Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 30
30 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR KVIKMYNDIR Íslandsvinurinn og leikstjórinn Eli Roth fór á kostum á Empire-verðlaunaafhendingunni í London í síðustu viku en þar var hann tilnefndur sem besti nýliðinn fyrir hryllingsmyndina Cabin Fever. Hann ætlar að halda áfram á sömu braut og vinnur nú að hand- riti hryllingsmyndarinnar The Box ásamt Richard Kelly sem gerði Donnie Darko. „Hann ætlar að framleiða myndina en ég mun leik- stýra henni.“ The Box er byggð á sögunni Button Button eftir Ric- hard Matheson og hefur áður verið notuð í Twilight Zone þætti en hún segir frá pari sem finnur dularfull- an kassa við útidyrnar einn daginn í ljós kemur að kassinn er þeirri náttúru gæddur að sá sem ýtir á takka á honum verður umsvifa- laust ríkur en það kostar þó að ein- hver ókunnugur deyr um leið. Eli er áhugasamur um hrylling en ætlar þó ekki að festast í þeim geira og ætlar að gera unglinga- grínmynd í anda Porky’s mynd- anna þegar hann hefur lokið við The Box. „Myndin á að heita Scavenger Hunt og það verður mikið af líkamsvökvum á ferðinni þar líka, en samt ekkert blóð.“ Eli sagði það mikinn heiður að fá tilnefningu til Empire-verð- launa og var ekki síður upp með sér yfir því að vera tilnefndur í sama flokki og MacKenzie Crook sem fer á kostum í hlutverki hins furðulega Gareths í The Office. „Hann er snillingur,“ sagði Eli fyr- ir afhendinguna og bætti við „Ég hef heyrt að það sé mikið drukkið á Empire-verðlaununum og ég stefni að því að enda nótt með kyn- lífi með einhverjum hinna til- nefndu. Samt ekki MacKenzie en hann má horfa á.“ ■ Eli í stuði hjá Empire KVIKMYNDIR Komandi helgi verður henni Halle Berry ekkert sér- staklega gæfuleg. Hún lendir nefnilega í því í myndinni Got- hika að vera lokuð inn á geð- veikrahæli sökuð um morð. Það er ekkert sérstaklega þægilegt fyrir hana þar sem hún er sjálf sálfræðingur og þjökuð af minnisleysi. Hún þekkir það vel að það eru fáir sem taka geðsjúk- linga á geðsjúkrahúsi alvarlega. Svo er það ekki til þess að bæta skap hennar eða líðan að hefnd- arfullur draugur er stöðugt að ónáða hana. Aðrir leikmenn í Gothika eru Robert Downey jr og Penelope Cruz. Myndinni er leikstýrt af Mathieu Kassovitz. Lífið verður nú eitthvað blóm- legra fyrir Beyonce Knowles og Cuba Gooding jr í myndinni The Fighting Temptations. Kannski ekki alveg í fyrstu fyrir Cuba sem er rekinn úr vinnu sinni á auglýsingaskrifstofunni. Hann er stórskuldugur og ráðalaus þegar hann fær óvænt skilaboð um að hann hafi fengið stórfé í arf frá fjarskyldri frænku sinni sem býr í smábæ í Suðurríkjun- um. Hann fer á staðinn til þess að sækja peningana en kemst að því að það er maðkur í mysunni. Áður en hann fær peningana þarf hann að setja saman gospelkór og vinna kóramót. Honum lýst ekkert á blikuna í fyrstu en svo hittir hann Beyonce og eins og flestir karl- menn vita gæti hún fengið hvaða mann til þess að stýra kór. Myndinni er leikstýrt af Jon- athan Lynn sem gerði m.a. Clue og The Whole Nine Yards. Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Connelly endar á göt- unni í myndinni House of Sand and Fog. Hún er nýbúin að reka fíkniefnadjöfulinn á dyr þegar yfirvöld vísa henni á dyr, úr sínu eigin húsi, vegna mistaka í kerf- inu. Hún er ekkert sérstaklega sátt við það en áður en hún veit af er búið að selja hús hennar fjölskyldu sem flúði frá Íran nokkrum árum áður. Jennifer vill heimilið sitt aftur en Ben Kingsley, fjölskyldufaðirinn, heldur nú ekki. Þá er barist með kjafti og klóm. Þetta er fyrsta mynd leik- stjórans Vadim Perelman. Mynd- in er tilnefnd til þriggja Ósk- arsverðlauna. Fyrir tónlist, besta leikara í aðalhlutverki og bestu leikkonu í aukahlutverki. ■ ELI ROTH Var í banastuði á Íslandi í desember. Hér er hann ásamt Brynju Valdís Gísladóttir, leikkonu í Grease. Captain Oveur: You ever been in a cockpit before? Joey: No sir, I’ve never been up in a plane before. Captain Oveur: You ever seen a grown man naked? Flugstjórinn Oveur sýnir áhugasömum unglingi stjórnklefa flugvélarinnar í gamanmyndinni Airplane frá árinu 1980 með stóískri ró. AIRPLANE AIRPLANE Bíófrasinn SMS um myndirnar í bíó Lost In Translation Virkilega hugljúf og manneskjuleg kvik- mynd. Hún hefur dáleiðandi áhrif, þökk sé að hluta til frábærri tónlist, og nær að hrífa áhorfandann með sér í óvenjulegt og mjög svo skemmtilegt ferðalag. Drífið ykkur í bíó! KD Monster Hér er á ferðinni óslípaður demantur. Lítil mynd með risastórt og miskunnarlaust hjarta... Einföld og beinskeytt leikstjórn Patti Jenkins skilar eftirminnilegri mynd þar sem Charlize Theron fer með leiksig- ur. Óskarinn er hennar. KD Something’s Gotta Give Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hversu fyndin myndin var. Hafði séð sýnishornið og óttaðist að búið væri að spila út öllum bröndurunum þar, en svo er ekki. Fínasta skemmtun. Big Fish Glæsilegt ævintýri. Hún fær þig til að hlæja, gráta og hrífast með. Hreinn unað- ur frá upphafi til enda. Fimm stjörnur! BÖS 21 Grams Þessi mynd er stórkostleg þó hún sé ljót og hjálpar okkur að skilja mannlega hegðun. Það er nefnilega auðvelt að skilja allar ákvarðanir persónanna, þó þær séu oftast sjúkar og rangar. BÖS The Haunted Mansion Sem fjölskyldumynd er þetta ágætis skemmtun og mun betra en þetta Disneydrasl sem þjóðinni er boðið upp á á hverjum föstudegi. Það er bara sorglegt að sjá hvað hefur orðið af Eddie Murphy og hvernig hann hefur þróast sem grín- leikari. SS The Last Samurai Frábær hrísgrjónavestri sem svíkur ekki enda gerist myndin í Japan í gamla daga þegar orð eins og heiður og hugrekki skip- tu einhverju máli. ÞÞ Kaldaljós Hér leikur allt í höndunum á Hilmari, börn, fullorðnir, tónlist og myndmál, sem skilar sér í fallegri, fagmannlegri, látlausri, sorg- legri en fantavel leikinni eðalmynd. ÞÞ Return of the King Frábær mynd. Hún gefur þeim fyrri ekkert eftir og gengur þvert á móti lengra í mikil- fengleikanum og gulltryggir um leið að þessi þríleikur Peters Jackson er einstakt verk í kvikmyndasögunni, algerlega án hliðstæðu ÞÞ Finding Nemo Stærsti kosturinn við myndirnar frá Pixar er vitaskuld að þær skemmta jafnt börn- um og fullorðnum þannig að það ætti enginn að vera svikinn af þessum sund- spretti um heimshöfin. ÞÞ MONSTER Hin annars snoppufríða leikkona Charlize Theron þykir fara á kostum í hlutverki hinnar stórhættulegu vændiskonu Aileen Wuornos sem kom nokkrum mönnum fyrir kattarnef áður en hún var handtekin og síðar tekin af lífi. HEIMILDARMYND Hvað eiga Gunnar Dal heimspekingur, Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður, Shanil, leigubílstjóri á Indlandi, Kaka, forsætisráðherra fátækrahverfis í sama landi, Ingibjörg Sigurðar- dóttir, fyrrverandi prestsfrú, Batrun skóviðgerðarmaður, Þrá- inn Bertelsson rithöfundur, fiski- menn í fámennu hverfi Kalkútta, Böðvar Markan smábátaútgerðar- maður, Magnús Sigurðsson neta- gerðarmaður, börn í barnaþorpi SOS, næturvakt Lögreglunnar í Reykjavík, húsmóðirin Shankra og betlarar sameiginlegt? Ólafur Jóhannesson leitaði svara við þessari stóru spurningu í heimildarmynd sinni Proximidas sem verður frumsýnd um helgina. „Manneskjan er í forgrunni og er skoðuð með hjálp drauma, vona, minninga og hversdagsleik- ans þar sem atburðir, staðir og umhverfi leika aukahlutverk.“ Nafn myndarinnar er sótt í lat- ínu og stendur fyrir nálægð, nána tengingu eða það sem einhverjir eiga sameiginlegt. „Nálægðin er viðfangsefni myndarinnar og við leitumst við að finna í fólki það sem gerir okkur mannleg, það sem tengir okkur saman, þá ná- lægð sem finna má í fjarlægðinni milli fólks.“ Kvikmyndafélagið Popoli framleiðir myndina en vinnsla hennar stóð yfir í 13 mánuði og tökur fóru fram bæði á Íslandi og Indlandi en viðfangsefnin voru valin af handahófi, sett saman, stundum tengd, stundum ekki. „Hugmyndin að þessari mynd hefur verið í þróun í nokkurn tíma, og tekið á sig síbreytilegar myndir. Það er mikið hægt að ræða þessa hugmynd á heim- spekilegum grunni, orð sem inni- halda ekkert annað en spekúler- ingar.“ ■ Ólíkir heimar - sama fólkið ÓLAFUR JÓHANNESSON Kemst að því í heimildarmyndinni Proximidas að Indverjar og Íslendingar eiga meira sameiginlegt en margan kynni að gruna. Sjúkir söngelskir sálfræðingar? HALLE BERRY leikur sálfræðing sem lendir skyndilega öfugu megin við borððið þegar hún er sett á hæli, minnis- laus, grunuð um morð. GOTHIKA Báðar hafa þær litið betur út, en þær hafa þó hvor aðra. Penelope Cruz reynir að hugga vinkonu sína Halle Berry.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.