Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 31
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM GOTHIKA Internet Movie Database - 5.5 /10 Rottentomatoes.com - 17% = Rotin Entertainment Weekly - C Los Angeles Times - 1 1/2 stjarna (af 5) THIRD NAME HOUSE OF SAND AND FOG Internet Movie Database - 7.5 /10 Rottentomatoes.com - 76% = Fersk Entertainment Weekly - B+ Los Angeles Times - 5 stjörnur (af fimm) THE FIGHTING TEMPTATIONS Internet Movie Database - 5.0 /10 Rottentomatoes.com - 44% = Rotin Entertainment Weekly - B+ Los Angeles Times - 4 stjörnur (af fimm) FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2004 Frumsýndarum helgina KVIKMYNDIR Nú hefur það fengist staðfest að loksins eigi að gera kvikmynd í fullri lengd um Simp- son-fjölskylduna. Gerð myndar- innar er hafin en er þó stutt kom- in. „Við erum með mjög góða og athyglisverða hugmynd sem er ólík þáttunum,“ sagði James L Brooks, einn af framleiðendum þáttanna, í viðtali við Variety. „Myndinni svipar til South Park myndarinnar að því leyti að hún er stærri, lengri og bjagaðri út- gáfa af þættinum. Ég get ekki sagt ykkur nein smáatriði, eigin- konan mín veit ekki einu sinni leyndarmálið.“ Mike Reiss, einn höfundur þáttanna, segir hugmyndina hafa verið á lofti frá því að önnur serí- an var gerð fyrir 13 árum síðan. Kvikmyndafyrirtækið Fox ákvað skyndilega að láta verða af myndinni og ætlar að eyða dágóð- um pening í gerð hennar. Búist er við því að gerð myndarinnar taki allt að tveimur árum. ■ KVIKMYNDIR Breski leikstjórinn Christopher Nolan lofar aðdáend- um myndasöguhetjunnar Batman betri mynd en gerð var síðast. Flestir eru á því máli að myndin Batman & Robin sem skartaði þeim George Clooney, Umu Thur- mann og ríkisstjóranum Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverk- um hafi verið ansi slæm. Nolan segir að nýja myndin, sem heitir Batman: Intimidation, sé ekki framhald síðustu myndar og lofar að gera hana eins ólíka og mögu- legt er. Nolan ætlar að kafa aftur að rótum sögunnar í myndinni. „Mig langaði til þess að gera sögu um uppruna persónunnar,“ sagði Nolan í viðtali við Empire. „Sú saga hefur ekki verið sögð áður. Veröld Batman á sér hlið- stæðu í raunveruleikanum. Fólk þekkir þessa venjulegu veröld sem þessi óvenjulega hetja rís upp úr.“ Af þessum ummælum Nolans að dæma má líka reikna með því að myndin verði ólík tveimur Bat- man myndum Tims Burton. Handritshöfundurinn David Goyer segir einnig að megin- áherslan sé á persónu Bruce Way- ne, en ekki hinn leðurklædda Bat- man. „Ef okkur tekst áætlunar- verk okkur verður mest talað um það að áhorfendur fundu til með Bruce Wayne, en ekki honum sem Batman,“ sagði Goyer. „Á endan- um skiptir engu máli hversu mikl- um peningum þú eyðir í tækni- brellur – ef myndin er innantóm, er öllum sama um hana.“ ■ BATMAN Kíkir víst við á Íslandi áður en hann kemst aftur upp á hvíta tjaldið. Betri Batman THE SIMPSONS Þá er það orðið opinbert, kvikmynd um Simpson-fjölskylduna er á leiðinni. Hómer loksins í bíó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.