Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 48
40 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR GÓÐ DÝFA Hyon Ju Jon frá Norður-Kóreu átti þessa góðu dýfu af tíu metra palli á heimsbikar- móti í Aþenu í gær. Um er að ræða æf- ingamót fyrir Ólympíuleikana sem verða einmitt haldnir í Aþenu í sumar. Dýfingar Þjálfari Nets setur NBA-met: Tíu sigurleikir í röð KÖRFUBOLTI Lawrence Frank, þjálfari New Jersey Nets í NBA- deildinni, varð á dögunum fyrsti þjálfarinn í sögu deildarinnar sem stýrir liði til sigurs í fyrstu tíu leikjum sínum þegar Nets vann Atlanta Hawks með 98 stig- um gegn 92. Með sigrinum á Hawks bætti Frank met Kurt Rambis, sem vann níu leiki í röð sem þjálfari Lakers leiktíðina 1998-99, og Buddy Jeannette, sem þjálfaði Baltimore 1947-48. Frank, sem er 33 ára, er yngsti þjálfarinn í bandarískum atvinnumannaíþróttum. „Hann er sannur leiðtogi,“ sagði Kerry Kittles, sem skoraði 10 stig fyrir Nets í leiknum. „Hann kann að ýta á réttu hnappana. Hann set- ur fram gott leikskipulag og okkur líður öllum vel þegar við göngum inn á leikvöllinn.“ Nets hefur nú unnið ellefu leiki í röð í deildinni og er sigurganga liðs- ins orðin jafnlöng þeirri sem náðist leiktíðina 1982-83. ■ FÓTBOLTI „Markmið okkar er að komast áfram og fá fleiri leiki í vor og einhverja þeirra á grasi,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari, um markmið Fylkismanna í Deildabik- arkeppninni. Fyrsti leikur Fylkis í keppninni verður gegn Haukum í kvöld. „Ég hef ekki séð Haukana í vetur en ég veit að þetta verður erfiður leikur. Það er alltaf erfitt fyrir úrvalsdeildarlið að leika gegn 1. deildarfélagi því öll press- an er á úrvalsdeildarliðinu.“ Þorlákur segir að Deildabikar- keppnin sé gott framhald af Reykjavíkurmótinu, sem gaf hon- um tækifæri til að skoða marga leikmenn. Margir ungir leikmenn hafi fengið tækifæri. Hann tekur ekki afstöðu til þess hvort reglur í Deildabikarkeppninni ættu að gefa félögum meira svigrúm til að skoða leikmenn en bendir á að rýmri reglum geti fylgt meiri los- arabragur. Deildabikarkeppni hófst fyrir átta árum og hefur á síðustu fjór- um árum hafist um miðjan vetur í knattspyrnuhöllunum. Telur Þor- lákur tímabært að auka vægi mótsins, til dæmis með því að sig- urvegarinn fái sæti í Getrauna- keppni UEFA? „Það gæti verið. Við höfum lengsta undirbúningstíma í heimi og það er erfitt að halda dampi í langan tíma. Það mætti ræða það að félögin fengju eitt- hvað meira fyrir að sigra í Deilda- bikarnum, hvort sem það eru pen- ingaverðlaun eða eitthvað annað.“ Fylkir er í riðli með Lands- bankadeildarfélögunum Grinda- vík, KA, KR og Víkingi og 1. deild- arfélögunum Haukum, Njarðvík og Þór. Fjögur félög komast í átta liða úrslit og mun því að minnsta kosti eitt félaganna úr Lands- bankadeild sitja eftir. „Allir leikir verða erfiðir,“ sagði Þorlákur. „Það er oft erfitt að spila á móti 1. deildarliðunum því úrvalsdeildar- liðin eru oft að prófa meira en 1. deildarliðin eru fyrst og fremst að reyna að ná góðum úrslitum.“ „Liðið í kvöld verður svipað og um síðustu helgi. Ég hef ekki stillt upp sama liði tvo leiki í röð, bæði til að prófa leikmenn og vegna meiðsla. Það liggur ekkert á að ákveða liðið sem spilar í sumar,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis. ■ FRANK Hefur byrjað frábærlega með New Jersey síðan hann tók við liðinu. A-RIÐILL: Fylkir, Grindavík, Haukar, KA, KR, Njarðvík, Víkingur og Þór Ak. Leikir í kvöld Fylkir - Haukar Egilshöll 18:30 Þór - Grindavík Boginn 20:15 KR - Njarðvík Egilshöll 20:30 Leikur á morgun KA - Grindavík Boginn 12:15 B-RIÐILL: FH, Fram, ÍA, ÍBV, Keflavík, Stjarnan, Valur og Þróttur Rvík Leikur í kvöld ÍBV - Stjarnan Fífan 21:00 Leikir á sunnudag Fram - ÍA Egilshöll 18:00 FH - Valur Egilshöll 20:00 Kef. - Þróttur Reykjaneshöllin 20:00 Deildabikarmeistararatitlar 1996-2003: ÍA 3, KR 2, FH, Grindavík og ÍBV. FYLKIR Árbæingarnir eru í riðli með Grindavík, Haukum, KA, KR, Njarðvík, Víkingi og Þór í Deilda- bikarkeppninni. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Ástralska hlaupa- drottningin Shirley Strickland (síðar Shirley De La Hunty) lést á þriðjudag, 79 ára gömul. Strick- land vann til sjö verðlauna á Ólympíuleikunum 1948, 1952 og 1956 í spretthlaupum og boð- hlaupum. Shirley Strickland fæddist í Northam í Vestur-Ástralíu 18. júlí 1925. Hún hóf ekki að keppa í frjálsum íþróttum fyrr en að loknu háskólanámi árið 1947 og vann sér sæti í liði Ástrala á Ólympíuleikunum í London árið eftir. Hún fékk silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun í London og varð fyrst ástralskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleik- um. Á leikunum í Helsinki árið 1952 sigraði hún í 80 metra grindahlaupi og varð þriðja í 100 metra hlaupi. Eftir hlé vegna barneigna hóf hún keppni að nýju árið 1955 og setti heimsmet í 100 metra hlaupi, 11,3 sekúndur, og fylgdi því eftir með gullverðlaunum í 80 metra grindahlaupi og 4x100 metra boð- hlaupi á Ólympíuleikunum í Mel- bourne árið 1956. ■ SHIRLEY STRICKLAND Vann til sjö verðlauna á Ólympíuleikum. Ólympíuleikar: Afrekskona fallin frá Markmiðið að komast áfram Deildabikarkeppni karla hefst í kvöld með leik Fylkismanna og Hauka í Egilshöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.