Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 21
Jón Fanndal Þórðarson skrifar: Ég beini þeim tilmælum til bæjar-stjórnar Ísafjarðarbæjar, að hún láti fjarlægja steinhnullunginn sem settur var niður fyrir framan húsið að Mánagötu 1 á Ísafirði og átti að vera til heiðurs Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, sem var sýslumaður á Ísafirði frá 1896 til 1904. Mér finnst þessi minnisvarði, ef minnisvarða skyldi kalla, vera nið- urlægjandi fyrir minningu þess merka og dáða manns sem Hannes Hafstein óneitanlega var og einkar ósmekklegur. Þeir sem hönnuðu og staðsettu þennan óskapnað eiga litl- ar þakkir skildar og virðast hafa furðulegan smekk. Ísafjörður sá staður sem mest var horft til Á Ísafirði hafa búið í gegnum tíð- ina margir af þekktustu mönnum þjóðarinnar. Ég er viss um að ekkert bæjarfélag á landinu getur státað af jafnmiklu mannavali, enda var Ísa- fjörður sá staður á landinu sem mest var horft til og ekki að undra þótt merkustu menn þjóðarinnar veldust hingað. Ef ætti að setja grjót fyrir fram- an öll hús á Eyrinni, sem merkir menn hafa búið í, með áletruninni: „Hér bjó“, þá yrði Eyrin eins og kirkjugarður, að öðru leyti en því, að á legsteinum stendur: „Hér hvílir“. Smekkleysan ríður ekki við einteyming hjá sumu fólki. Kaldhæðni örlaganna Þá vil ég koma inn á hina frægu ráðherraveislu sem bæjarstjórnin hélt sjálfri sér. Ég ætla ekki að nefna kostnaðinn, þær tölur verða væntanlega birtar síðar. En það er tilefni veislunnar sem ég vildi gera að umtalsefni. Í mínum huga er það kristaltært, að þessi atburður, þ.e. að fyrsti ráðherra Íslands skyldi hafa verið sýslumaður á Ísafirði, gaf nú- verandi bæjarstjórn ekkert tilefni til að þeyta lúðra og halda sjálfri sér, menningarnefnd og starfsmönnum menningarnefndar veislu. Það voru aðrir sem áttu að gera það ef á ann- að borð átti að minnast þessa atburð- ar og þá með allt öðrum hætti, þar sem almenningur var velkominn en ekki bara hinn svokallaði aðall. Hann var jú sýslumaður, ráðherra og skáld okkar allra. Ég vil halda því fram að þarna hafi bæjarstjórnin ekki vitað í hvaða leikriti hún var að leika og hvert var hlutverk hennar í því drama. Það er kaldhæðni örlaganna, að þegar bæjarstjórnin býður sjálfri sér í veislu til minningar um þann mann, sem á þessum stað orti: „Sú kemur tíð að sárin foldar gróa,“ skuli í umboði hennar vera framin þau mestu umhverfisspjöll sem framin hafa verið á Vestfjörðum og þau svöðusár rist í okkar fögru náttúru sem seint munu gróa. Nú er svo komið að vegna sand- og moldarfoks úr sárunum eru hinar hvítu fannir í Seljalandsdal orðnar svartar eins og eftir gjóskufall af völdum eldgoss. En steininn burt og það strax. Hann einfaldlega passar ekki. ■ Við fögnum aldarafmæli heima-stjórnar og af því tilefni er eðli- legt að mikið sé rætt um stöðu lýð- ræðisins. Grundvöllur lýðræðis okkar á að byggja á frjálsum kosningum og skýrri aðgreiningu framkvæmda- valds, dómsvalds og löggjafarvalds. 1. febrúar 1904 var fæðingardag- ur þingræðis á Íslandi. Þá fyrst fékk Alþingi vald til að velja for- ystu framkvæmdavalds í landinu, sem starfaði í umboði þess. Þess vegna átti Alþingi að hafa með höndum hátíðahöld vegna 1. febrúar síðastliðins, en framkvæmdavaldið tók fram fyrir hendur þess í því sem öðru. Hefði það ekki gerst hefðu tveir æðstu embættismenn þjóðarinnar sjálfsagt komist hjá því að varpa ævarandi skugga á afmæl- ishátíðina með því að fljúgast á um hégóma, að því er best verður séð. Megingalli á lýðræði í fram- kvæmd og þar með megingalli þing- ræðisins er hinn misjafni kosninga- réttur þegna landsins, sem seint virðist mega ráða bót á. Rúmlega helmingur kjósenda á Íslandi hefur aðeins hálfan atkvæðisrétt og þannig ræður minnihluti kjósenda för. Þetta gengur þvert á lögmál raunverulegs lýðræðis. Framkvæmdavaldið fótum treður löggjafarvaldið Það er brýnt að aðgreina betur framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. Löggjafarvaldið hef- ur verið að veikjast og fram- kvæmdavaldið hefur fært sig stöðugt upp á skaftið á kostnað lög- gjafarvaldsins. Harkalegasta dæmið um yfir- gang framkvæmdavaldsins gagn- vart löggjafarvaldinu var ákvörð- un um stuðning íslensku þjóðar- innar við innrásina í Írak. Forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra tóku þessa afdrifaríku ákvörðun án minnsta samráðs við löggjafar- samkunduna og þar með þjóð sína. Hvar lá þá það vald sem Alþingi á að hafa yfir framkvæmdavaldinu? Í raun lá það kylliflatt vegna þess að stjórnarmeirihlutinn sýndi al- gjört ósjálfstæði gagnvart fram- kvæmdavaldinu sem öllu ræður. Þingið reyndist of veikt vegna of- ríkis og óheyrilegs flokksaga þar sem þingmenn stjórnarmeirihlut- ans lúta ráðherrum sínum, jafnvel þegar þeir virða æðstu stofnun þjóðarinnar og löggjafarvaldsins að vettugi. Stjórnarmeirihlutinn kaus að gleyma því að ráðherrarn- ir eiga að starfa í umboði Alþingis. Alþingi á að kjósa sér forseta við upphaf hvers þings, en nú bregður svo við að um leið og ráð- herrastólum var útdeilt í næstu ríkisstjórn, þá var þessu embætti jafnframt ráðstafað þannig að til- tekinn þingmaður fengi það eftir tæp tvö ár. Hvar er þingræðið í þessu tilviki? Einnig ber forseta lýðveldisins að fela formanni stjórnmálaflokks umboð til ríkisstjórnarmyndunar. En nú ákvað Davíð Oddsson ein- faldlega að Halldór Ásgrímsson yrði forsætisráðherra í september 2004. Alþingi var ekki spurt, þótt forsætisráðherra eigi að sækja vald sitt þangað. Alþingi er orðið afgreiðslu- stofnun fyrir framkvæmdavaldið og samkvæmt því búum við ekki við þingbundna ríkisstjórn eins og ætti að vera, heldur stjórnbundið þing. Við höfum einnig alkunn, nýleg dæmi um ótrúlegan yfirgang framkvæmdavaldsins við sjálft dómsvaldið, sbr. í öryrkjamálinu og varðandi dóma Hæstaréttar í fiskveiðimálum. Varla er að vænta bragarbóta þar þegar dómsmála- ráðherra skipar dómara eftir eigin höfði og skyldleiki við forsætisráð- herra virðist vega þyngra en hæfniskröfur. Völd fjármagns og fjölmiðla Varðandi lýðræðið þá skiptir líka máli sú þróun að völdin hafa verið að færast til fjármagnsins. Sameign þjóðarinnar hefur verið gefin – örfáum einstaklingum, og þjóðbankarnir seldir á hálfvirði – örfáum einstaklingum. Þar kom engin dreifð eignaraðild til eins og lofað hafði verið. Þeir sem fjár- magninu ráða styðja síðan þá stjórnmálaflokka sem vernda hagsmuni þeirra best. Þess vegna er það enn eitt dæmið um veiklun lýðræðis okkar að fjármál stjórn- málaflokka skuli ekki vera opin- beruð samkvæmt lögum eins og gert er í öðrum löndum. Sumir flokkar harðneita að upplýsa hvernig þeir hafa aflað offjár til kosningabaráttu þar sem fjár- magnið ræður jafnvel úrslitum um niðurstöðu „lýðræðislegra“ kosninga! Ekki má gleyma fjórða vald- inu, fjölmiðlum. Framkvæmda- valdið gín yfir ríkisfjölmiðlunum og stjórnmálaflokkar fá mjög misjafna umfjöllun þar, svo ekki sé meira sagt. Efnt var til hátíðar- ráðstefnu í Háskóla Íslands sl. föstudag sem bar yfirskriftina: Hvar liggur valdið? Í kynningu var sagt að viðfangsefni ráðstefn- unnar væri „samskipti þingsins og framkvæmdavaldsins“. Ég sat þar í pallborði og fannst óhjá- kvæmilegt að nefna nokkur þeirra atriða sem ég hef farið yfir hér að framan sem dæmi um sam- skipti þings og framkvæmda- valds. Fyrir vikið var í ríkisfjöl- miðlum rætt við alla sem áttu sæti í pallborðinu nema undirritaða. Furðuleg tilviljun? En svarið við spurningunni „Hvar liggur valdið?“ er að valdið liggur hjá þeim sem deila og drottna án tillits til löggjafar- valdsins sem framkvæmdavald- inu ber að lúta. Við verðum að minnsta kosti að horfast í augu við alvarlegustu dæmin um þá valda- sælni sem ógnar lýðræði okkar. ■ ■ Bréf til blaðsins 21FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2004 Valdasælni MARGRÉT K. SVERRISDÓTTIR ■ framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, skrifar um lýðræði og vald. Umræðan Steininn burt Verða komandi kynslóðir með gervitennur? Í könnun sem nýlega var birt ummataræði Íslendinga kom fram að sykur- og gosneysla ungs fólks er orðin óhóflega mikil. Ungir menn innbyrða tvö kíló af viðbætt- um sykri á hálfum mánuði og kem- ur helmingur þess sykurs úr gosi og sætum drykkjum. Þeir drekka tæplega lítra af slíkum drykkjum á dag að meðaltali. Stúlkur eru um þrjár vikur að klára tveggja kílóa sykurpakka og drekka helmingi minna af þessum drykkjum. Sam- kvæmt manneldismarkmiðum er æskilegt að 10% daglegrar orku komi úr viðbættum sykri en sam- kvæmt könnuninni fá drengir 21% og stúlkur 15% orkunnar úr við- bættum sykri. Fullorðnir fá 11% orkunnar úr viðbættum sykri og eru því nálægt manneldismark- miðum. Þessi mikla gos- og sykur- neysla er á kostnað flókinna kol- vetna, rýrir nær- ingargildi fæð- unnar umtals- vert og eykur hættuna á tann- skemmdum og g l e r u n g s e y ð - ingu. S y k u r skemmir tennur á þann hátt að bakteríur sem safnast fyrir í óhreinindum við hold og á milli tanna nota syk- urinn og um- breyta honum í sýru. Sýran veldur því að kalk leitar út úr tönnunum og tannskemmdir myndast. Munn- vatn vinnur svo að því að hækka sýrustigið á ný. Ef um einstakan atburð er að ræða leitar kalkið aftur inn í tönnina þegar sýrustigið er aftur orðið eðlilegt. En ef um tíða sykurnotk- un er að ræða nær kalkið ekki að leita inn í tönnina aftur og hola myndast. Glerungseyðing Glerungseyðing vegna súrra drykkja er síðan annar sjúkdóm- ur sem herjar á tennur. Sykur kemur þar ekki við sögu. Gos- drykkir, ávaxtadrykkir og sport- drykkir eru langflestir súrir. Við endurtekna notkun eyðir sýran í þessum drykkjum tönninni hægt og örugglega. Oft eru þessar breytingar ekki sjáanlegar fyrr en glerungurinn hefur eyðst verulega því eyðingin er nokkuð jöfn yfir alla tönnina. Hreinar tennur verða fyrir glerungseyð- ingu jafnt og óhreinar tennur og er tíðni neyslunnar sá þáttur sem hefur mest áhrif. Skrúfaðir flöskutappar hafa breytt neyslu- venjum fólks á þá lund að það jafnvel sýpur af sömu flöskunni allan daginn og ef tekið er tillit til þess að börn og unglingar drekka 50% meira af gosi en þau gerðu fyrir 12 árum er ljóst að tíðni sýruárása á tennur er há. Yfirleitt er erfitt að laga glerungseyðingu vegna þess að eyðingin nær yfir stóran hluta tannarinnar og oft er eina meðferðin að setja krónu yfir tönnina. Færri börn til tannlæknis Á sama tíma og neysluvenjur ungu kynslóðarinnar eru að breytast hefur faglegt eftirlit tannlækna með tönnum barna og unglinga minnkað. Fyrir nokkrum árum fóru um 90% barna á hverju ári í eftirlit til tannlæknis en nú fara einungis 75% barna árlega til tannlæknis. Ástæður þessa má eflaust rekja til minni kostnaðarþátt- töku sjúkratrygginga í tann- lækniskostnaði, en framlög ríkis- ins hafa staðið í stað síðan árið 1990. Útgjöld sjúkratrygginga vegna almennra tannlækninga námu 794 milljónum króna árið 2000 samkvæmt tölum frá Hag- stofunni. Árið 1990 var þessi upphæð 975 milljónir. Það er augljóst að hér er um að ræða lækkun í krónutölu, en ekki er öll sagan sögð. Ef útgjöldin árið 1990 væru framreiknuð með vísitölu neysluverðs til verðlags ársins 2000 hefðu útgjöldin árið 1990 verið 1.334 milljónir króna. Þetta þýðir að framlag ríkisins til almennra tannlækninga lækk- aði um 40% á síðasta áratug ald- arinnar sem leið. Á sama tíma hækkuðu heildarútgjöld til heil- brigðismála um 49% miðað við sömu vísitölu og því ljóst að framlag til tannlækninga er ekki í neinum takti við önnur útgjöld til heilbrigðismála. Gervitennur Tannlæknar verða æ meira varir við tannskemmdir í ungu fólki, sérstaklega ungum drengj- um um tvítugt, og virðist það koma heim og saman við niður- stöður matvælakönnunar. Ég held að ungt fólk í dag líti á gervitenn- ur ömmu og afa sem skemmtileg skringilegheit sem tilheyri liðn- um kynslóðum. En með áfram- haldandi þróun verður tannleysi með tilheyrandi gervitönnum eitthvað sem kemur til með að fylgja komandi kynslóðum. Gler- ungur, þó sterkur sé, er ekki nema 1-2 mm á þykkt og þarf að endast alla ævi. Hann má ekki við því að þynnast og jafnvel eyðast að fullu á nokkrum árum, allra síst snemma á lífsleiðinni. Leiðbeiningar Tannverndar- ráðs Hvernig getur þú fyrirbyggt glerungseyðingu? Takmarkaðu neyslu súrra drykkja og matvæla og neyttu þeirra aðeins á mat- málstímum. Drekktu súra drykki hratt frekar en að vera sífellt að dreypa á þeim. Burstaðu ekki tennurnar strax eftir súran mat eða drykk. Skolaðu munninn frek- ar vel með vatni, því annars er hætt við að þú burstir tannvef í burtu þegar hann er viðkvæmur eftir sýruna. Notaðu alltaf tann- bursta með mjúkum hárum og flúortannkrem sem inniheldur lít- ið af slípiefnum. Drekktu frekar vatn eða mjólk í stað súrra drykkja. ■ Umræðan SIGURÐUR ÖRN EIRÍKSSON ■ tannlæknir, M.S., sérmenntaður í tannfyll- ingu og tannsjúkdómafræði við University of North Carolina og lektor við Tannlækna- deild Háskóla Íslands. „Burstaðu ekki tennurn- ar strax eftir súran mat eða drykk. Skolaðu munninn frekar vel með vatni, því annars er hætt við að þú burstir tannvef í burtu þegar hann er við- kvæmur eftir sýruna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.