Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 28
segir Auður Björk Guðmundsdóttir, kynningarstjóri ESSO um e-kortið Hvers vegna ákvað ESSO að taka þátt í e-kortinu? Það var enginn vafi í okkar huga að vera með í samstarfinu um e-kortið. Þetta er nýr valkostur á markaðinum þar sem almenningur safnar endurgreiðslu fyrirhafnarlaust og fær ávísun í lok árs sem getur verið upp á tugi þúsunda króna. Við leitum stöðugt að leiðum til að koma til móts við viðskiptavini okkar og teljum okkur gera það með þátttöku í e-kortinu. Við leggjum áherslu á að bjóða hagstætt verð og komum nú enn betur til móts við okkar viðskiptavini hvað það varðar. Þið eruð ansi víða með starfsemi, er það ekki? Jú, ESSO stöðvar er að finna á um hundrað stöðum víðs vegar um land og þægindavöruverslunin Nesti rekur sjö verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að nálgast helstu nauðsynjavörur til heimilisins auk úrvals af ferðavörum og gjafavörum. Í Nesti er einnig úrval skyndibita auk bakarís þar sem bakkelsi eins og kleinuhringir, vínarbrauð og rúnstykki er bakað á staðnum. Og hvaða kjör ætlið þið svo að bjóða e-korthöfum? Olíufélagið veitir e-korthöfum 1,5% afslátt í formi endurgreiðslu á eldsneyti hjá ESSO og á öllum öðrum vörum á þjónustustöðvum félagsins og Nesti. Til viðbótar er veittur 0,5% afsláttur af veltu kortsins þannig að hjá ESSO fá viðskiptavinir í raun 2% í afslátt. Eldsneytiskostnaður skiptir verulegu máli í útgjöldum bílnotenda þannig að þetta er kjarabót sem munar um. Nú eruð þið fyrir með ykkar eigið afsláttarkort. Hvernig munu þessi kort spila saman? Safnkortið hefur verið helsta tryggðarkerfi ESSO í um tíu ár og meðal stærstu vildarkerfa á markaðinum. Við munum að sjálfsögðu halda áfram með það og frekar efla það en hitt. e-kortið er kreditkort með innbyggðu vildarkerfi sem við teljum að verði áhuga- vert fyrir stóran hóp okkar kúnna. Eins og fyrr er hægt að tengja önnur debet- og kreditkort við Safnkortið og verður sá hátturinn einnig hafður á með e-kortið. e-kortshafar geta sem sagt orðið Safnkortshafar, tengt kortið sitt og þá fengið yfirlit yfir eldsneytisnotkun sína sem getur komið sér vel í heimilisbókhaldinu og í utanum- haldi á rekstri á bíl. Hvað afsláttinn varðar þá fá e-kortshafar ekki Safnkortspunkta við kaup á vöru og þjónustu greiði þeir með e-kortinu, þeir fá alls 2% í endurgreiðslu í lok árs. Hvað með sértilboð? Þau verða vegleg og af ýmsum vörum, enda eitt af lykilatriðunum með svona korti að gera vel við trygga viðskiptavini. Hjá okkur fæst náttúrulega ýmislegt annað en eldsneyti. Næstu vikurnar bjóðum við t.d. 35% afslátt af Fiesta gasgrilli í Nesti. Í ESSO bjóðum við 30% afslátt af Vínbók Þorra Hringssonar, 25% afslátt af rúðuvökva og 50% afslátt af tveggja lítra kippum af Coca Cola. Auk þess bjóðum við 25% afslátt af bílþvotti á stöðvum félagsins. Í Nesti fá e-korthafar 25% afslátt af pylsu og Coke. Það borgar sig því svo sannarlega að heimsækja okkur um leið og e-kortið er fengið! Góður kostur fyrir neytendur Ef greitt er með e-korti á þjónustustöðvum ESSO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.