Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 39
39FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2004 Áttu vini í Færeyjum? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 1 96 63 04 /2 00 4 Innifalið: Flug til Færeyja, flugvallarskattur og tryggingargjald. Takmarkað sætaframboð Sími: 570 3030 Tengiflug, 50% afsláttur með FÍ frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum vegna Færeyjaferðar (hafið samband við sölufulltrúa þegar flug til Færeyja hefur verið bókað á netinu). Einstakt tilboð á flugi, aðeins 7.500 kr. KÖRFUBOLTI Randy Ayers fékk ekki mikinn tíma til að sanna sig, sem þjálfari Philadelphia 76ers í NBA- deildinni í körfubolta, því hann var rekinn í gær. Ayers er einn þjálfarinn til viðbót- ar þeim fjölmörgu sem hafa þurft að taka pokann sinn á síðustu tíu mánuð- um en öll liðin nema eitt á austurströndinni (Atlanta Hawks) hafa skipt um karlinn í brúnni frá lokum síðasta tímabils. Phila- delphia 76ers er til dæmis að breyta í annað sinn á hálfu ári en Larry Brown hætti með liðið síðasta sumar. Ayers er sjöundi NBA-þjálfarinn sem er rekinn frá því að þetta tímabil byrjaði en 18 þjálfarabreytingar hafa orðið í deildinni frá því að síðasta tíma- bili lauk í apríl fyrir tæpu ári síðan. Aðstoðarmaður Aykers, Chris Ford, mun fá stöðuhækkun og stjórna liðinu til að byrja með en Phildelphia hefur gengið afar illa að undanförnu og útlitið er ekki gott í barátt- unni um að komast inn í úrslitakeppnina í vor. Lið- ið hefur tapað 8 af síðustu tíu leikjum sínum og er í hættu á að missa af úr- slitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. ■ HNEFALEIKAR Úkraínumaðurinn Vitali Klitschko og Corrie Sanders frá Suður-Afríku vilja berjast um WBC-titilinn í hnefaleikum, sem nú er á lausu eftir að Lennox Lewis lagði hanskana á hilluna. Sanders, sem er fyrrum WBO- meistari, rotaði Vladimir, bróður Vitali, í annarri lotu fyrir tæpu ári. Hann hefur unnið 39 af 41 bardaga sínum, þar af 29 með rot- höggi. „Þegar ég vinn Vitali verð ég örugglega sá eini sem hefur unnið tvo bræður í sama þyngdar- flokki,“ sagði hinn 38 ára gamli Sanders. Lennox Lewis telur að Sanders verði næsti WBC-meist- ari. „Corrie hefur lagt hart að sér í langan tíma og á skilið að fá þetta tækifæri. Ég held að hann gæti orðið verðugur meistari.“ Ef Sanders vinnur Vitali reikn- ar hann með að næsti bardagi verði gegn bróður hans Vladimir. „Ég held að hann vilji berjast við mig aftur. Ég held að það væri frábært fyrir heiminn að sjá ann- an bardaga á milli okkar því allir héldu að ég hefði verið heppinn að vinna hann áður,“ sagði hann. ■ FÓTBOLTI Phillips var lengi vel þekktastur fyrir að vera fóstuson- ur Ian Wright, fyrrum marka- hróks Arsenal, en er nú smám saman að stíga út úr þeim skugga. Phillips hefur verið lengi að þroskast sem knattspyrnumaður. Þegar hann hóf feril sinn sem at- vinnumaður hjá Nottingham For- est mætti hann fljótlega miklu mótlæti en lét það ekki buga sig. „Mestu vonbrigðin á ferlinum voru þegar ég var látinn fara frá Nottingham Forest þegar ég var 16 ára,“ sagði Phillips í samtali við BBC. „Ég hélt að mér yrði boðinn nýr samningur en það var hringt í mig um sumarið og mér sagt að ég yrði látinn fara. Þeir sögðu að ég væri of lítill og ekki nógu góður til að standa mig á meðal þeirra bestu.“ Phillips þakkar föður sínum að miklu leyti frama sinn eftir það. Hann hafi kennt honum allt sem hann kann. „Pabbi gaf mér góð ráð. Hann sló ekki í gegn fyrr en hann var 22 ára og það fékk mig til að sjá að ég ætti enn möguleika í boltanum. Hann sagði mér að gefast ekki upp og að ég yrði að trúa á sjálfan mig. Þótt þú fáir bakslag eins og þetta verður þú að halda þínu striki.“ Phillips gekk til liðs við Manchester City sama sumar og hann hætti hjá Forest en átti erfitt með að festa sig í sessi hjá félag- inu. Eftir að Kevin Keegan tók við stjórn liðsins 2001 fór hins vegar að birta til og var hann m.a. valinn í U-21 árs landslið Englands. Phillips veit að hann getur enn bætt sig þrátt fyrir að vel hafi gengið á þessu ári. „Ég þarf enn að laga fyrirgjafirnar hjá mér. Ég æfi þær á hverjum degi. Lykillinn er trú. Ef þú trúir að þú getir eitt- hvað þá geturðu það,“ segir leik- maðurinn knái. ■ Þeir sögðu mig of lítinn Shaun Wright-Phillips, vængmaðurinn smái en knái í liði Manchester City, hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína undanfarið. SHAUN WRIGHT-PHILLIPS Fæddur: 25. október 1981 í London Hæð: 165 cm Lið: Manchester City Staða: Hægri vængur PHILLIPS Var lengi vel þekktastur fyrir að vera fóstursonur Ian Wright. Hann er nú að stíga út úr þeim skugga. LEIÐIR SKILJA MEÐ AYERS OG IVERSON Allen Iverson og Randy Ayers munu ekki starfa lengur saman í NBA því Ayers var rekinn í gær. NBA-deildin í körfubolta: Enn einn þjálfarinn rekinn Daninn Jacob Laursen: Úr fótbolta í fasteignir FÓTBOLTI Jacob Laursen hefur lagt skóna á hilluna til að gerast fast- eignasali. Laursen, sem er 32 ára varnarmaður, hefur spilað 25 landsleiki fyrir Danmörku. Á ferli sínum hefur hann m.a. spilað með Leicester, Wolves, Derby County og Rapid Vín. „Jac- ob er kominn á þann aldur að það er eðlilegt fyrir hann að að íhuga hvað tekur við eftir að fótbolta- ferlinum lýkur,“ sagði í yfirlýs- ingu frá félagi hans Vejle í Dan- mörku. Forráðamenn Vejle virða ákvörðun Laursens en höfðu þó vonast til að hann myndi klára þetta tímabil með liðinu. ■ SANDERS OG LEWIS Lennox Lewis ætlar að styðja Sanders í vænt- anlegum bardaga gegn Klitschko. Hnefaleikar: Sanders og Klitschko í hringinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.