Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 23
23FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004 Á undanförnum misserum hafabankamál verið í öndvegi og hart deilt á bankana fyrir gróða- hyggju og lítinn metnað til samfé- lagslegrar ábyrgðar. Það er stað- reynd að íslenskum fyrirtækjum hefur verið boðinn sá kostur að starfa í heillandi skattaumhverfi. Skattar á fyrirtæki eru ekki nema 18% af hagnaði og fjármagnstekju- skattur 10%. Ég get tekið undir þessa gagnrýni á bankana. Þó ber að huga að aldri hins íslenska fjár- málamarkaðar, hann er ekki nema óviti að aldri. Þroskinn er því ekki til staðar og peningahyggjan ein á enn alla athyglina. Allt er þó breyti- legt og tel ég umræðu undanfarinna vikna því holla. Við gætum átt von á jákvæðri innspýtingu frá stórum fjármálafyrirtækjum á næstu miss- erum. Skilaboðin eru einföld, fyrir- tækjum ber að sýna samfélagslega ábyrgð og þakka fyrir lága skatta. Skattalækkun til fyrirtækja var sett í forgang umfram skattalækkun launþega sem enn hefur ekki litið dagsins ljós. Ríkisstjórnin hefur gleymt þeim loforðum en aðeins há- tekjufólk fékk skattalækkun. Hvers konar ábyrgð? Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er þjónustugjöld og vaxtastig bankanna. Hagnaður stóru fjár- málafyrirtækjanna er mikill og ljóst að töluvert svigrúm er til stað- ar. Á meðan fjölskyldur og smærri fyrirtæki eru sum að sligast vegna mikillar vaxtabyrði græða bank- arnir á tá og fingri. Það er því eðli- legt að spurningar vakni þegar stór- ar fjármálastofnanir geta nálgast lánsfé erlendis á 2-3% vöxtum og „bjóða“ svo dráttarvexti upp á tæp 20% á yfirdráttarheimildir einstak- linga og fyrirtækja. Hér er um 800- 1000% álagningu að ræða. Í öðru lagi væri vert að sjá bank- ana styðja við ungt menntað fólk, en þúsundir þess eru án atvinnu við hæfi. Fjármálafyrirtæki myndu sýna gott fordæmi ef áhættufé yrði varið í hugmyndir unga fólksins og því gefin sú athygli sem það sannar- lega á skilið. Í þessu sambandi gætu bankarnir stofnað sameiginlegan nýsköpunarsjóð eða nýsköpunarset- ur fyrir hugmyndir einstaklinga undir 35 ára aldri. Í þriðja lagi ber að nefna hreins- un á umhverfi okkar. Til eru samtök víða á landinu, t.d. Blái herinn, sam- tök kafara og náttúruunnenda, sem hreinsa hafnir og strendur landsins, en hafa úr litlu fjármagni að moða. Þó er hugsjónin, metnaðurinn og áhuginn mjög ákveðinn hjá slíkum samtökum. Það eitt að styrkja fé- lagasamtök er ekki einungis öflug leið til góðra verka heldur er gífur- legur auglýsingarmáttur fólginn í slíku framtaki. Að nýta kraftinn í félagasamtökum, styrkja þau og auglýsa sig í leiðinni er skynsam- legt. Ég held að flestir landsmenn séu afskaplega leiðir á formi sjón- varpsauglýsinga stóru fjármálafyr- irtækjanna í dag. Auglýsingarnar eru geldar og hitta ekki í mark. Ég held að allir myndu græða á því að beina þessu fé að hluta til félaga- samtaka sem vinna að góðum mál- um. Önnur athyglisverð leið er að auðvelda aðgengi allra barna að ástundum íþrótta. Geta bankarnir hugsanlega komið að liði? Menn verða að vakna frá sínum peninga- draumi. Það er annað dýrmætara til í okkar lífi, t.d. börnin okkar, um- hverfið okkar og heilbrigði okkar. Vakning Mikilvægt er að viðhorf breytist og kröfur almennings skýrist gagn- vart stórum fyrirtækjum sem fá eru eftir á markaði. Almenningur getur ekki endalaust látið mergsjú- ga sig vegna fákeppni á markaði. Það ótrúlega er að forsætisráðherra ræðst að fákeppni á fjölmiðlamark- aði þar sem varan og þjónustan er ókeypis fyrir neytendur. Þar gerir hann rangt og mig grunar vísvit- andi. Það eru þjónustugjöldin og vaxtastigið sem sliga fjölskyldurn- ar en ekki Fréttablaðið sem dettur ókeypis inn um bréfalúguna hjá ráðherra og öðrum Íslendingum. Á meðan ráðherra hagar sér með þessum hætti er ljóst að hann gefur falskan tón í þessa þörfu umræðu og deyfir áhuga fyrirtækja til að láta gott af sér leiða. Það er mikil- vægt að forsætisráðherra sé heill sínum hugsjónum og hugmyndum. Ástandið í dag sannar máltækið, „eftir höfðinu dansa limirnir“. ■ Jafnréttis- og fjölskyldunefndog bæjarstjórn Akureyrar samþykktu á fundum sínum í des- ember sl. jafnréttisstefnu til árs- ins 2007. Nýja jafnréttisstefnan takmarkast við jafnrétti kynjanna líkt og fyrri áætlanir bæjarins í jafnréttismálum og tekur mið af lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000. Stíga skrefi lengra Fyrsta jafnréttisáætlun Akur- eyrarbæjar var samþykkt árið 1989 og var Akureyrarbær með fyrstu sveitarfélögum landsins til þess að setja sér áætlun í jafnrétt- ismálum. Þá var Akureyri fyrst sveitarfélaga hér á landi til að ráða til sín sérstakan jafnréttisfulltrúa árið 1991 og hlaut vegna þess fram- taks fyrstu viðurkenningu Jafn- réttisráðs árið 1992. Nýja jafnréttisstefnan er um margt ólík þeim fyrri að því leyti að ekki er eingöngu um viljayfir- lýsingar að ræða heldur er kveðið á um verkefni sem vinna á að, ákveðnir aðilar gerðir ábyrgir og tímamörk sett. Er þessi háttur fyrst og fremst hafður á til þess að tryggja markvissa vinnu. Með stefnunni er verið að stíga skrefi lengra en áður með því að flétta jafnréttissjónarmið inn í ýmsa þætti í starfsemi bæjarins, en það ætti að leiða til markvissara og öfl- ugra jafnréttisstarfs og gefa Akur- eyrarbæ möguleika á að vera öðr- um bæjarfélögum til fyrirmyndar á þessu sviði. Kynja- og jafnréttissjónarmið Megin hugmynda- og aðferða- fræði stefnunnar er svokölluð sam- þætting kynja- og jafnréttissjónar- miða sem felur í sér að jafnréttismál flytjast úr þeim farvegi að vera sér- stakur málaflokkur í það að vera reglubundið og skipulagt viðfangs- efni. Þannig er hvatt til meðvitundar um kynjasjónarmið við töku ákvarð- ana í öllum málaflokkum. Stefnan nær til stjórnkerfis bæj- arins, stefnu gagnvart starfsmönn- um og þjónustu. Í henni er annars vegar að finna lögbundin verkefni svo sem um ráðningar, laun, kyn- greindar hagtölur, kynferðislega áreitni o.s.frv. og hins vegar mörg spennandi verkefni sem snúast um að flétta kynjasjónarhorn inn í hina ýmsu starfsemi á vegum bæjarins. Meðal slíkra verkefna má nefna framhald af norrænu verkefni sem íþrótta- og tómstundadeild bæjarins tók þátt í á árunum 1997-2000 og snerist um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í íþrótta- og Spennandi verkefni Umræðan KATRÍN BJÖRG RÍKARÐSDÓTTIR ■ jafnréttisráðgjafi Akureyrarbæjar skrifar um jafnréttismál. Umræðan GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON ■ alþingismaður Frjáls- lynda flokksins skrifar um fjármálafyrirtæki. tómstundastarf unglinga og er vinna hafin nú þegar. Þá verða unnin verk- efni sem tengjast leik- og grunnskól- um, menningu og fjölmenningu. Tilraunaverkefni Einnig er gaman að nefna að unnið verður tilraunaverkefni með samþættingu kynja- og jafnréttis- sjónarmiða í starf tækni- og um- hverfissviðs en þar er um mjög ögrandi og spennandi svið að ræða þar sem samkvæmt hefðinni hefur lítill gaumur verið gefinn að kynja- sjónarhorni. Miðað við framangreind verk- efni má gera ráð fyrir að á gildis- tíma áætlunarinnar skapist mikil- væg reynsla og þekking í vinnu að jafnrétti kynjanna í hinum ýmsu deildum bæjarins sem gerir allt jafnréttisstarf að eðlilegum þætti í allri starfsemi. ■ Ábyrgð fjármálafyrirtækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.