Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 10
10 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR MINNISMERKI SADDAMS Bandarískur embættismaður skoðar minn- ismerki sem Saddam Hussein, fyrrum for- seti Íraks, lét reisa í Bagdad til heiðurs íröskum hermönnum sem börðust í stríðinu gegn Íran. Heiftarlegir skotbardagar á Gaza-ströndinni: Fjórtán Palestínumenn féllu í valinn GAZA-STRÖNDIN, AP Að minnsta kosti fjórtán Palestínumenn féllu í átökum við ísraelskar hersveitir á Gaza-ströndinni. Hátt í fimmtíu manns særðust, þar af níu lífs- hættulega. Heiftarlegir skotbardagar brutust út þegar ísraelski herinn fór inn í Shajaiyeh-hverfinu í Gaza-borg skömmu fyrir dögun í gærmorgun. Sonur eins af leiðtog- um Fatah-hreyfingarinnar og háttsettur liðsmaður Hamas- samtakanna féllu í valinn auk tíu annarra Palestínumanna. Á fimm- ta tug manna særðist, þar á meðal þrír ungir drengir sem voru að fylgjast með átökunum. Að sögn ísraelska hersins var verið að leita uppi herskáa Palestínumenn sem skutu eldflaugum að land- nemabyggðum gyðinga í nágrenni Gaza-borgar. Tveir Palestínumenn féllu og fimm særðust þegar ísraelskar hersveitir gerðu áhlaup á flótta- mannabúðirnar í Rafah á Gaza- ströndinni. Herinn fór með yfir tíu skriðdreka og nokkrar jarð- ýtur inn í búðirnar til að leita að leynilegum göngum sem talið er að Palestínumenn noti til að smygla vopnum frá Egyptalandi. Þrjú hús voru jöfnuð við jörðu og sítrónu- og ólífuuppskera palest- ínskra flóttamanna eyðilögð. ■ Vill frekar vera vinstri rauður Ólafur Þ. Jónsson er einn þeirra sem taka þátt í uppreisn öreiganna innan VG. Hann gagnrýnir hægrislagsíðu í flokknum en telur flokkinn eiga von. Svavarsvæðing fer fyrir brjóst manna. STJÓRNMÁL „Á sama tíma og við funduðum í MÍR-salnum, af því það var ókeypis, sátu vinstri græn- ir á fundi á Nordicahóteli. Þarna kemur munurinn vel fram,“ segir Ólafur Þ. Jónsson, félagi í Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði, og einn þeirra sem funduðu um seinustu mán- aðamót vegna þeirrar slagsíðu sem þeir telja vera á VG, sósí- alistum í óhag. Á tveimur fundum, í Hafnarfirði og Reykjavík, um þarsíðustu helgi komu saman um 40 manns úr VG sem telja flokkinn hafa fjarlægst upphaflegar hug- sjónir og ganga nú erinda efri millistéttar í stað þess að halda tryggð við sósíalisma og berjast fyrir hag öreiga og láglaunastétta. Telja margir að hinum sönnu sósí- alistum hafi verið markvisst ýtt út í kuldann og „Svav- arsvæðing“ tröll- ríði nú flokknum. Þar er vísað til Svavars Gests- sonar sendiherra og ættmenna hans sem náð hafi góðri fótfestu. Sonur Svavars, Gestur, er for- maður VG í Hafn- arfirði og barna- barn gamla alþýðubandalagsformannsins, Oddur Ástráðsson, er formaður ungra VG. Dóttir Svavars, Svan- dís, er formaður VG í Reykjavík. Þá er systir Svavars, Guðný Dóra, umdeildur kosningastjóri í Suð- vesturkjördæmi, varaformaður VG í Kópavogi. Ólafur, betur þekktur sem Óli kommi, segist ala með sér þá von að þeim takist að sveigja flokkinn inn á upphaflegar brautir. Hann segir að strax eftir stofnun Vinstri grænna hafi komið um það teikn að flokkurinn ætlaði sér ekki að halla sér að sósíalismanum. „Fljótlega eftir að við stofnuð- um flokkinn var rokið til og haft samband við svokallaða bræðra- flokka á Norðurlöndunum. Það var aldrei farið austar en að þeim grænu. Í mínum kokkabókum er sósíalisti auðvitað náttúruvernd- arsinni um leið, annað gengur ekki upp. Verndun lands og lýðs er innbyggt í sósíalismann. En ég vil miklu fremur teljast rauður en grænn,“ segir Ólafur. Hann segist vera bjartsýnn á að takist að sveigja flokkinn inn á upphaflega braut. „Annars væri ég ekkert að vasast í pólitík. Það er enginn klofningur í gangi í flokknum og ég stend með mínu fólki sem þó er ekkert hafið yfir gagnrýni. Ég er í þessum flokki til að sveigja hann til vinstri og gagnrýni hiklaust þau hægri sjónarmið sem tekið er að örla alltof mikið á. Þeim sjónar- miðum fylgir fjármálasukk. Ég fullyrði að flokkurinn á von en baráttan er rétt að byrja, And- stæðingurinn er auðvitað auð- valdsskipulagið með allri sinni djöfuls rotnun,“ segir Ólafur. rt@frettabladid.is Varð fyrir lest: Fórst við að sækja síma NEW YORK, AP Tæplega tvítug kona varð fyrir neðanjarðarlest eftir að hún fór niður á járnbrautarteina- na til að sækja farsímann sem hún hafði misst þangað. Konan klifraði niður á brautina á lestarstöð í Queens í New York að sögn lögreglu. Hún sá lestina nálgast en tókst ekki að klifra aft- ur upp á brautarpallinn áður en lestin lenti á henni. Konan var lát- in þegar sjúkraliðar komu á vett- vang. „Þó fyrstu viðbrögðin kunni að vera að klifra niður á lestartein- ana til að sækja eitthvað sem þú missir er ráðlegast að gera það ekki,“ sagði talsmaður neðanjarð- arlestanna. ■ „ Í mínum kokkabókum er sósíalisti auðvitað náttúru- verndarsinni. HLAUPIÐ Í SKJÓL Ungir Palestínumenn hlaupa undan skotum ísraelskra hermanna í Gaza-borg. Hjón rændu banka: Dýr læknis- meðferð FLÓRÍDA, AP Maður á áttræðisaldri rændi banka í Gainesville í Flór- ída til að geta greitt fyrir læknis- meðferð eiginkonu sinnar. Konan, sem ók flóttabílnum, átti pantaðan tíma hjá lækni um hálfri klukku- stund eftir að ránið var framið. Hjónin voru handtekin skömmu síðar og ákærð fyrir vopnað rán. Eiginmaðurinn fór inn í bank- ann og hótaði að sprengja sprengju. Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagði hann að sprengjan hefði í raun verið sandpoki og fullyrti að ránið hefði verið framið til að greiða fyrir læknis- meðferð konunnar. Eiginmaðurinn á langan af- brotaferil að baki og hefur meðal annars setið inni fyrir bankarán. ■ Seðlum prýtt tún: Löggur tína upp peninga IOWA, AP Átta bandarískir lög- reglumenn vörðu klukkustund í að eltast við peningaseðla sem voru á víð og dreif á túni í Iowa- ríki í Bandaríkjunum. Peningarn- ir dreifðust yfir engið eftir að þeir féllu af ókunnum ástæðum út úr rammgerðum flutningabíl sem á að þola árásir vopnaðra þjófa. Vindasamt var á svæðinu þeg- ar þetta átti sér stað og pening- arnir dreifðust því yfir mikið svæði. Það hjálpaði lögreglu- mönnunum hins vegar að jörð var snævi lögð og því auðvelt að sjá græna dollaraseðlana, sem sam- svöruðu sex milljónum króna að verðmæti. ■ FÁ ÁHEYRNARRÉTT Alþjóða við- skiptastofnunin hefur veitt Írök- um áheyrnarrétt á fundum sín- um. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að Írak fái aftur fulla aðild að stofnuninni. Meðan Írakar hafa aðeins áheyrnarrétt hafa þeir hvorki áhrif á ákvarðana- töku né eru þeir bundnir af ákvörðunum stofnunarinnar. Vísitala neysluverðs: Lækkun vegna samnings lækna VÍSITÖLUR Vísitala neysluverðs í febrúar er 229,4 stig og lækkaði hún um 0,3 prósent frá því í janúar samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,04 prósent sem jafngildir 0,2 prósent verðbólgu á ári. Það sem hafði mest áhrif á lækk- un vísitölunnar var samningur sér- fræðilækna við ríkið um miðjan janúar. Eftir samningana lækkaði þjónusta sjálfstætt starfandi sér- fræðilækna um 39,4 prósent og hafði það 0,2 prósent áhrif til lækk- unar á vísitölunni. Vetrarútsölur leiddu til 3,6 prósenta lækkunar á fötum og skóm. Útsölurnar ásamt 0,7 prósenta lækkun á mat og drykkjarvöru höfðu einnig veruleg áhrif á vísitölunar til lækkunar. Vísitala neysluverðs án húsnæð- is er 223,5 stig, 0,45 prósentum lægri en í janúar. ■ ■ Mið-Austurlönd ■ Evrópa RÉTTARHÖLDUM FRESTAÐ Réttar- höldum yfir meintum morðingja Zorans Djindjic, fyrrum forsætis- ráðherra Serbíu, var frestað í gær meðan hæstiréttur landsins íhugaði beiðni verjenda um að dómarinn viki sæti vegna ásakana um tengsl við glæpa- gengi. Réttarhöldum verður fram- haldið í næstu viku. MÓTMÆLA KENNSLUHÁTTUM Um 5000 rússneskumælandi nemar í Lettlandi mótmæltu í gær nýjum lögum sem gera skólum skylt að kenna að mestu á lettnesku. Bann- ið gildir jafnvel þó allir nemendur skólans eigi rússnesku fyrir móð- urmál. Mótmælin eru þau þriðju á einum mánuði gegn lögunum sem voru samþykkt í síðustu viku. RANNSAKA HVARFIÐ Evrópskir vísindamenn hafa gefið upp á bát- inn vonir um að ná sambandi við Beagle 2, farið sem lenda átti á Mars á jóladag. Ekkert hefur heyrst frá farinu frá því það yfir- gaf geimfar sem flutti það til plánetunnar rauðu. Nú leita menn skýringa á því hvað varð um farið. ÓLAFUR Þ. JÓNSSON Var á báðum fund- um óánægjuhóps- ins í Reykjavík og Hafnarfirði. TOGSTREITA Hópur innan VG krefst þess að flokkurinn hverfi aftur til sósíalisma í stað þess að horfa til efri millistéttar. Steingrímur J. Sigfússon er í eldlínunni. Hér er hann á góðri stundu í reiptogi í Nauthólsvík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.