Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 8
8 12. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Norðurlönd ■ Evrópa Hættuleg staða „Það verður nú reyndar bara að við- urkennast að það hefur sennilega aldrei verið meiri sátt um mig og mína persónu innan hreyfingarinnar en í dag, þannig að ég þarf kannski að fara að taka enn betur til hend- inni.“ Eggert Magnússon, KSÍ, DV, 11. febrúar. Óvinnandi verk „Það er verðugt verkefni fyrir sál- fræðinga að finna það út hvað veld- ur óbeit Páls blaðamanns [Vilhjálmssonar, innsk.] og raunar alþingismanna á því að menn fái gott verð fyrir eigur sínar.“ Jón Steinar Gunnlaugsson, Morgunblaðið 11. febrúar. Skjótum boðberann „Mér líka ekki þessi skilaboð því eins og þau koma mér fyrir sjónir er verið að segja okkur að laga okkur að stöðluðum fyrirmyndum og við eigum ekki að sætta okkur við smá- vægilega óánægju með útlit okkar.“ Dagný Jónsdóttir, Fréttablaðið 11. febrúar. Orðrétt Krafa ASÍ um starfsmannabúðir við Kárahnjúka: Heilsu og öryggi manna ekki stefnt í hættu STARFSMANNAMÁL „Það er afdráttar- laus krafa verkalýðshreyfingarinn- ar að svefnskálar sem settir eru upp við þær erfiðuðu veðurfarslegu að- stæður sem ríkja á þessu svæði séu með þeim hætti að tryggt sé að heil- su manna og öryggi sé ekki stefnt í hættu og að starfsmenn þurfi ekki að búa við vosbúð og kulda.“ Svo segir í kröfu ASÍ og lands- sambanda sem aðild eiga að virkj- unarsamningi vegna frétta undan- farinna daga af Kárahnjúka- virkjunarsvæðinu um leka og hrun millilofta í svefnskálum starfs- manna. Alþýðusamband Íslands segir að athygli Impregilo hafi verið vakin á því í ágúst á síðasta ári að svefn- skálar sem fyrirtækið vann að upp- setningu á við Kárahnjúka hentuðu ekki íslenskum aðstæðum. Góður aðbúnaður í þeim sé nauðsynlegur þáttur í því að starfsmenn fái notið samfelldrar 11 klukkustunda lág- markshvíldar á hverjum sólarhring, sem þeir eiga rétt á lögum sam- kvæmt, og séu úthvíldir þegar þeir takast á við sín daglegu störf sem oft eru framkvæmd við erfiðar og hættulegar aðstæður. „Verkalýðshreyfingin gerir þá kröfu til Landsvirkjunar og stjórn- valda að þau grípi nú þegar inn í þessar aðstæður og leggi allan þunga sinn á að þessum málið verði komið í lag,“ segir ASÍ og jafn- framt, að gerð sé krafa um að lögum verði breytt á þann hátt að starfs- mannabúðir við virkjunarfram- kvæmdir verði úttektarskyldar af byggingaryfirvöldum. ■ Veruleg fækkun á biðlistum Engin bið er nú eftir aðgerðum á tilteknum sviðum Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Biðlistar á öðrum sviðum hafa styst allverulega. Ástæðan er sögð vera sú að árangur af sameiningu sérgreina sé nú að koma fram. HEILBRIGÐISMÁL Verulega hefur fækkað á nær öllum biðlistum Landspítala - háskólasjúkrahúss, að því er fram kemur í bráða- birgðauppgjöri spítalans vegna rekstrar á síðastliðnu ári. Er nú svo komið að á tilteknum sviðum er engin bið eftir aðgerðum. Anna Lilja Gunnarsdóttir fram- kvæmdastjóri skýrir þessa batn- andi stöðu meðal annars með því að nú sé árangurinn af samein- ingu sérgreina að koma fram. Fjölgun hefur orðið á aðgerð- um í nær öllum sérgreinum utan augnlækninga enda hefur bið eft- ir skurðaðgerð á augasteini lengst. Vegna biðlistans hefur Jón Kristjánsson heilbrigðismálaráð- herra aukið framlögin til augnað- gerða sérstaklega og er gert ráð fyrir 550 fleiri aðgerðum í ár en á liðnu ári vegna þessa. Í takt við stefnu spítalans og þróunina í hinum vestræna heimi fer innlögnum á sólarhringsdeild- ir fækkandi og komum á dag- og göngudeildir fjölgandi. Legum á sólarhringsdeildir fækkar um 1,4 prósent og legu- dögum um 5,8 prósent á einu ári. Meðal - l e g u - t í m i heldur áfram að styttast og fer úr 9,3 dögum í 8,8 daga á spítalanum í heild. Ef að- eins er litið til bráðadeilda þá styttist meðallegutíminn úr 5,3 dögum í 5,1 dag. Kom- um á dagdeildir fjölgaði um 5,2 prósent á þessu ári og um 1,6 prósent á göngudeildum. Vegna aukinnar starfsemi fjölgaði starfsmönnum spítalans á árinu. Í heildina fjölgaði starfsmönn- um um 116 en um þriðjung- ur þeirrar aukningar skýrist með því að Sjúkra- húsapótekið ehf. varð hluti af spítalanum og urðu starfsmenn þess starfsmenn spítalans. Þessi staða á biðlistum styður ummæli Arons Björnssonar, sviðs- stjóra lækninga á skurð- lækningasviði Landspítala í Fréttablaðinu fyrir skömmu. Hann sagði þá að biðlistar væri „algjör tímaskekkja“ og myndu brátt heyra sögunni til. Miðað við góðan ár- angur í lok síðasta árs teldu menn sig vera komna á þá ferð með aðgerðaferli o g skipulagi, að hægt ætti að vera að halda „þeim dampi“ sem sviðið væri á núna. Stefnt væri að ákveðnum markmiðum, sem fælu í sér að eiginlegir biðlistar yrðu úr sögunni í byrjun næsta árs. jss@frettabladid.is Netagerðin Ingólfur: Ísfell kaupir VIÐSKIPTI Samningar hafa tekist um kaup Ísfells ehf. á Netagerð- inni Ingólfi í Vestmannaeyjum af Ísfélagi Vestmannaeyja. Neta- gerðin Ingólfur hefur verið meðal stærstu og virtustu netagerða landsins um langt árabil en Ingólfur Theódórsson netagerðar- meistari stofnaði fyrirtækið árið 1947. Ísfell rekur nú þegar neta- verkstæði á sex stöðum á landinu undir nafninu Ísnet. Ekki eru fyr- irhugaðar neinar starfsmanna- breytingar en viðskiptavinir munu eiga greiðan aðgang að öllu vöruúrvali Ísfells. ■ - Lengd: 210 stundir. - Næsta námskeið: 23. feb. - Kennslutími: 2 kvöld og laugard. - Stgr.verð: 155.800 Á námskeiðinu læra nemendur að hanna, viðhalda og setja upp gagnagrunna og gagnagrunnstengdar vefsíður með þeim forritum sem mest eru notuð á markaðnum í dag. Þeir sem hafa hug á þessu námi þurfa að hafa haldgóða tölvukunnáttu og þekkja vel til Windows stýrikerfisins og notkun internetsins. Allar nánari upplýsingar um námið er að finna á ntv.is Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta: Myndvinnsla fyrir vefinn Fireworks MX 2004 - 54 stundir Almenn vefsíðugerð Dreamweaver MX 2004 - 72 stundir Gagnagrunnstengd vefsíðugerð Dreamweaver MX 2004 - 84 stundir NÁMSGREINAR: MEIRA UM HATURSGLÆPI Sam- kynhneigðir Svíar verða oftar fyrir árásum vegna kynhneigðar sinnar nú en áður. Fjöldi árása á þá tvöfaldaðist á fyrri hluta síð- asta árs. Á sama tíma fjölgaði árásum á innflytjendur um fjórt- án prósent. Árásum á gyðinga hefur hins vegar fækkað. NETVAFRA Í SÍMANN Norska hugbúnaðarfyrirtækið hefur samið við Motorola um að sjá fyrirtækinu fyrir skjávöfrum í farsíma og annan símabúnað. Motorola hefur lýst þeirri stefnu sinni að bjóða upp á tæknilega fullkomnari síma fyr- ir farsímanotendur sem vilja komast á Netið í símanum. FÉLL Á FJÁRMÁLAHNEYKSLI Dan- ir eiga von á nýjum sendiherra frá Kanada eftir að fyrrverandi sendiherra landsins í Kaup- mannahöfn og fyrrum ráðherra var rekinn fyrir þátt sinn í fjár- málahneyksli heima fyrir. Brott- reksturinn kom í kjölfar þess að rannsókn leiddi í ljós að fjármun- um sjóðs í eigu ríkisins hafði ver- ið sólundað. MUNCHEN, AP Forystumenn í Ind- landi og Pakistan þvertóku fyrir að gerast aðilar að samningnum um að stöðva útbreiðslu kjarn- orkuvopna á ráðstefnu um kjarnorkuvopn í Munchen. Mhamud Kasuri, utanríkisráð- herra Pakistans, þvertók fyrir að land sitt skrifaði undir samning- inn en sagði að Pakistanar myndu virða ákvæði hans enda ekki í þeirra þágu að fleiri ríki réðu yfir gereyðingarvopnum. „Það er engin leið að Indland undirriti samninginn,“ sagði Brajesh Mishra, þjóðaröryggis- ráðgjafi indversku ríkisstjórnar- innar. ■ FÆKKUN Á BIÐLISTUM LSH Janúar Janúar 2003 2004 Vélindabakflæði/þindarslit 385 220 Gerviliðaaðgerð á hné 170 114 Gerviliðaaðgerð á mjöðm 146 72 Hjartaþræðing 149 110 FJÖLGUN AÐGERÐA Skurðaðgerðir 2,9% Hjartaþræðingar 16,0% Kransæðavíkkanir 9,3% Fæðingar 2,7% Tæknifrjóvganir 5,7 Röntgenrannsóknir 2,4% MHAMUD KASURI Utanríkisráðherra Pakistans þvertók fyrir að skrifa undir samninga. Heftun útbreiðslu kjarnorkuvopna: Gerast ekki aðilar Á KÁRAHNJÚKAVIRKJUNARSVÆÐINU Alþýðusamband Íslands krefst þess að aðstaða starfsmanna við Kárahnjúka verði bætt. STYTTING BIÐLISTA Verulega hefur saxast á biðlista á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á síðastliðnu ári. Er það talið stafa af hagræðingaráhrifum vegna sameiningar stóru spítalanna. KARADZIC OG MLADIC Í BELGRAD Carla Del Ponte, yfirsaksóknari stríðsglæpadómstólsins í Haag, segist hafa heimildir fyrir því að Radovan Karadzic og Ratko Mladic, fyrrverandi leiðtogar Bosníu-Serba, séu í felum í Belgrad. Báðir eru þeir eftirlýst- ir fyrir stríðsglæpi og þjóðar- morð í Bosníustríðinu. Del Ponte segir að Karadzic og Mladic njóti verndar landsmanna sinna, sem líti á þá sem hetjur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.