Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 28
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. ■ Sumarfríið Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Mars og apríl Fimmtudaga og mánudaga 3, 4 eða 7 nætur Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslend- inga sem fara nú þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Í mars byrjar að vora enda er þetta vinsælasti tími ferða- manna til að heimsækja borgina. Farar- stjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menn- ingu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veit- inga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 36.550 Flugsæti til Prag, 11. mars Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 11. mars M.v. 2 í herbergi á ILF Hotel. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Helgarferð til Prag 11. mars frá kr. 36.550 Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Nýr Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr. Hótel Örk rétt handan hæðar Valentínusardagur Þriggja rétta kvöldverður, gisting og morgunverðarhlaðborð Hugljúf dinner músík Amor sér um sína Rós í barm Þú býður elskunni - við bjóðum þér Hótel Örk Sími 483 4700 Staður stórviðburða Verð fyrir 2 kr. 9.900,- Kaupmannahöfn fyrir yngri kynslóðina: Fleira að sjá en litla hafmeyjan Kaupmannahöfn er vinsælláfangastaður Íslendinga, en hversu spennandi er það fyrir yngri kynslóðina að sjá litlu haf- meyjuna, gömul hús og lífverði drottningar, sem standa eins og styttur með óspennandi skotvopn? Þeir sem eru á leið til Kaupmanna- hafnar með börn og unglinga ættu þess vegna að stíla að minnsta kosti hluta ferðarinnar inn á áhugamál þeirra. Það er alltaf gaman að fara í Tívolí og það verður enn meira spennandi þegar það opnar 14. apríl. Þá verður nýr rússíbani opn- aður en þessi rússíbani verður sá stærsti í Danmörku, 28 metra hár og 600 metra langur. Skammt fyrir norðan Kaup- mannahöfn er elsti skemmtigarður heims, Bakken, sem hefur verið til í 421 ár, síðan 1583. Þessir garðar eru þeir frægustu og vinsælustu í Danmörku. Þeir eru báðir með nóg af tækjum og matsölustöðum og fyrir aðeins 200 danskar krónur, um 2.000 íslenskar, kemst maður í öll tækin eins oft og maður vill. Það er auðvelt að taka lest eða strætó á báða staðina. Ef maður hefur bíl gæti verið vit í því að fara í minni skemmtigarða, eins og Bon Bon land eða skemmtigarð Norður-Sjálands en þar koma mun færri en í stóru garðana, og þess vegna eru styttri biðraðir. Enginn fer til Kaupmannahafn- ar án þess að fara á Strikið. Þar eru verslanir og söngvarar að syngja fyrir peninga. Þar er líka skemmti- legt Guinness-safn, þar sem heims- met eru sýnd í sjónvarpi og á myndum. Fleiri skemmtileg söfn eru við Ráðhústorgið, til dæmis vaxsafnið Louis Tussaud og Ótru- lega safnið. Þegar sjórinn er orðinn heitur í júlí er upplagt að fara út á strönd, en strönd eins og Bellevue, sem er rétt hjá Bakken, er alltaf skemmti- legt að heimsækja. Í Kaupmannahöfn eru tónleikar með reglulegu millibili, en þau sem eru næst á dagskrá eru Metallica, The Black Eyed Peas, Sting, Eric Clapton og Britney Spears, svo það er um að gera að skella sér á tón- leika. Ef maður ætlar í bíó getur mað- ur farið í stjörnubíóið, þar sem myndin er sýnd í þrívídd, og þeir sem eru mikið fyrir sælgæti ættu að kíkja á Sömods bolcher, Nörre- gade 36B. Þeir sem eru vísindalega sinnaðir geta farið á Experimentari- um, safn um vísindi og líffræði fyr- ir alla aldursflokka. Það er því nóg að gera fyrir unglinga og börn í Kaupmannahöfn. ■ KAUPMANNAHÖFN Það er mikið að gera fyrir börn og unglinga í Kaupmannahöfn. TÍVOLÍ Verið er að byggja nýja rússíbanann i Tívolí. Ég er að fara til Krítar í sumar. Ég hef fariðþangað fjórum sinnum,“ segir Jón Sigurðs- son bassaleikari. „Þetta er stórkostlegur staður og fólkið er yndislegt. Þar er einnig margt að sjá, margir merkilegir sögustaðir og fornminj- ar. Ekki bara risahótel og baðstrendur sem ég er lítið fyrir. Ég vil skoða menninguna og borða góðan mat og mæli því hiklaust með Krít,“ segir Jón, sem hefur víða komið á löng- um tónlistarferli. JÓN SIGURÐSSON Bassaleikari.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.