Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 40
■ ■ KVIKMYNDIR  14.00 Heimildarmyndin Sakha - Jakutia í Síberíu eftir Ara Ergis Magnús- son verður sýnd í sýningarsal SÍM, Hafn- arstræti 16. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.15 María Jónsdóttir söngkona flytur ljóðaflokk eftir Wagner í Söng- skólanum í Reykjavík, Snorrabraut 24. Elín Guðmundsdóttir leikur með henni á píanó.  20.00 Fimm kórar halda tónleika í Árbæjarkirkju undir stjórn Krisztinu Kallo Szklenar.  20.00 Marion Herrera hörpuleikari leikur verkið Spices eftir Bernard Andr- és í Iðnó. Sigfrid Þórisdóttir býður upp á kryddlegna rétti í takt við tónverkið.  21.00 Hljómsveitin Voices for Peace verður með tónleika í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu á Vetrar- hátíð.  21.00 Hljómsveitirnar Zether og Royal Fluzh rokka á bökkum Grafar- vogslaugar.  23.00 Hljómsveitirnar Botnleðja, Jan Mayen og Dáðadrengir koma fram á fyrsta Jack Live kvöldinu á Gauki á Stöng.  23.00 Blúsbyltan rokkar á Grand Rokk. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Meistarinn og Margaríta verður sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í Borgarleikhúsinu. 32 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 17 18 19 20 21 22 23 FEBRÚAR Föstudagur Leikmyndin er öll á ferð og flugi.En maður er smám saman að sjóast,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem í kvöld verður staddur úti í Vestmannaeyjum að frumsýna eitt af nýju leikritunum hans Jóns Atla Jónassonar. Brim heitir þetta leikrit, og það er leikhópurinn Vest- urport sem sýnir, nýkominn úr æv- intýrinu með Rómeó og Júlíu í London. „Leikritið fjallar um áhöfn á línubát,“ útskýrir Gísli Örn. „En það snýst samt ekki um sjómennsk- una sjálfa, heldur meira um þessa karaktera og hvernig þeir eru við þessar aðstæður. Það fiskast illa og menn upplifa hálfgerða innilokun- arkennd. En við brestum í söng eins og tilheyrir sjóararómantíkinni. Við tókum nokkur af þessum klass- ísku sjóaralögum.“ Gísli Örn leikur Benna kokk, en aðrir leikarar í sýningunni eru Björn Hlynur Haraldsson, sem leikur Jónas, Ingvar E. Sigurðsson leikur vélstjórann, Nína Dögg Filippusdóttir leikur stelpuna, Ólaf- ur Egill Egilsson leikur Kidda, og Víkingur Kristjánsson leikur Jón- geir. Leikstjóri er Hafliði Arn- grímsson. „Okkur þyrsti bara í íslensku sveitina eftir að vera búin að vera innikróuð í stórborginni London,“ segir Gísli Örn um ástæðu þess að verkið sé frumsýnt í Vestmanna- eyjum, en ekki í Reykjavík. Hann er ekki frá því að efni sýningarinn- ar ráði líka einhverju um frumsýn- ingarstaðinn. „Við sýnum þetta í Vestmanna- eyjum nú um helgina, svo verðum við á Ísafirði um næstu helgi, en hvað við gerum svo er ennþá óákveðið. Kannski verðum við á Stykkishólmi, eða í Reykjavík.“ Brim er nýjasta leikrit Jóns Atla. Vesturport fékk ekki endan- legt handrit í hendurnar fyrr en í ársbyrjun. Áður hafði Jón Atli skrifað tvö leikrit, Draugalest, sem frumsýnt var á nýja sviði Borgar- leikhússins á miðvikudaginn, og svo Rambó 7, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í mars. Þar að auki var Rambó 7 nýlega valið sem eitt af tíu leikverkum sem sýnd verða í öllum helstu höfuðborgum Evrópu á þessu ári. ■ Föstudagur 20. febrúar - örfá sæti laus Laugardagur 21. febrúar- nokkur sæti laus Föstudagur 27. febrúar- nokkur sæti laus Laugardagur 28. febrúar- nokkur sæti laus Fimmtudagur 4. mars Föstudagur 5. mars Föstudagur 12. mars Laugardagur 13. mars „Frábært - drepfyndið - átakanlegt“ lau. 21. febrúar kl. 20 -örfá sæti laus fös. 27. febrúar kl. 20 -nokkur laus sæti lau. 28. febrúar kl. 20 -laus sæti lau. 6. mars kl. 20 -laus sæti lau. 13. mars kl. 20 -laus sæti Ekki við hæfi barna BALL „Þetta er svona saumaklúbb- ur. Við reynum að hittast einu sinni í viku til að spila og leika okkur, en oft vill reyndar verða misbrestur á því. Svo er oft meira kjaftað en spilað,“ segir Guð- mundur Ingólfsson kontrabassa- leikari í Spöðum. „Við höfum venjulega ball um þetta leyti árs,“ segir Guðmundur af þeirri hógværð, sem einkennir Spaðana. Hið árlega Spaðaball hefur jafnan notið töluverðra vin- sælda, og í kvöld er sem sagt kom- ið að því: Hljómsveitin Spaðar leikur fyrir dansi í Iðnó. Ekki er laust við að Spaðarnir hafa gerst heldur sýnilegri síð- ustu misserin en áður. Þeir eru farnir að gefa út plötur og komu nýverið fram í sjónvarpi. „Jú, það er rétt. Við erum ný- farnir að þora því að koma fram í sjónvarpinu. Það er líka farið að spila okkur meira í útvarpi.“ Spaðarnir hafa spilað saman í 21 ár og eru nú átta talsins. Auk Guðmundar, sem þenur kontra- bassann, eru þeir þessir: Aðalgeir Arason leikur á mandolín, Guð- mundur Andri Thorsson syngur, Guðmundur Pálsson spilar á fiðlu, Gunnar Helgi Kristinsson á harm- oniku, Magnús Haraldsson á gítar, Sigurður G. Valgeirsson á tromm- ur, og Eiríkur Stephensen klar- inettu- og saxófónleikari er ný- genginn til liðs við hljómsveitina á ný eftir dvöl erlendis. Miða á Spaðaballið má nálgast í versluninni 12 tónum eða með því að hringja í miðasölu Iðnó. ■ Teknó í heilan hring Þetta er til þess gert að sjá raftón-listina í heilum hring,“ segir plötusnúðurinn Exos, sem ætlar að halda upp á fimm ára afmæli fyrir- brigðisins 360 gráður í kvöld á skemmtistaðnum Kapítal. „Það eru margir sem sjá tónlistina bara í eina gráðu.“ Exos hefur ásamt félaga sínum Tómasi THX haldið rafræn tónlistarkvöld í fimm ár, og þeir fé- lagar hafa í raun og veru haldið uppi teknósenunni hér á landi. „Þessi sena hefur verið að taka mjög við sér undanfarið, og það er ekki síst að þakka þessum klúbbi, Kapítal.“ Á afmælinu í kvöld mæta til leiks tveir af kröftugustu plötu- snúðum landsins, þeir Ruxpin og Króm. Þeir eru jafnframt að gefa út breiðskífur og afmælishátíðin er því um leið útgáfutónleikar þeirra beggja. Um upphitun sér Yagya. ■ ■ LEIKSÝNING Vesturport siglir til Eyja INNILOKUNARKENND Úr sýningu Vesturports á nýjasta leikriti Jóns Atla Jónassonar, Brimi, sem frumsýnt verður í Vestmannaeyjum í kvöld. NÝFARNIR AÐ ÞORA Í SJÓNVARP Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball í Iðnó í kvöld. Fimm þeirra sem eru á myndinni hafa verið í Spöðum frá upphafi. Spaðarnir halda sitt árlega ball ■ BALL TÓMAS THX, FRÍMANN OG EXOS Halda upp á fimm ára afmæli 360˚ á Kapítal í kvöld. ■ TÓNLIST FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.