Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 12
12 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR
PÁFINN ÚTNEFNIR
Jóhannes Páll páfi II kynnti í gær til sög-
unnar sjö blessaða einstaklinga sem með
tíð og tíma verða dýrlingar. Enginn páfi
hefur útnefnt fleiri dýrlinga en hann.
Rómversk-kaþólska kirkjan í Los Angeles:
Gerir hreint fyrir dyrum sínum
LOS ANGELES, AP Biskup rómversk-
kaþólsku kirkjunnar í Los Angel-
es hefur skilað af sér ítarlegri
skýrslu um kynferðisbrot presta
safnaðarins. Í skýrslunni kemur
fram að 656 einstaklingar hafi
sakað presta, djákna eða aðra
starfsmenn safnaðarins um kyn-
ferðislega misnotkun frá árinu
1930 til dagsins í dag. Sakborning-
arnir, sem eru 244 talsins, eru nær
allir nafngreindir. Yfir 5000
manns störfuðu hjá kaþólsku
kirkjunni í Los Angeles á þessu
tímabili.
Allir biskupar rómversk-
kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkj-
unum hafa verið beðnir um að
skila skýrslum um meint kyn-
ferðisafbrot starfsmanna. Mark-
miðið er að endurvekja traust al-
mennings á kirkjunni eftir hol-
skeflu hneykslismála. Biskupar
og aðrir yfirmenn kirkjunnar
hafa verið sakaðir um að hylma
yfir brot prestanna með því að
neita að láta af hendi gögn sem
skipt gætu sköpum við rannsókn
málanna.
Í frétt sjónvarpsstöðvarinnar
CNN er því haldið fram að síðan
árið 1950 hafi 4.450 starfsmenn
rómversk-kaþólsku kirkjunnar í
Bandaríkjunum verið sakaðir um
kynferðislega misnotkun á börn-
um. ■
ALÞINGI Ásta R. Jóhannesdóttir,
Samfylkingunni, spurði mennta-
málaráðherra út í verktöku
starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu í
fyrirspurnartíma á Alþingi. Ásta
sagði að stór hópur starfsmanna
hefði nýlega fengið tilkynningu
frá skattayfir-
völdum um
ranga skráningu
sem verktaka og
fengið um leið
endurákvarðaða
álagningu tekju-
skatts.
„Hluti þess-
ara starfsmanna
hefur ítrekað
beðið um að
launaleg staða
þeirra verði
leiðrétt, að þeir
komist á launaskrá sem almennir
launþegar, en ekki hefur verið
orðið við því. Með endurákvörðun
álagningar tekjuskatts er um að
ræða verulegar fjárkröfur í
mörgum tilfellum,“ sagði Ásta.
Hún spurði menntamálaráðherra
meðal annars um það hversu
margir starfsmenn RÚV hefðu
verið ranglega skráðir á þennan
hátt og hvernig stofnunin ætlaði
að bregðast við niðurstöðu skatta-
yfirvalda.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra sagði
að Ríkisútvarpinu hefði borist
bréf frá Skattstjóranum í
Reykjavík sem varðaði skattskil
55 einstaklinga þar sem endur-
ákvörðun staðgreiðslu og trygg-
ingargjalds var boðuð.
„Skattayfirvöld taka ekki end-
anlega ákvörðun fyrr en Ríkis-
útvarpið og hlutaðeigandi hafa
komið sjónarmiðum sínum á
framfæri. Viðbrögð RÚV við nið-
urstöðu skattayfirvalda hljóta að
ráðast af því hver hún verður í
einstökum málum,“ sagði Þor-
gerður og bætti því við að staða
verktaka innan RÚV væri mjög
mismunandi.
Menntamálaráðherra sagði að
ástæða þess að viðkomandi
starfsmenn voru ráðnir sem
verktakar en ekki sem almennir
launþegar væri sú að á árunum
1997 hefði yfirstjórn Ríkis-
útvarpsins markað þá stefnu að
dagskrárgerð í sjónvarpi skyldi í
auknum mæli unnin af sjálfstæð-
um verktökum.
„Rökin fyrir þessu eru sveigj-
anleiki sem nauðsynlegur er við
framleiðslu á dagskrárefni.
Þannig er unnt að ráða besta og
hæfileikaríkasta fólkið í hvert og
eitt verkefni sem hentar fram-
leiðslunni,“ sagði Þorgerður.
Ásta R. Jóhannesdóttir varð
fyrir vonbrigðum með svör
menntamálaráðherra og sagði að
kanna yrði betur hvað hér væri á
ferðinni, enda hefðu margir
starfsmannanna, sem óskað
hefðu eftir leiðréttingu, unnið
hjá RÚV í mörg ár. Sumir verk-
takar væru alls ekki með betri
laun en launþegar.
„Mér finnst það vera mikill
áfellisdómur yfir yfirstjórn RÚV
að hún skuli standa frammi fyrir
þessu máli. Það vantar fag-
mennsku í launamálin og þekk-
ingu á kjaramálum er ábóta-
vant,“ sagði Ásta.
bryndis@frettabladid.is
UPPREISNARMAÐUR Í GONAIVES
Uppreisnarmenn ráða lögum og lofum í
borginni Gonaives. Í Cap-Haitien hafa lög-
reglumenn víggirt lögreglustöðina.
Jean-Bertrand Aristide:
Lætur ekki
af völdum
HAÍTÍ, AP Jean-Bertrand Aristide,
forseti Haítí, segir það ekki koma
til greina að hann láti af völdum
til að binda endi á uppreisn gegn
stjórn hans og óöld sem hefur
fylgt í kjölfarið. Innan Banda-
ríkjastjórnar vilja menn leysa
deiluna með því að efna til kosn-
inga fyrr en til stóð, kjörtímabil
Aristide rennur ekki út fyrr en í
febrúar 2006. Minni áhugi er fyrir
því að senda herlið til landsins
eins og Bill Clinton, þáverandi
forseti, gerði fyrir áratug síðan.
Talið er að um 60 manns hafi
látist í átökum síðustu daga og
hafa uppreisnarmenn náð völdum
í mörgum borgum og þorpum. ■
FORÐAST AÐ GIFTAST 11. SEPTEM-
BER Væntanleg brúðhjón í Banda-
ríkjunum hafa komist að því að
erfitt er að bóka kirkjur og sali
alla laugardaga í september nema
laugardaginn 11. september. Þá
eru þrjú ár liðin frá hryðjuverka-
árásunum í New York og Was-
hington og fáir sem hafa hug á að
ganga í hjónaband þann dag.
NEITAÐ UM FLUGFAR Kanadískum
Falun Gong liða hefur verið neit-
að um flugfar til Hong Kong
þangað sem hann ætlaði að fara
til að kynna bók sína um Falun
Gong. Maðurinn hefur einu sinni
verið rekinn frá Kína eftir að
hann og fleiri Falun Gong liðar
breiddu úr fána á Torgi hins him-
neska friðar.
DÓP OG TÓBAK FYRIR KYNLÍF Tíu
fangelsisverðir í Pittsburgh í
Bandaríkjunum voru reknir úr
starfi og ákærðir eftir að upp
komst að þeir höfðu smyglað tó-
baki, fíkniefnum og öðrum bönn-
uðum varningi inn í fangelsi.
Varninginn seldu þeir kvenkyns
föngum gegn kynlífsgreiðum.
ÆTTINGJAR FÓRNARLAMBA
Ættingjar þeirra sem létust vildu að fundið
yrði út úr því hver bæri ábyrgð á slysinu.
Toglestarharmleikur:
Sýknaðir af
ábyrgð
SALZBURG, AP Dómari sýknaði í gær
alla sextán sakborningana sem
voru dregnir fyrir rétt vegna
eldsvoða í toglest sem kostaði 155
manns lífið.
Stjórnendur lestarfyrirtækis-
ins, tæknimenn og opinberir eftir-
litsmenn voru ákærðir fyrir að
hafa ekki hugað nógu vel að ör-
yggismálum. Talið var að þeir
kynnu að bera ábyrgð á því að það
kviknaði í toglest í göngum í aust-
urrísku Ölpunum í nóvember árið
2000. Aðeins tólf af 167 manns
sem voru í vagninum sluppu lif-
andi. ■
!
" # !
BYRJENDANÁMSKEIÐ
hefst 26. febrúar. 6 vikur,
þrið. og fimmt. kl. 20.15 – 21.45
VERÐ 12.900
Jógabæklingur innifalinn
BISKUPSVÍGSLA Í LOS ANGELES
Mikill fjöldi hneykslismála hefur komið
upp í rómversk-kaþólsku kirkjunni í Los
Angeles á undanförnum árum.
ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR
Þingmaður Samfylkingarinnar segir það áfellisdóm yfir yfirstjórn Ríkisútvarpsins að skatta-
yfirvöld skuli nú hafa skattskil 55 verktaka hjá stofnuninni til skoðunar.
„Það vantar fagmennsku í launamál stofnunarinnar,“ sagði Ásta.
„Mér finnst
það vera
mikill áfellis-
dómur yfir
yfirstjórn RÚV
að hún skuli
standa
frammi fyrir
þessu máli.
Skattskil 55 verktaka
hjá RÚV til skoðunar
Skattstjórinn hefur endurákvarðað álagningu tekjuskatts hjá stórum
hópi verktaka hjá RÚV og eru fjárkröfur háar í sumum tilfellum.
Áfellisdómur yfir yfirstjórn RÚV, segir Ásta R. Jóhannesdóttir.
■ Ameríka
Þingsályktunartillaga:
Lagaaðstoð
fyrir efnalitla
ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir,
Samfylkingunni, hefur lagt fram
þingsályktunartillögu á Alþingi
um að dómsmálaráðherra verði
falið að koma á opinberri lög-
fræðiaðstoð til að tryggja að efna-
lítið fólk geti leitað réttar síns. Í
tillögunni felst að aðstoðin taki
meðal annars til mála sem lögð
eru fyrir dómstóla og falla ekki
undir ákvæði um endurgjalds-
lausa lögfræðiaðstoð vegna gjaf-
sóknar. Á síðasta áratug hefur
þrisvar sinnum verið lagt fram
frumvarp um opinbera lögfræði-
aðstoð sem greidd yrði úr ríkis-
sjóði að hluta til eða að fullu. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI