Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 2
2 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR „Jú. Útsýnið er miklu skemmtilegra.“ Bryndís Marteinsdóttir er formaður Haxa, félags líffræðinema í Háskóla Íslands. Líffræðinemar eru ósáttir við lítið lespláss í nýju Náttúrufræðahúsi – en í því er einhver stærsti og dýrasti gluggi landsins. Spurningdagsins En er ekki útsýnið miklu betra, Bryndís? LÖGREGLUMÁL „Í gær kom staðfest- ing frá Vilníus þess efnis að fingraför mannsins sem fannst látinn í höfninni í Neskaupstað samsvöruðu fingraförum þar- lends ríkisborgara,“ segir Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eski- firði. Inger segir manninn hafa ver- ið fæddan 20. nóvember árið 1974 í Telsiai í Litháen og heitið Vaidas Jucevicius. Lögregla þar í landi hafði samband við móður hans og þekkti son sinn á þeirri mynd sem henni var sýnd. Lögregla biður alla þá sem veitt geta einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband. Á miðvikudag fékkst staðfest- ing frá Interpol í Wiesbaden í Þýskalandi um að hinn látni væri þekktur í skrám lögreglunnar þar í landi og að teknar hefðu verið af honum myndir og fin- graför í tengslum við afbrot þar í landi. Þar hafði maðurinn gefið upp að hann væri fæddur í Vilní- us þann 20. nóvember árið 1977. Lögregluyfirvöld á Íslandi fengu sendar myndir af manninum frá Interpol í Þýskalandi. Inger segir einhverjar ábend- ingar hafa borist eftir að teikning af manninum var birt í fjölmiðl- um og að verið sé að vinna út þeim. Hún segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við málið og að enginn hafi verið yf- irheyrður með réttarstöðu grun- aðs manns. Ekki hafa enn komið endan- legar niðurstöður úr krufningu og því ekki hægt að segja fyrir víst hver dánarörsök mannsins hafi verið. Jucevicius kom hing- að til lands 2. febrúar og var með yfir 400 grömm innvortis af efni sem talið er vera amfetamín. Efninu hafði verið komið fyrir í 50–60 sérútbúnum hylkjum. Hann átti pantað far aftur til Kaupmannahafnar 6. febrúar en skilaði sér aldrei í flugið. hrs@frettabladid.is Mánafoss skemmdist töluvert þegar skipið tók niðri við Eyjar: Gæslan dregur skipið SKIPSTRAND Töluverðar skemmdir urðu á Mánafossi, skipi Eim- skipafélagsins, þegar skipinu hlekktist á í fyrrinótt á leið út úr Vestmannaeyjahöfn. Mánafoss var á leið úr höfn í Vestmanna- eyjum í fyrrinótt þegar skipið lenti á Heimakletti. Við það fór stýri úr sambandi og skrúfan skemmdist. Var Mánafoss kom- inn upp að berginu við Ystaklett þegar áhöfn Lóðsins tókst að koma dráttartaug í skipið og draga það til hafnar. Við nánari skoðun á Mánafossi í gærmorgun kom í ljós að skrúfa skipsins er talsvert skemmd ásamt því að skemmdir hafa orð- ið á stýri. Botninn er rispaður á nokkrum stöðum en ekki hefur komið leki að skipinu. Eimskip samdi í gærmorgun við Landhelgisgæsluna um að draga Mánafoss til Reykjavíkur, þar sem farmur skipsins verður losaður frá borði. Eftir nánari skoðun í Reykjavík verður tekin ákvörðun um það hvar viðgerð fer fram. Ekki er reiknað með meirihátt- ar frávikum í flutningaáætlun Eimskips vegna þessa óhapps. ■ Heilbrigðisráðherra í Eyjum: Þjónusta verður ekki skert HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisþjón- usta í Vestmannaeyjum verður ekki skert, að því er fram kom í máli Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra á opnum fundi á Heilbrigðisstofnuninni í Eyjum í gær. Þar er nú rekið sjúkrahús með veltu upp á hálfan milljarð á ári. Þar er heilsugæsla, en auk þess bráðamóttaka og skurð- stofa. Uppsafnaður halli á heilbrigð- isstofnuninni á árunum 2002 og 2003 var um 60 milljónir króna, að því er fram kom í Eyjafréttum í gær. Þar af voru 20 milljónir frá síðasta ári. Ráðherra tilkynnti að hallinn frá 2003 yrði jafnaður út, en verið væri að athuga árið 2004. Í máli ráðherra kom enn frem- ur fram að hans stefna væri sú að heilsugæslan verði flutt frá ríki til sveitarfélaga, að því tilskildu að tryggt sé að þau ráði við að veita þá þjónustu. Hann sagði að slíkt fyrirkomulag hefði gefist vel í þeim tilraunasveitarfélög- um þar sem þessum málum væri svo háttað. Fíkniefnamál: Þrennt í átta daga gæslu- varðhald FÍKNIEFNAMÁL Tveir karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær eftir að Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann nokkuð magn af hvítu efni við leit á konunni. Efnin voru falin innvortis. Fólkið var úrskurðað í gæslu- varðhald í átta daga og stendur rannsókn málsins yfir. Ekki hef- ur fengist uppgefið hversu mik- ið magn fannst á konunni og ekki er ljóst um hvaða efni var að ræða. ■ Lögreglumenn reknir: Morðtilraun og dópsala WASHINGTON, AP Tugir lögreglu- manna í bandarísku alríkislög- reglunni, FBI, voru reknir úr starfi eftir að upp komst um margvíslega glæpi sem þeir höfðu framið. Meðal glæpanna eru manndráp, fíkniefnasmygl, morðtilraun, þjófnaður og sam- neyti við vændiskonur. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir þremur árum en haldið leyndri þar til nýlega. Samkvæmt henni voru átta eða níu lögreglumenn rekn- ir á ári hverju vegna glæpa sem þeir höfðu framið eða vegna misnotkunar á aðstöðu sinni. Skýrslan tekur til áranna 1986 til 1999. ■ VESTMANNAEYJAR Jón Kristjánsson á opnum fundi um heil- brigðisþjónustu í Vestmannaeyjum í gær. VAIDAS JUCEVICIUS Sýslumaðurinn á Eskifirði sendi í gær út myndir af manninum sem fannst látinn í höfninni í Neskaupstað. MÁNAFOSS VIÐ BRYGGJU Í EYJUM Töluverðar skemmdir urðu á skipinu þegar því hlekktist á í innsiglingunni í Vestmannaeyj- um. Varðskip Landhelgisgæslunnar mun draga skipið til hafnar í Reykjavík. STÓÐHESTABLAÐ Hart er tekist á á útgáfumarkaði stóðhesta- blaða. Hart barist á útgáfumark- aði hestatímarita: Lögbanni hótað ÚTGÁFUMÁL „Þessi uppákoma hefur tafið útkomu stóðhestablaðsins, því við þurftum að athuga réttarstöðu okkar í kjölfarið með lögfræðing- um okkar. Niðurstaða þess er sú að við erum í fullum rétti til að gefa út blaðið og munum starfa áfram samkvæmt því,“ sagði Jón Ólafs- son hjá tímaritinu Hestum. Hart er nú barist á útgáfumark- aði hestatímarita vegna útgáfu stóðhestablaða. Eiðfaxi hefur um árabil gefið út kynningar- og aug- lýsingablað um stóðhesta á land- inu. Útgáfufyrirtækið Hestar ætl- ar einnig að gefa út stóðhestablað í ár, enda um góðar auglýsingatekj- ur að ræða með slíkri útgáfu. Tímarit og stóðhestablað Hesta fást ókeypis á Essó - bensínsölu- stöðvum. Lögmaður Hrossaræktarsam- taka Suðurlands og Eiðfaxa hefur vegna þess ritað aðstandendum Hesta bréf, þar sem þess er krafist að fallið verði frá „óbreyttri út- gáfu“ á „Nýju stóðhestablaði“ sem fyrirhuguð sé þann 25. febrúar nk. Ljóst sé að hún brjóti að óbreyttu gegn höfundarrétti viðkomandi út- gefenda sem um árabil hafi gefið út tímaritið Stóðhestar. Þá felist í henni brot gegn grein samkeppn- islaga um óréttmæta viðskipta- hætti. Verði ekki orðið við „áskor- un þessari“ og breytingar gerðar verði ekki hjá því komist að krefj- ast lögbanns við útgáfunni. ■ Kýpurdeilan: Tilræði við ráðherra KÝPUR, AP Leiðtogar gríska og tyrkneska hluta Kýpur hittust í gær á fundi til þess að ræða mögulega lausn á deilunni sem hefur skipt eyjunni í tvo hluta í þrjátíu ár. Þessar viðræður leiðtoganna eru álitnar besta tækifæri til lausnar deilunnar frá upphafi. Fulltrúar leiðtog- anna gáfu þó til kynna að við- ræðurnar yrðu langar og erfið- ar. Skömmu áður en fyrsti fund- urinn var haldinn sprakk sprengja við heimili forsætis- ráðherra tyrkneska hluta eynn- ar. Óttast er að tilræðið sé til marks um að öfgafullir hópar vilji koma í veg fyrir að samein- ing eyjarnnar nái fram að ganga fyrir 1. maí en þá verður Kýpur hluti af Evrópusambandinu. Kýpur hefur verið skipt í tven- nt frá því að Tyrkir gerðu innrás í landið af ótta við að eyjan yrði sameinuð Grikklandi. ■ Bar kennsl á son- inn af myndum Staðfest er að líkið sem fannst við netabryggjuna í Neskaupstað fyrir rúmri viku er af þrítugum Litháa. Móðir mannsins bar kennsl á hann af myndum hjá lögreglu í Vilníus í Litháen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.