Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 47
Eins og aðrir virðist DavíðOddsson
hafa skoðun á
hvenær og
hvernig megi
vitna í þjóð-
skáldið Halldór
Laxness. Í
ræðu sinni á
viðskiptaþingi
Verslunarráðs í
gær sagði hann
orðrétt: „Það
var eitt sinn haft á orði að okk-
ur Íslendingum væri ekki sér-
lega lagið að ræða kjarna máls
svo vel færi á. Þrætulist um
ýmiss konar
tittlingaskít
lægi betur við
okkur. Þetta er
auðvitað hér
sagt utan
gæsalappa og
vona ég að
gæsalappa-
landsliðið
hrökkvi ekki úr
hjöruliðnum þó ég leyfi mér
nokkra ónákvæmni er ég orða
hugsun skáldsins.“
Með þessu vildi Davíð segja
að sum þeirra mála sem skekið
hafa þjóðfélagið að undanförnu
væru í raun í líki fjallsins sem
tók jóðsótt svo úr varð mús,
þetta hafi verið þvílík smámál að
því hafi í raun ekki tekið því að
ræða um þau, og virtist vísa sér-
staklega til umræðunnar um
meintan ritstuld Hannesar
H ó l m s t e i n s .
Ástæðan fyrir
því hversu mik-
ið smámálin
geti blásið út sé
sú að Íslending-
um þyki mörg-
um nokkuð
gaman að póli-
tískri þrætu og
karpi. Sumum
varð þó að orði hvort Davíð væri
ekki að kynda undir slík mál
með því að vísa til þeirra á við-
skiptaþingi en það er víst að
þangað sækja fáir bókmennta-
fræðingar og aðrir mektarmenn
í „gæsalappalandsliðinu“.
Hjálmar Árnason alþingismaðurer mjög ósáttur við DV og seg-
ir á heimasíðu sinni að hann kæri
sig ekki um að DV verði borið leng-
ur inn á heimili hans. Framsóknar-
mönnum sárnaði framkoma DV í
kringum síðustu áramót þegar einn
ritstjóri blaðsins mælti með því að
flokknum yrði útrýmt og í fram-
haldi af því ákváðu tveir ungir
framsóknarþingmenn, þau Dagný
Jónsdóttir og Birkir J. Jónsson, að
tala ekki við það blað, að minnsta
kosti ekki um sinn. Það var þó ekki
sá atburður sem leiddi til ákvörð-
unar Hjálmars, né heldur sú um-
ræða sem hefur gengið að DV legði
Framsóknarflokkinn í einelti.
Kornið sem fyllti mælinn hjá al-
þingismanninum Hjálmari var for-
síða DV mánudaginn 9. febrúar
þar sem fyrirsagnirnar voru ann-
ars vegar „Íslenskur hommi syng-
ur danska lagið í Tyrklandi“ og
hins vegar „Blóðbaðið í Stapan-
um“. Hjálmar skilur ekki hvaða
máli kynhneigð hins hálfíslenska
söngvara skiptir og segir að það að
blanda því inn í málið, í fyrirsögn
á forsíðu, segi líklega allt sem
segja þarf um ritstjórnarstefnu
blaðsins, sem hann getur ekki sætt
sig við. Um síðari fréttina segir
Hjálmar að ungum manni hafi orð-
ið það á að slasa alvarlega eina
körfuboltahetju Suðurnesja og það
sýni ábyrgðarleysi í ritstjórn að
kynda undir frekara blóðbað með
því að segja að Keflvíkingar séu í
hefndarhug og safni liði gegn
Njarðvíkingum. Hjálmar þarf þó
ekki að hafa áhyggjur af því að
hafa ekki aðgang að DV þó það sé
ekki borið inn á heimili hans, því
hann getur alltaf nælt sér í eintak í
vinnunni.
Fréttiraf fólki
FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2004
THE ICELANDIC FOOD AND HOSPITALITY SHOW
FÍFAN SÝNINGARHÖLL, SMÁRANUM, KÓPAVOGI
26.-29. FEBRÚAR, 2004
MARKMIÐ:
AÐ HÁMARKA ÁVINNING ÞINN SEM SÝNANDI Á MATUR 2004.
ÞAÐ SEM VERÐUR FJALLAÐ UM:
Sérstaða sýningar/kynningar á matvælum.
Undirbúningur og markmiðasetning.
Mikilvæg atriði við hönnun sýningarbása.
Hvernig kemur þú vöru þinni í brennipunkt?
Kynningartækni á básum.
Samtalstækni og sölutækni á básnum.
Hvernig fylgir þú tengslum eftir?
Ímyndarsköpun - þú ert líka til sýnis!
Táknmál líkamans.
Hvernig nálgast þú gesti án þess að virka of ágengur.
Hvernig meðhöndla áerfiða gesti.
Starfsandinn - verðmætt vopn!
Samvirkni báss, bæklings og starfsmanns.
Hvernig stjórnar þú upplifun viðskiptavinarins.
Skráning fer fram á www.matur2004.is eða með því að senda tölvupóst á
matur@matur2004.is.
Þeir sem vilja ná sem mestu út úr þátttöku sinni á MATUR 2004 eru hvattir
til þess að taka þátt.
NÁMSKEIÐIÐ ER SÝNENDUM AÐ KOSTNAÐARLAUSU.
FUNDUR MEÐ ÞJÓNUSTUAÐILUM
Fundur með þjónustuaðilum verður kl. 11:00 á föstudagsmorgun í beinu framhaldi af kaup-
stefnunámskeiðinu. Þar munu vera aðilar frá Sýningakerfum , Sýningaljósum, Bunustokk
og Fróða sem munu svara öllum þeim spurningum sem sýnendur kunna að hafa. Einnig
verður veitt aðstoð við val á aukahlutum og þjónustu fyrir sýningarsvæði.
Pantanir þurfa að skilast inn í seinasta lagi mánudaginn 16. febrúar nk.
Ef einhverjir sýnendur eiga eftir að ganga frá samningum sínum eru þeir hvattir til þess að
gera það strax vegna mikillar eftirspurnar.
Sýningarstjórn
SÝNENDUR ATHUGIÐ!
Föstudaginn 13. febrúar nk. verður haldið námskeiðið „Árangur á kaup-
stefnum“ fyrir sýnendur á Matur 2004. Námskeiðið verður haldið í
veislusal Fróða hf., 1. hæð, Seljavegi 2, 101 Reykjavík.
Námskeiðið hefst kl 8:30 og stendur til kl. 11:00.
Fyrirlesari er Jón Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Eflis.
Fréttiraf fólki