Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2004 Reyna að fá dauðadómi hnekkt vegna barsmíða í æsku: Þekktum bara barsmíðar BANDARÍKIN „Við þekktum ekkert annað en barsmíðar. Við vorum alin upp eins og dýr,“ sagði Bessie Willi- am, systir Johns Muhammad, sem var dæmdur til dauða fyrir leyniskyttumorðin sem kostuðu þrettán manns lífið og héldu íbúum í Washington, höfuðborg Bandaríkj- anna, og nágrenni í stöðugum ótta haustið 2002. Orð sín lét Williams falla í yfir- lýsingu sem verjendur Muhammads lögðu fram við dómstóla þar sem þess er farið á leit að dauðadómur- inn yfir Muhammad verði mildaður að því er CNN greindi frá. Þeir von- ast til að með því að varpa ljósi á æsku hans aukist líkur á því að hann sleppi við aftöku. Því er haldið fram að tveir frændur systkinanna hafi beitt þó ofbeldi í æsku. „Líf okkar var hreint helvíti. Við vorum barin. Ég myndi ekki óska versta óvini mínum þess uppeldis sem við fengum,“ sagði Aurolyn Mari Williams, önnur systir Muhammads. Hún segir að Muhammad hafi verið barinn lát- laust og að systkinin öll hafi verið barin með hnúum og bareflum. ■ Húshrunið í Tyrklandi: Leit hætt KONYA, AP Leit hefur verið hætt í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í tyrknesku borginni Konya í síðustu viku. Lík 92 hafa fundist og hafa verið borin kennsl á 90 þeirra. Ekki hafa verið borin kennsl á tvö lík en talið er að þau séu af tveimur íbúum sem er saknað eftir hús- hrunið. 29 manns björguðust úr rúst- um hússins, flestir fyrstu dag- ana en tveir fundust á lífi á mánudag, sex dögum eftir að húsið hrundi. Sú síðasta sem bjargaðist er 24 ára kona sem liggur á sjúkrahúsi með illa far- in lungu og nýra. ■ JOHN MUHAMMAD Kviðdómur dæmdi hann til dauða fyrir þátt hans í leyniskyttumorðunum haustið 2002. SÍÐASTA SEM BJARGAÐIST Hin 24 ára Yasemin Yaprakci brosti breitt þegar henni var bjargað úr rústunum. John Kerry Nokkrum vikumfyrir fyrstu forkosningarnar virtist hann ekki njóta mikils fylg- is. Hann naut hins vegar góðs af ákvörðun Dicks Gephardt að draga framboð sitt til baka og hefur eflst með hverjum kosningum síðan þá. John Edwards Menn lýstuefasemdum um möguleika Edwards í upphafi vegna lítillar reynslu hans og þess hversu óþekktur hann er. Hann bindur vonir við að hagur sinn vænkist ef Howard Dean dreg- ur sig í hlé í næstu viku. Howard Dean Virtistósigrandi skömmu fyrir fyrstu forkosning- arnar. Síðan þá hefur allt gengið á afturfótunum og hann gefið út að úrslitin ráðist í forkosningunum í Wisconsin í næstu viku. Vinni hann ekki þá er baráttan búin. Wesley Clark Hershöfð-inginn fyrrverandi var eftirlæti fjölmiðla sem fylgdust spenntir með því hvort og hvenær hann gæfi kost á sér. Hann mætti seint í baráttuna og gaf drauminn upp á bátinn í gær. Joe Lieberman Varafor-setaefni Als Gore í forseta- kosningunum fyr- ir fjórum árum sóttist eftir til- nefningu en fékk lítinn hljóm- grunn. Fékk tak- markað fylgi og dró framboð sitt til baka. Al Sharpton Átti aldreimöguleika á að bera sigur úr býtum en sá möguleika á að vekja athygli á baráttumálum sínum. Fékk tíu prósent atkvæða í Suður-Karólínu en hefur mælst með innan við prósent í fimm ríkjum. Dennis Kucinich Vinstri-manninn í hópnum gat vart dreymt um að verða for- seti. Langbesta árangri sínum náði hann í Maine, þriðja sæti og sextán prósentum at- kvæða. Segist halda áfram þar til yfir lýkur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.