í því efni. Þrátt
fyrir að staðan á bankamarkaði sé
að mörgu leyti góð og skýr laga-
rammi til staðar, þá hef ég, líkt og
aðrir ráðherrar, ítrekað að undan-
förnu að margt megi betur fara.
Málefni viðskiptalífsins eru því til
sérstakrar skoðunar í ríkisstjórn-
arflokkunum. Samþjöppun hefur
verið mikil á vissum sviðum og
margt bendir til að siðferði á
markaðnum sé ábótavant,“ sagði
Valgerður og bætti við: „Ég velti
vöngum yfir því hvernig á því
stendur að hugmyndum er skotið
fram um jafn róttækan samruna
og þann sem er kveikjan að þess-
ari umræðu.“
Viðskiptaráðherra sagði að
þjóðfélagsumræðan benti til þess
að viðskiptalífið hefði farið of
geyst og höggvið nærri íslenskri
þjóðarsál. „Viðskiptalífið verður
að vera í tengslum við fólkið og
öðlast traust þess og trúnað,“
sagði Valgerður.
bryndis@frettabladid.is
Arnbjörg Sveinsdóttir:
Kostnaður
verði
skoðaður
ALÞINGI Arnbjörg Sveinsdóttir,
Sjálfstæðisflokki, segir frumvarp
samgönguráðherra um siglinga-
vernd merkilegt frumvarp sem
taki til margra sviða. Arnbjörg
sagði að á fundi Samtaka atvinnu-
lífsins um þetta mál hefðu menn
verið sammála um nauðsyn þess
fyrir íslenskt atvinnulíf að upp-
fylla þessar alþjóðlegu kröfur.
„Hér er verið að bregðast við
kröfum til að hægt verði að
stunda eðlileg alþjóðaviðskipti og
eiga samskipti við hafnir í öðrum
ríkjum. En það verður að mörgu
að hyggja þegar frumvarpið kem-
ur til umfjöllunar innan sam-
göngunefndar. Til dæmis að íhuga
mjög vel kostnaðinn sem af þessu
hlýst og skoða gjaldtökuheimildir
sem verða veittar mörgum aðil-
um. Það er mikilvægt að þessi
framkvæmd geti gengið snurðu-
laust fyrir sig,“ sagði Arnbjörg. ■
Samkeppnisstofnun:
Ölgerðin
kærir Vífilfell
SAMKEPPNISMÁL Ölgerðin Egill
Skallagrímsson hf. hefur sent er-
indi til Samkeppnisstofnunar
vegna auglýsinga sem Vífilfell
hefur undanfarið birt í dagblöðum
og sjónvarpi. Er þess krafist að
Vífilfelli verði meinað að birta
umræddar auglýsingar.
Í þessum auglýsingum hefur
verið fullyrt að Víking bjór sé
bruggaður eftir ævafornum eða
aldagömlum aðferðum. Í kærunni
segir að Vífilfelli sé ómögulegt að
færa óyggjandi sönnur á þá full-
yrðingu. Uppskrift og bruggunar-
aðferð Víking bjórs sé líklega 20-
30 ára gömul, í mesta lagi tæplega
70 ára. ■
Mömmutími og miklu meira
10 PLÁSS LAUS
Þriðjudaga, fimmtudaga og
föstudaga kl. 09.45-11.05
PRÓFAÐU ÓKEYPIS
Brautarholti 20,
sími 561 5100
www.badhusid.is
FYRIR ÞIG OG
BARNIÐ ÞITT
KOMDU ÞÉR AFTUR Í FORM EFTIR MEÐGÖNGU!
PITTSBURGH, AP Fimmtug bandarísk
kona, sem misþyrmdi sjö ára gam-
alli dóttur sinni, hefur verið hand-
tekin og ákærð fyrir tilraun til
manndráps. Konan barði dótturina
með hundaól og lyklum, brenndi
hendur hennar á eldavél, hellti yfir
hana bleikiefni og læsti hana að
lokum inni í skáp með logandi elds-
neyti í kolakjallara heimilisins.
Nágranni heyrði neyðaróp
stúlkunnar og hringdi á lögreglu.
Þegar lögreglan kom á vettvang
fann hún barnið í hnipri inni í log-
andi skápnum. Stúlkan var flutt í
snatri á barnaspítalann í Pittsburgh.
Hún hlaut engin brunasár og að sögn
lækna er ástand hennar stöðugt. ■
Dýrkeyptur hraðakstur:
Sekt upp á
15 milljónir
HELSINKI Finnskur karlmaður á
þrítugsaldri var sektaður um sem
svarar hátt í fimmtán milljónum
íslenskra króna fyrir að aka of
hratt í miðborg Helsinki, að því er
fram kemur í dagblaðinu Ilatehti.
Hraðasektir í Finnlandi miðast
við tekjur ökumannsins.
Lögreglan stöðvaði finnska
auðkýfinginn Jussi Salonoja þeg-
ar hann ók á fjörutíu kílómetra
hraða á klukkustund eftir götu
þar sem hámarkshraðinn er 25
kílómetrar á klukkustund. Þegar
lögreglan hafði kannað opinberar
upplýsingar um tekjur Salonoja
afhenti hún honum hraðasekt upp
á tæplega fimmtán milljónir
króna. ■
FJÁRÖFLUNARRÁÐSTEFNA FYRIR
AFGANISTAN Alþjóðleg ráðstefna
til að safna fé til uppbyggingar í
Afganistan
verður haldin í
Berlín í lok
mars. Það eru
þýsk stjórn-
völd sem
standa fyrir
ráðstefnunni í
samstarfi við
yfirvöld í Afganistan. Hamid
Karzai, forseti Afganistans, hefur
óskað eftir yfir 2.000 milljörðum
íslenskra króna til uppbyggingar
á næstu tíu árum.
Lúðvík Bergvinsson:
Varðar
ekki öryggi
ALÞINGI Lúðvík Bergvinsson, Sam-
fylkingunni, segir yfirvöld hér á
landi fyrst og fremst horfa á sigl-
ingaverndarfrumvarpið út frá út-
flutningshagsmunum og sam-
skiptum Íslands við útlönd.
„Þetta er ekki skoðað út frá
öryggishagsmunum hér við Ís-
land því eftirlitið sem felst í frum-
varpinu snertir ekki mjög stóran
flota skipa sem kemur að og frá
landinu á hverju ári. Þetta varðar
eingöngu flutningaskip sem eru
yfir 500 brúttótonn, farþegaskip
og færanlega borpalla, en allar
aðrar fleytur eru utan við þetta.
Það virðist lítið gert til að draga
úr hryðjuverkaógn við Ísland með
þessum aðgerðum, en svo sannar-
lega er dregið úr möguleikanum á
að senda sprengjur með farmi frá
Íslandi til annarra landa.“ ■
Sjö ára stúlka lést:
Dróst eftir bíl
UTAH, AP Sjö ára gömul bandarísk
stúlka lést eftir að hún festi jakk-
ann sinn í afturhurð bifreiðar og
dróst um fimm kílómetra leið eft-
ir sveitavegi.
Allison Sousa var að bíða eftir
skólabíl skammt frá heimili sínu í
Utah þegar frænka hennar átti leið
hjá. Stúlkan bað frænku sína að
keyra sig í skólann og settist upp í
bílinn. Þegar í ljós kom að frænkan
var tímabundin steig stúlkan út úr
bílnum en festi jakkann sinn þegar
hún skellti aftur hurðinni. Frænk-
an varð einskis vör og hafði hún
ekið fimm kílómetra þegar vegfar-
andi gerði henni viðvart. Þá var
stúlkan þegar látin.
Málið telst upplýst og verða
engar ákærur gefnar út. ■
STURLA BÖÐVARSSON
Samgönguráðherra segir að skoða verði
frumvarp um siglingavernd út frá þeirri
staðreynd að utanlandsviðskipti Íslands
byggist að langmestu leyti á siglingum.
Frumvarp um siglingavernd:
Kostnaður um 60 milljónir
Móðir ákærð:
Reyndi að
brenna dóttur sína
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Þingmaður Vinstri grænna var málshefj-
andi í utandagskrárumræðu um banka-
málin og spurði viðskiptaráðherra meðal
annars að því hvort einkavæðingarferlið
hefði leitt menn út í ógöngur.
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Viðskiptaráðherra sagði í utandagskrárumræðu um
bankamálin á Alþingi í gær að málefni viðskiptalífsins
væru til sérstakrar skoðunar í ríkisstjórnarflokkunum.
Samþjöppun hefði verið mikil á vissum sviðum og margt
benti til að siðferði á markaðnum væri ábótavant.