Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 37
29FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004 PRÓFAÐU OG ÞÚ FINNUR MUNINN! … bara hreina og ferska húð NIVEA VISAGE YOUNG Nú eru fáanlegar mildar húðvörur fyrir unga húð sem hreinsa húðina, koma jafnvægi á fituframleiðsluna og gera hana matta. Nivea Visage Young inniheldur náttúruleg sjávarefni sem hreinsa og gefa raka þannig að húðin verður falleg og fersk. Sif Konráðsdóttir hæstaréttar-lögmaður heldur sér í formi með því að arka daglega um Öskjuhlíðina, í hvaða veðri sem er. „Á veturna fer ég í kraftgöng- ur en það hentar mér vel því þetta er bæði útivera og líkams- rækt. Ég er náttúrlega í skrif- borðsstarfi og því er þetta mér mjög mikilvægt. Ég er búin að stunda kraftgöngurnar í fjögur ár og stekk hér út í dagslok, þeg- ar það er mögulegt fyrir fundum, og veð upp í Öskjuhlíðina. Ég fer helst á hverjum virkum degi, nema náttúrlega á föstudögum.“ Sif segir kraftgönguna ekki ólíka stafagöngu, sem nú er mjög vinsæl. „Við erum ekki með stafi en notum bolvindur og ég geng með lóð um úlnliðina. Svo gerum við æfingar, bæði inni í Perlunni og úti í Öskjuhlíðinni.“ Hún hlær við þegar hún er spurð að því hvort veðrið skipti engu máli. „Þeim mun naprara og hvassara, því betra. Það er hluti af upplifun- inni, að vera úti í hálku eða forar- svaði. Þá kemur upp útivistarfrík- ið í mér, því ég er fjallgöngukona og kem þaðan inn í þetta. Að vera úti er lykilatriði. Og ég er ekki fyrir hlaup.“ Sif segir kraftgönguna algjör- lega nauðsynlegan þátt í sinni líkamlegu og andlegu heilsu. „Bæði hreyfingin og útiveran. Núna tek ég til dæmis eftir því að það er orðið bjart um sexleytið en fyrir þremur vikum var myrk- ur á þessum tíma. Svo hætti ég í kraftgöngunni á sumrin og þá stunda ég fjallgöngur. Ég hef meðal annars nýlega gengið um Þjórsárver, á Hvannadalshnjúk, Snæfell og Herðubreið.“ Sif seg- ist þegar byrjuð að skipuleggja gönguferðirnar næsta sumar. „Ég hef mjög gaman af þessu og fer í allt að vikulangar göngu- ferðir, með mismunandi hópum. Grunnurinn er tíu ára gamall gönguhópur, en einn gönguklúbb- ur er ekki nóg fyrir mig.“ ■ SIF KONRÁÐSDÓTTIR Hæstaréttarlögmaður sem stundar dagleg- ar kraftgöngur á veturna en gengur á fjöll á sumrin. Hvernig heldurðu þér í formi? Kraftganga í hvaða veðri sem er Hver er munurinn á því að verafylgjandi og nemandi? Í stuttu máli má segja að fylgjendur trúi blint, efist aldrei og fylgi foringj- um sínum eða kennisetningum möglunarlaust. Fylgjendur finnast víða. Augljóslega þurfa öll trúar- brögð að eiga sína fylgjendur. Stjórnmálaflokkar og íþróttalið eiga sér einnig stóran hóp fylgj- enda. Margir hafa t.d. kosið sama flokkinn eða fylgt sama íþróttalið- inu í háa herrans tíð án þess að vera sammála ráðamönnum eða neitt sérlega hrifnir af íþróttum. Stjórnmál, trúarbrögð og íþrótta- félög myndu vart þrífast án fylgj- enda. Fylgjendur eru fljótir að samþykkja það sem kemur frá yf- irvaldinu og fljótir að mótmæla öllu sem samræmist ekki þeirra skoðunum við fyrstu sýn. Þeir sem kjósa að vera nem- endur hafa hins vegar ákveðið að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og standa á eigin fótum. Í stað þess að fylgja blint eða andmæla í sí- fellu eru nemendur að eðlisfari forvitnir og vilja vita meira um heiminn. Góðir nemendur spyrja, prófa sig áfram og dæma ekki að fyrra bragði án þess að hafa að fullu reynt hlutina eða lagt sig fram um að skilja þá. Þeir hafa sig alla við til að læra, finna það sem er ólíkt og það sem er sam- eiginlegt. Þeir taka leiðsögn og styðja stundum menn og mál- efni en skoða alltaf uppruna upp- lýsinga og færa rök fyrir máli sínu. Nemendur fylgja í fótspor meistara en skilja að á endanum getur enginn tekið ákvarðanir fyrir þá. Þeir skorast ekki undan ábyrgð og líta á allt lífið sem eina stóra kennslustund. Þeir líta á mistök sem tækifæri til lærdóms og eru færir um að læra af mistök- um annara. Nemendur hafa einnig lesti. Þeir geta eytt of miklum tíma í að efast og eru stundum seinir til við að prófa nýjar hug- myndir, eiga það jafnvel til að verða fylgjendur ef þeir festast um of við eina kennisetningu. Hægt er að nota önnur orð en fylgjendur og nemendur en hug- myndin er alltaf sú sama. Það er auðvelt að fylgja, auðvelt að and- mæla en erfitt að standa á eigin fótum. Hvort ert þú, nemandi eða fylgjandi? Viltu spyrja Guðjón um andlega eða líkamlega heilsu? Sendu spurn- ingu á gbergmann@gbergmann.is Ertu fylgjandi eða nemandi? Líkamiog sál GUÐJÓN BERGMANN ■ jógakennari og rithöfundur skrifar um andlega og líkamlega heilsu. 400 mg sterkar kalktöflur með D vítamíni Byggir upp bein og tennur. Biomega Á miðvikudag var haldinnfræðslufundur um kvenna- heilsu á vegum Lions-hreyfingar- innar á Íslandi. Fjórir fyrirlestrar voru fluttir á ráðstefnunni og reið Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, heim- ilislæknir á Seltjarnarnesi, á vað- ið með erindi sem hún nefndi „Hvers vegna þessa umræðu?“. Þar benti hún á ýmsa heilsufars- lega þætti sem greina að konur og karla. Hún benti á að konur fá aðra sjúkdóma en karlar, sömu sjúkdómar birtast með mismun- andi hætti hjá kynjunum, konur eru öðruvísi neytendur og félags- legar aðstæður þeirra eru ann- arra en karla. „Sumir sjúkdómar sem herja bæði á konur og karla lýsa sér á annan hátt hjá konum. Til dæmis byrja hjartasjúkdómar seinna hjá konum og byrjunareinkennin geta verið önnur en karla og þarf að hafa það í huga,“ segir Guðbjörg. Hún telur að þekk- ing á muninum milli kynja hafi skilað sér vel til íslenskra lækna og þar með sjúklinga. Á hinn bóginn eru sjúkdómar eins og langvinn lungnateppa, sem áður fyrr var nánast ein- göngu karlasjúkdómur. „Þetta er sjúkdómur sem nær eingöngu reykingafólk fær. Nú orðið eru jafn margar konur með lungna- teppu og karlar og það er að koma í ljós að það er enn skaðlegra fyrir konur að reykja en karla.“ ■ Rafmagnstannburstar reynastbetur en góðu gömlu tann- burstarnir þegar kemur að því að koma í veg fyrir sýkingu í gómi og tannholdi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem greint er frá á fréttavef breska ríkisút- varpsins, BBC. Breskir vísinda- menn skoðuðu 1.786 manns og komust að þeirri niðurstöðu að gómur þeirra sem höfðu notað rafmagnstannbursta var í betra ástandi en þeirra sem notuðust við venjulega tannbursta. Í grein í The Journal of Dentistry kemur fram að meiri rannsókna sé þörf áður en ljóst sé hvaða rafmagnstannburstar eru bestir. Sala á rafmagnstannburstum hefur aukist gríðarlega í Bret- landi á undanförnum árum. Samt sem áður hafa fáar rannsóknir verið gerðar sem sýna fram á hvort og þá hversu mikill árangur er af þeim. En niðurstöðurnar tala sínu máli. „Hvernig maður notar tann- bursta er jafn mikilvægt og sá sem maður velur,“ segir talsmað- ur breskra tannlækna, sem mælir með að notaðir séu burstar með litlum haus sem auðvelt er að hreyfa í munninum. Bent er á að best er að bursta í hringhreyfing- ar, sem skýrir meðal annars hvers vegna hausinn á rafmagnstann- burstum snýst í hringi. ■ Svefnleysi: Veldur þung- lyndi og kvíða Samkvæmt niðurstöðum rann-sóknar vísindamanna við Massachusetts-háskólann þjást skólabörn sem ekki fá nægilegan svefn oft af þunglyndi og kvíða. Rannsóknin náði til 2.259 barna á aldrinum 11 til 13 ára og kemur einnig fram í niðurstöðunum að greinileg tengsl séu á milli slæms námárangurs og svefn- leysis. Þar segir einnig að stúlkur virðist eiga erfiðara með að ná nægilegri hvíld, líklega vegna þess að þær taki kynþroskann út fyrr og hafi þess vegna þörf fyrir meiri svefn. ■ Ný rannsókn: Rafmagnstannburstar betri en venjulegir Kvennaheilsa: Lungu kvenna við- kvæmari en karla GUÐBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR Guðbjörg leggur áherslu á að reyk- ingar séu enn skaðlegri konum en körlum. Því hvetur hún allar konur til að hætta að reykja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.