Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 6
6 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 68,49 0,56%
Sterlingspund 128,16 0,71%
Dönsk króna 11,66 -0,14%
Evra 86,83 -0,16%
Gengisvísitala krónu 119,50 -0,17%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 471
Velta 13.580 milljónir
ICEX-15 2.399 0,96%
Mestu viðskiptin
Íslandsbanki hf. 461.616
Þorbjörn Fiskanes hf. 396.199
Landsbanki Íslands hf. 327.692
Mesta hækkun
Jarðboranir hf. 13,33%
Líf hf 11,11%
Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 3,21%
Mesta lækkun
Samherji hf. -1,02%
Kögun hf. -0,87%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 10.745,4 1,2%
Nasdaq* 2.087,9 0,6%
FTSE 4.396,0 -0,2%
DAX 4.122,2 0,3%
NK50 1.319,2 0,0%
S&P* 1.152,9 0,6%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvað heitir móðir Ruthar Reginaldssem fór líka í lýtaaðgerð?
2Hvaða tveir sóknarmenn eru efstir áóskalista framkvæmdastjóra Real
Madríd?
3Hvaða þjóðhöfðingi hefur beðist af-sökunar í heimalandi sínu á ummæl-
um sínum um soldáninn af Brunei?
Svörin eru á bls. 46
SKATTAMÁL „Skattasérfræðingar
Impregilo telja að erlendum fyrir-
tækjum sé ekki skylt að annast
innheimtu staðgreiðslu og greiðslu
launatengdra gjalda fyrstu sex
mánuði starfstímabils hvers
starfsmanns hér á landi,“ sagði
Ómar R. Valdimarsson, talsmaður
Impregilo á Íslandi. „Impregilo
telur sig þaðan af síður vera í
ábyrgð fyrir erlenda undirverk-
taka og þjónustufyrirtæki.“
Ómar sagði að frá því í lok
ágúst 2003 hefði Impregilo ítrek-
að óskað eftir fundi með skatta-
yfirvöldum til þess að ræða atriði
er vörðuðu staðgreiðsluskyldu
skatta erlendra fyrirtækja í starf-
semi á Íslandi og starfsmanna
þessara fyrirtækja sem starfa á
Íslandi. Ekki hefði orðið af slíkum
fundum enn.
„Um verulegar upphæðir er að
tefla þar sem skattamálin snerta á
milli 200 og 300 starfsmenn við
Kárahnjúka. Ég ítreka það að eng-
inn ágreiningur er um skatt-
skyldu og að Impregilo vill fyrir
alla muni leysa þetta mál og losna
við málaflækjur.“
Spurður hvers vegna aðeins
væri reiknað með 2-300 manns
sagði Ómar að það væri sá fjöldi
sem starfaði fyrir Impregilo á Ís-
landi og Impregilo á Ítalíu. Á veg-
um ítalska fyrirtækisins störfuðu
á virkjanasvæðinu um 100 manns
sem bæru skattgreiðsluskyldu á
Ítalíu. Þá væru hátt í 300 manns á
vegum tveggja erlendra starfs-
mannaleiga við störf hér. ■
STJÓRNMÁL „Ef við eigum að um-
bera það í nafni hagkvæmni að fyr-
irtæki hafi markaðsráðandi stöðu,
þá verðum við að treysta því að þau
hafi virkt aðhald frá fjölmiðlum.
Annars hlýtur sú krafa að verða
sterk að löggjafinn setji slíkum
fyrirtækjum strangari reglur en
ella þyrfti,“ sagði Davíð Oddsson í
ræðu sinni á viðskiptaþingi Versl-
unarráðs í gær.
Hann sagði að í
mörgum tilfell-
um þyrfti vegna
smæðar markað-
ar að sætta sig
við markaðsráð-
andi stöðu í nafni
h a g k v æ m n i .
„Það gefur því
auga leið að ekki
er heppilegt að
fyrirtæki sem
eru í markaðs-
ráðandi stöðu eigi jafnframt fjöl-
miðla. Það er beinlínis hættulegt.
Enn fremur er mjög varhugavert
að fyrirtæki sem er með yfirburði,
jafnvel á fleiri en einum markaði,
sé jafnframt í markaðsráðandi
stöðu á fjölmiðlamarkaði. Engin
leið er til þess að fjölmiðill, sem
býr við slíkt eignarhald, geti með
trúverðugum hætti sinnt skyldu
sinni og veitt eiganda sínum það
aðhald sem gera verður kröfu um.
Vafalítið munu margir horfa til
þessara sjónarmiða þegar málefni
fjölmiðla verða til umfjöllunar á
Alþingi.“
Davíð sagði að það væri um-
hugsunarefni að nágrannaþjóðir
okkar, sem ættu að hafa minni
áhyggjur af samþjöppun fjölmiðla,
skuli taka á þeim með sérstökum
lögum. „Samruni ljósvakamiðla og
prentmiðla þykir mjög óæskilegur
og er víða bannaður með lögum,“
sagði forsætisráðherra og bætti því
við að nefnd menntamálaráðherra
hlyti að taka slíkt til skoðunar. Til
fleiri þátta yrði að taka tillit til en
samþjöppunar „Það verður einnig
að spyrja þeirrar spurningar hvort
það skipti máli hverjir eiga fjöl-
miðlana. Undan þessari spurningu
eigum við ekki að víkja okkur.“
Hann rifjaði upp tíma flokks-
blaðanna og nefndi Þjóðviljann
sem dæmi um málgagn sem hefði
þjónað málstað sínum fremur en
lesendum. Þjóðviljinn hefði mátt
eiga það að hann hefði ekki siglt
undir fölsku flaggi. „En nú virðist
upp runninn annar tími hálfu verri,
tími fyrirtækjamálgagna og þau
hafa miklu dýpri vasa en gömlu
flokksblöðin sem börðust einatt í
bökkum. Þetta hlýtur að vekja okk-
ur til umhugsunar.“
haflidi@frettabladid.is
Verlsunarráð Íslands:
Jón Karl
nýr formaður
VIÐSKIPTI Jón Karl Ólafsson var
kosinn formaður Verslunarráðs á
aðalfundi þess í gær, en Bogi Páls-
son gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs. Bjarni Ármannsson hlaut
flest atkvæði í kjöri til aðalstjórn-
ar ráðsins. Aðrir í stjórn eru: Er-
lendur Hjaltason, Rannveig Rist,
Hreggviður Jónsson, Þórunn Páls-
dóttir, Friðrik Sophusson, Róbert
Wessmann, Hörður Arnarson,
Katrín Pétursdóttir, Elfar Aðal-
steinsson, Þórður Sverrisson,
Lýður Guðmundsson, Finnur Ing-
ólfsson, Þorvarður Gunnarsson,
Benedikt Jóhannesson, Svanbjörn
Thoroddsen og Róbert Guðfinns-
son. ■
Netsalan ehf.
Knarravogur 4, - 104 Reykjavík – Sími 517 0220 – Fax 517 0221
Netfang - netsalan@itn.is Heimasíða – www.itn.is/netsalan
ALLTAF MEÐ NÝUNGAR.
ÚTSALA - RÝMINGARSALA
Stór rýmingarsala á Reimo vörum:
(tjöld upplagt í fermingargjafir!) borð o.fl.
Einnig Kajakar, ferðaklósett og margt fleira.
Útsalan stendur í dag, fimmtudag
og á morgun föstudag
frá 10 - 18. Sími 517 0220
Ríkjandi fyrirtæki
eigi ekki fjölmiðla
Davíð Oddsson forsætisráðherra telur að fyrirtæki sem hafa markaðsráðandi stöðu í einni grein,
eigi ekki að eiga fjölmiðla. Aðrar reglur hljóti að gilda um fjölmiðlana en önnur fyrirtæki á Ís-
landi, þar sem stundum verði að sætta sig við markaðsráðandi stöðu í nafni hagkvæmni.
OPEC:
Dregið úr
framleiðslu
ALSÍR, AP Samtök olíuframleiðslu-
ríkja, OPEC, hyggjast draga úr
olíuframleiðslu sinni um tíunda
hluta heildarframleiðslunnar,
sem nemur 2,5 milljón fötum á
dag. Dregið verður úr framleiðsl-
unni í tveimur áföngum. Fyrst
verður dregið úr framleiðslu um
eina milljón fata á dag fyrir 1.
apríl, en síðar á að minnka hana í
22 milljónir fata daglega.
Ákvörðunin um að draga úr
framleiðslu kemur nokkuð á
óvart, en búist hafði verið við því
að fulltrúar olíuframleiðsluríkja,
sem hittust í Alsír í gær, hvettu til
þess að framleiðslu yrði haldið
innan kvóta. ■
UNNIÐ VIÐ KÁRAHNJÚKA
Talsmaður Impregilo segir að um verulegar
upphæðir sé að tefla þar sem skattamálin
snerti á milli 200 og 300 starfsmenn.
Talsmaður Impregilo um staðgreiðsluskil hér á landi:
Óskaði eftir fundi fyrir sex mánuðum
DAVÍÐ ODDSSON
Forsætisráðherra segir það hættulegt að
fyrirtæki sem séu í markaðsráðandi stöðu í
einni grein eigi ekki jafnframt fjölmiðla.
„Það verður
einnig að
spyrja þeirrar
spurningar
hvort það
skipti máli
hverjir eiga
fjölmiðlana.