Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 24
JÓN ATLI JÓNASSON
Leikritaskáld. Nýlega frumsýndi Borgarleik-
húsið Draugalestina eftir Jón Atla og í
kvöld verður annað verk hans, Brim, frum-
sýnt af Vesturporti í Vestmannaeyjum.
??? Hver?
Ég er góður strákur, jafnlyndur og rólegur.
??? Hvar?
Í Þrengslunum á leið í Herjólf.
??? Hvaðan?
Ég er fæddur og uppalinn í Vesturbæn-
um í Reykjavík en ættaður af Eyrar-
bakka.
??? Hvað?
Ég gef fiskunum. Dóttir mín sem er sjö
ára var að fá tvo voða flotta gullfiska.
??? Hvernig?
Af því það er aðalsportið að gefa þeim,
ekki er hægt að klappa fiskunum. Ég
hélt að þetta væri einfaldasta gæludýrið.
??? Hvers vegna?
Það eru ekki til nein námskeið um um-
önnun gullfiska eins og er til dæmis
með hunda.
??? Hvenær?
Hvenær? Ég verð að passa að hún gefi
þeim ekki of mikið, þannig að ekki of oft.
■ Andlát
Herborg Jónasdóttir er látin.
Garðar Bergmann Benediktsson,
Stekkjaholti 22, Akranesi, lést þriðjudag-
inn 17. febrúar.
Margrét E. Guðmundsdóttir, Vestur-
hópshólum, Álagranda 23, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 17. febrúar.
24 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR
Það er allt á fljúgandi sigl-ingu,“ segir Bjarni Jóhanns-
son, en hann hefur komið á fót
sælgætisverksmiðjunni Mola
ehf. á Dalvík ásamt Rúnari Jó-
hannessyni og konu hans Sif Sig-
urðardóttur.
Moli ætlar að endurvekja
Akrakaramellurnar og reiknað
er með að þeim verði tekið fagn-
andi. „Við notum vörumerkið
þar sem margir þekkja þessar
karamellur. Við erum líka komn-
ir með upprunalegu uppskrift-
ina sem við ætlum að nota. Þetta
verða því ekta Akrakaramellur.
Síðar munum við að minnsta
kosti gera lakkrískaramellur,“
segir Bjarni enda þeir bræður
miklir lakkrískarlar.
„Sælgætisgerð er okkur ekki
óþekkt. Við áttum Parma í Hafn-
arfirði þar sem við létum smíða
stærsta lakkríspott á landinu.
Við vorum líka í Völu og Ís-
lensku sælgæti þar sem við
fluttum lakkrís út í tonnatali.“
Það verður ekki bara karamellu-
gerð á Dalvík, þar sem þegar er
hafin framleiðsla á brjóstsykri í
svipaðri línu og stærsti sælgæt-
isframleiðandi landsins, Nói Sír-
íus, framleiðir. Bjarni segist þó
ekkert vera hræddur við sam-
keppnina við risann. „Parma var
selt Nóa Síríusi þannig að þeir
eru búnir að gleypa okkur einu
sinni.“
Matvælaiðnaðurinn hefur
blómstrað í húsnæði sælgætis-
gerðarinnar. Þar var áður
rækjuvinnsla en nú er, auk
Mola, Íslandsfugl í sama húsi
og gengur sambúðin mjög vel.
Ekki er þó að vænta nýrrar teg-
undar kjúklingakaramellu á
næstunni. ■
Brynja Benediktsdóttir, leikkona og
leikstjóri, er 66 ára.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona er
55 ára.
Geimfarinu Friendship 7 varskotið á loft frá Flórída að
morgni 20. febrúar árið 1962.
Geimfarinn John Glenn var innan-
borðs en þetta var í fyrsta skipti
sem Bandaríkjamenn freistuðu
þess að koma mönnuðu geimfari á
sporbaug um jörð. Tilraunin
heppnaðist vel og þegar Glenn
hrapaði til jarðar 4 klukkustund-
um, 55 mínútum og 23 sekúndum
eftir flugtak var hann orðinn þjóð-
hetja, enda fyrsti Bandaríkjamað-
urinn sem fór út fyrir gufuhvolfið.
Geimferðin var mikilvægur
áfangasigur fyrir Bandaríkja-
menn en þeir stóðu nú jafnfætis
Sovétmönnum, sem höfðu tekið
forystuna í geimkapphlaupinu
þegar kalda stríðið var í algleymi
með því að koma Júrí Gagarín út í
geim. Þá ávann NASA sér aukið
traust hjá þinginu og fékk aukið
fjármagn til geimrannsókna.
Glenn hafði búið sig undir
geimferðina með þriggja ára
stífri þjálfun og fann ekki fyrir
neinum líkamlegum óþægindum í
þyngdarleysinu. Hann varð síðar
öldungardeildarþingmaður fyrir
Ohio en geimurinn kallaði á hann
á ný. Þann 16. febrúar árið 1998
var honum aftur skotið út fyrir
gufuhvolfið en Glenn hafði farið
þess á leit við NASA að hann fengi
að taka þátt í áhrifum þyngdar-
leysis á gamalmenni. ■
Sælgæti
MOLI Á DALVÍK
■ Endurvekur gömlu Akrakaramellurnar.
■ Persónan
Það hefur verið ótrúlegur kuldihér síðustu daga og mér líður
eins og ég sé stödd á Íslandi,“ seg-
ir Bára Sigurjónsdóttir, fyrrum
verslunarmaður, sem þessa dag-
ana dvelur í Miami í Bandaríkjun-
um hjá vinkonu sinni. Þrátt fyrir
að Bára sé orðin 82 ára gömul læt-
ur hún engan bilbug á sér finna.
„Það er alltaf einhver hreyfing á
mér þrátt fyrir að ég ferðist ekki
eins mikið og áður, enda mátti
milliveginn fara.“
Bára er fædd og uppalin í
Hafnarfirði en bjó lengst af í
Drápuhlíð í Reykjavík. Í dag er
hún aftur komin á bernskuslóðir.
„Húsið í Drápuhlíð var á tveimur
hæðum og orðið gamalt. Þegar
aldurinn færist yfir kemur meiri
löngun til að taka hlutunum ró-
lega. Ég fann þessa yndislegu
íbúð í Hafnarfirði, sló til og sé
ekki eftir því.“ Hún segist iðulega
rekast á gamla leikfélaga og
skólasystkin. „Svo eru engir
stöðumælar,“ segir hún og hlær,
enda minnug þess hversu erfitt
reyndist að fá stæði við verslun-
ina sem hún rak á Hverfisgöt-
unni.
Bára rak verslunina sína Hjá
Báru í rúma hálfa öld. Glæsifatn-
aður fyrir konur var aðalsmerki
verslunarinnar og fór Bára marg-
ar innkaupaferðir til New York. Á
þessum ferðum sínum kynntist
hún Iran Iztakhan, vinkonu sinni
af persneskum ættum. „Ég er ein-
mitt stödd hjá henni núna. Það
kannast margir við hana heima á
Íslandi. Hún vann í móttöku á hót-
eli í New York sem Íslendingar
heimsóttu mikið. Við urðum fljótt
vinkonur og sá vinskapur hefur
haldist í yfir fjörutíu ár.“
Bára hætti verslunarrekstri
fyrir tæpum fjórum árum en seg-
ist langt frá sest í helgan stein.
„Ég hef aldrei haft meira að gera.
Það var orðið tímabært að hætta
enda vinnudagurinn langur. Í dag
gefst mér tækifæri til að rækta
fjölskyldu mína og vini. Þá nýt ég
þeirra forréttinda að geta sofið út
ef mér hentar, ferðast og notið
mín við lestur góðra bóka.“
Þegar Bára er beðin að líta yfir
farinn veg kemur upp í hugann
hversu ört heimurinn hefur
breyst og þá ekki til hins betra.
„Lífið virtist einfaldara hér áður.
Óheiðarleikinn er meira áberandi
í dag og ég sé hann birtast í ýms-
um myndum.“ ■
Afmæli
BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR
■ fyrrum verslunarmaður er 82 ára í
dag. Hún nýtur lífsins og segist aldrei
hafa haft eins mikið að gera.
KELSEY GRAMMER
Þessi geðþekki leikari, sem öðlaðist heims-
frægð fyrir túlkun sína á geðlækninum
snobbaða Frasier Crane, er 49 ára í dag.
20. febrúar
■ Þetta gerðist
1792 Póstþjónusta er sett á laggirnar í
Bandaríkjunum.
1809 Hæstiréttur Bandaríkjanna úr-
skurðar að alríkislög séu æðri
öllum lögum einstakra ríkja.
1872 Metropolitan-listasafnið opnar í
New York.
1944 Bandarískar herflugvélar hefja
sprengjuárásir á þýskar her-
gagnaverksmiðjur í seinni heims-
styrjöldinni.
1999 Listskautadans-
arinn Tara Lip-
inski verður
yngsti gullverð-
launahafi í
sögu vetrar
ólympíuleik-
anna þegar
hún vinnur í
kvennaflokki í
Nagano í Japan.
RÚNAR JÓHANNESSON
Sælgætisframleiðandi á Dalvík sem ætlar
að gera ekta Akrakaramellur eftir
upprunalegu uppskriftinni.
Í samkeppni við risann
JOHN GLENN
■ Fór fyrstur Bandaríkjamanna út í
geiminn á þessum degi. Hann sneri aftur
þjóðhetja og fór síðar á þing.
20. febrúar
1962
Á ferð og flugi
á níræðisaldri
13.30 Margrét Ólafsdóttir, áður til
heimilis í Nökkvavogi 12, Reykja-
vík, verður jarðsungin frá Lang-
holtskirkju.
13.30 Eva Karlsdóttir, Syðri-Brekku,
Austur-Húnavatnssýslu, verður
jarðsungin frá Þingeyrarkirkju.
14.00 Ólafur Pétur Sveinsson, Áshamri
63, Vestmannaeyjum, verður jarð-
sunginn frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum.
15.00 Kristinn Guðmundsson, húsasmíða-
meistari og byggingaeftirlitsmaður,
Langagerði 74, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju.
15.00 Árni Guðjónsson, hæstaréttarlög-
maður, Bergstaðastræti 3, Reykja-
vík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
16.00 Ragnheiður Þórisdóttir, Rangár-
völlum 3, Keflavík, verður jarð-
sungin frá Keflavíkurkirkju.
■ Jarðarfarir
■ Afmæli
JOHN GLENN
Varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að
bregða sér út fyrir gufuhvolf jarðar þann
20. febrúar árið 1962. Hann endurtók svo
leikinn, þá orðinn virðulegur öldungar-
deildarþingmaður, í febrúar 1998.
Hóf stjórnmálaferilinn úti í geimnum
BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR
Blaðamaður hafði ekki hugmynd um að Bára væri stödd erlendis þegar hann hringdi í GSM-símann hennar. Fimm tíma munur er á milli Ís-
lands og Bandaríkjanna. Eftir dágott spjall spurði Bára hvað klukkan væri. Hér heima var hún korter í ellefu um morguninn. Bára hváði enda
áttaði hún sig á því að klukkuna vantaði ekki nema stundarfjórðung í sex um morguninn. Hún hló dátt. Símhringingin hafði vakið hana af
værum blundi. Kvöldið áður hafði hún verið í afmælisfagnaði. „Það hlaut eitthvað að vera, mér fannst eitthvað skrýtið við þetta.“