Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004 45                !   "" #  #$    #   #%  &%&' # '  !                                                           !     "  #      $        % &        % "    '()      % &  *  % &                 +     ,-.. ,/..                     *           0.              $  % ()&'  *(+ !  -0...   " #     $%  %& %   KYNLÍFSBORGARSTÚLKUR HJÁ OPRAH Stjörnur sjónvarpsþáttarins Sex and the City mættu í spjallþátt Oprah Winfrey á dögunum. Viðtalið var eins konar kveðjustund fyrir leikarahópinn en síðasti þátturinn fer í loftið núna um helgina í Bandaríkjunum eftir sex ára sigurgöngu. Tebelelo Seretse, vinnu- ogsamgönguráðherra Bots- vana, sá sig tilneydda á dögun- um til þess að biðja fólk í sjálfs- morðshugleiðingum að henda sér úr trjám til þess að drepa sig í stað þess að hoppa fyrir lest. Hún hafði samband við dagblað í höfuðborginni Gaborone með þessa undarlegu beiðni sína. „Ég er að biðja fólk um að nota ekki lestarnar til þess að drepa sig. Ef fólk vill fremja sjálfsmorð á það að nota tré landsins en ekki lestarnar,“ sagði hún í viðtalinu. „Ég er orð- in þreytt á því að fólk sé að henda sér fyrir lestarnar. Lest- arstjórarnir eru líka manneskj- ur – af hverju að gera þá að morðingjum?“ Í lokin bauð hún þeim lestar- stjórum sem höfðu orðið fyrir því að einhver hoppaði fyrir lestarn- ar fría áfallahjálp. ■ SJÓNVARP Leikkonan Jennifer Ani- ston segist hlakka til að hætta leik sínum í sjónvarpsþáttunum Friends. Þetta lét hún hafa eftir sér þegar hún var stödd í London til þess að kynna gamanmyndina Along Came Polly sem frumsýnd var samtímis í Bretlandi og hér á landi. „Ég elska Friends ótrúlega mikið en ég veit ekki hvernig maður ætti að fylgja þeim eftir í sjónvarpinu,“ sagði hún á blaða- mannafundi. „Það getur enginn sagst „aldrei“ ætla í svona þátt aftur en eins og staðan er í dag þá finnst mér ég vera búin með það í bili.“ Lokaþáttur Friends-seríunnar verður sýndur vestra í maí. Jenni- fer segist ætla að einbeita sér að kvikmyndaleik og að hún sé að leita að hlutverki í svipuðum dúr og hún fékk í myndinni The Good Girl. Þar lék hún gremjufulla af- greiðslustúlku í matvöruverslun. „Það er svo auðvelt að enda alltaf í sömu hlutverkunum,“ sagði hún og átti við gamanhlut- verk sitt í Friends. „Ég held að það séu góð tækifæri fyrir kven- fólk í gamanleikjum. Ég hef verið heppin síðustu ár, þrátt fyrir að vera sjónvarpsleikkona. Ég hef verið að leika þetta hlutverk í 10 ár og það verður erfitt að losa sig undan því. Ég ætla bara að vinna vinnuna mína og vona að ég losni undan hlutverkinu.“ Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar segist Jennifer þó alveg vera reiðubúin til þess að leika Rachel aftur í gestahlutverki þáttar Matt LeBlanc um áframhaldandi ævin- týri Joey. ■ JORDAN Leikur sjálfa sig í einum þætti Footballers Wives sem sýndur er á Stöð 2. Jordan í Footballers’ Wives SJÓNVARP Nektarfyrirsætan Jordan lék nýverið gestahlutverk í sjón- varpsþáttunum Footballers’ Wives sem sýndur er á Stöð 2. Hún leikur sjálfa sig í þættinum og segist hafa skemmt sér konunglega. „Ég elska þennan þátt,“ sagði hún í viðtali við Evening Standard. „Hlutverkið mitt var mun stærra en ég hélt að það yrði. Jafnvel þó ég hafi verið að leika sjálfa mig þá fékk ég að segja eitthvað. Það tók tvo daga að skjóta atriðin og það var mjög svalt.“ Jordan leikur gest í brúðkaupi tveggja nýrra persóna, Shannon Donnelly og Harley Lawson. Í þættinum eru persónurnar yfir sig ánægðar með það að tímaritið Hello! ætli að fjalla um brúðkaup þeirra og að Jordan skyldi hafa mætt. ■ „Notið tré til sjálfsmorða, ekki lestar“ Glöð að losna við Rachel JENNIFER ANISTON Langar til þess að einbeita sér að alvarlegri kvikmyndahlutverkum í framtíðinni. LEST Það er víst nóg af trjám í Botsvana sem nýta má til sjálfs- morða, samkvæmt vinnu- og samgönguráðherra landsins. Ráðherra í Botsvana hefur beðið fólk sem er í sjálfsmorðshugleiðingum að nýta tré landsins til verknaðarins í stað lestarteina. Skrýtnafréttin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.