Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 FÖSTUDAGUR ● leiðin niður var hröð og bein ▲ SÍÐA 46 25 ára fíkill Ólafur Pétursson: ● vatnsleikfimi ● kraftganga á hverjum degi ▲ SÍÐUR 28–29 heilsa o.fl. Lungu kvenna viðkvæmari en karla Guðbjörg Sigurgeirsdóttir: ● til hnífs og skeiðar ● vínin▲ SÍÐUR 26–27 matur o.fl. Fiskbúðin líka veitingastaður Ásmundur Karlsson: ÚRVALSDEILDIN Í HANDBOLTA Tveir leikir verða í úrvalsdeildinni í hand- bolta karla í kvöld. ÍR og Valur mætast í Austurbergi og KA og HK eigast við í KA- heimilinu á Akureyri. Báðir leikirnir hefj- ast klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 20. febrúar 2004 – 50. tölublað – 4. árgangur ENGIN SKERÐING Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum verður ekki skert, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Hann þingaði með Eyjamönnum í gær. Sjá síðu 2 INNKAUPASTJÓRINN ÁKÆRÐUR Fyrrverandi innkaupastjóri Sölunefndar varn- arliðseigna hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt, skjalafals, umboðssvik og rangfærslu skjala. Ákæran er í 10 liðum og nemur fjárdrátturinn fjórum milljónum. Sjá síðu 4 BOÐAR HÖRKU Formaður Sjómanna- sambandsins boðar hörku ef hreyft verður við skattaafslætti sjómanna. Hann hafnar skiptum á auðlindaskatti og sjómannaafslætti. Sjá síðu 8 100 MILLJARÐA MÚR Öryggismúr Ísra- ela á Vesturbakkanum verður rúmlega 700 kílómetra langur. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er sem svarar til um 100 millj- örðum íslenskra króna. Sjá síðu 10 VIÐSKIPTI KB banki er í viðræðum um sölu á Steinhólum sem eiga olíufélagið Skeljung. Félagið varð til þegar bankinn ásamt Burðarás og Sjóvá-Almennum eignuðust Skeljung sameiginlega að fullu. Samhliða því voru bréf félagsins í Eimskipafélaginu, Sjóvá-Almennum og Flugleiðum seld. Bókfært verð Steinhóla er 3,5 milljarðar króna og vill bank- inn samkvæmt heimildum fá fjóra milljarða fyrir félagið. Inni í félaginu eru miklar skuldir. Gangi viðræðurnar upp má búast við að salan náist öðru hvoru megin við helgina. Samkvæmt heimildum eru meðal áhugasamra Pálmi Har- aldsson í Feng sem hefur verið umsvifamikill í fjárfestingum, meðal annars í Norðurljósum, móðurfélagi Fréttablaðsins. Aðrir sem nefndir hafa verið til sögunn- ar eru Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir. Einnig að Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, hafi áhuga á félaginu. Fleiri eru taldir koma til greina en ekkert fékkst staðfest um hver er í viðræðum við bankann. Örvar Kjærnested hjá fyrir- tækjaráðgjöf KB banka staðfesti að bankinn ætti í viðræðum um sölu á Steinhólum við ákveðin að- ila. „Það hafa margir sýnt áhuga en við ræðum við einn í einu,“ seg- ir Örvar og vill að öðru leyti ekk- ert tjá sig um gang mála. ■ 52%74% 20. FEBRÚAR TIL 26. FEBRÚAR 2004birta Vetrarhátíð í Reykjavík Fæðupíramídi og fæðuhringur Stjörnuspá Birtu Brynhildur segir fréttir úr ástandinu Öskudagur á næsta leiti Verðlaunagáta Sjónvarpsdagskrá næstu7daga vikulegt tímarit um fólkið í landinu ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS - 96.000 EINTÖK Dísa í World Class Dansar í gegnum lífið NR. 7 . 2004 Dísa í World Class: ▲ Dansar í gegnum lífið birta ● fæðupíramídinn ● öskudagur SNJÓKOMA EÐA ÉL Úrkoman færist í aukana síðdegis á vesturhelmingi lands- ins með heldur auknum vindi. Enn kaldara á morgun. Sjá síðu 6. Fylgir Fréttablaðinu dag Ingvar Helgason: Félagið selt á næstu dögum ATHAFNALÍF Afkomendur Ingvars Helgasonar, stofnanda bílaum- boðsins Ingvar Helgason hf., selja alla hluti í félaginu ef end- anlegir samningar nást á næstu dögum. Sam- kvæmt heim- ildum Frétta- blaðsins eru einungis örfá atriði sem eftir á að ganga frá áður en kaup- in ganga í gegn. Nýr eig- andi verður Ingvar Helga- son Holding; félag í eigu B a l d v i n s Guðnasonar, forstjóra Sjafnar hf., Róberts Wessmann, for- stjóra Pharmaco, Jóns og Sig- urðar Gísla Pálmasonar í Hag- kaup, Vátryggingafélags Ís- lands og tengdra aðila og bíla- leigunnar Avis. Kristinn Þór Geirsson, sem var framkvæmdastjóri Ís- lenska útvarpsfélagsins sem rekur Skjá einn, tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá Ingvari Helgasyni ef kaupin ná fram að ganga. Magnús Ragnarsson, leikari og viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Íslenska sjónvarpsfélags- ins í stað Kristins og er þegar tekinn til starfa. ■ Sænski píramídinn svíkur gefin loforð Forsvarsmenn SprinkleNetwork eru á vanskilaskrá í Svíþjóð með kröfu upp á 100 milljónir króna. Svíkja loforð um endurgreiðslur á Íslandi. Milljónatugir í uppnámi. Svara ekki lögfræðingi lengur. Engin innribúð og afsláttarkort óvirk. KB banki í viðræðum: Hillir undir sölu Skeljungs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T STEMNING Á SETNINGU VETRARHÁTÍÐAR Í gærkvöldi var svokölluð Vetarhátíð í Reykjavík sett. Það var Þórólfur Árnason borgar- stjóri sem setti hátíðina en að setningu lokinni var farið í kyndlagöngu frá Bankastræti að Miðbakkanum þar sem haldin var leysigeisla- sýning. SÖLUKEÐJA Forsvarsmenn sænska sölupíramídans SprinkleNetwork hafa enn ekki staðið við loforð sem þeir gáfu sölufólki sínu og fjárfest- um um að þeir myndu endurgreiða þeim sem vildu hætta og selja hluti sína. Starfsemi Sprinkle á Íslandi er í lágmarki og enn hefur ekki verið komið á laggirnar svokallaðri innri verslun sem átti að bjóða upp á fjölda vöruflokka. Þá eru afsláttar- kort fyrirtækisins óvirk að mestu leyti og því engin velta. Heimildir F r é t t a b l a ð s i n s herma að hætta sé við innri-búðina sem aldrei varð annað en hluti af vöruskemmu í Sundahöfn. Þess í stað hafi verið boðað að Sprinkle ætlaði að auglýsa í hring á Netinu eða með öðrum orð- um birta 360 gráðu auglýsingar. Eftir komu allra helstu forsvars- manna Sprinkle til Íslands um miðj- an nóvember var því lofað að staðið yrði við skuldbindingar. Það hefur enn ekki gerst að öðru leyti en því að átta af þeim 30 manns sem kröfð- ust endurgreiðslu hafa fengið sín framlög að hluta til baka. Gylfi Gylfason lögfræðingur þeirra sem eiga kröfur á píramídann, segir að talsmenn Sprinkle svari sér ekki lengur. Hann telur vonlítið að fólkið fái endurgreidda þá milljónatugi sem það lét af hendi rakna í von um skjótfenginn gróða. Gylfi segir að svo virðist sem fyrirtækið sé í miklum vanda í Sví- þjóð þar sem gert hafi verið fjár- nám hjá fyrirtækinu fyrir yfir 100 milljónir króna. „Mér sýnist á öllu að þetta sé að fara í þrot þarna úti. Þeir hafa skrúfað fyrir greiðslur til fólks eft- ir að nokkrir fengu greitt í desem- ber. Nú er fólk að íhuga að kæra til lögreglunnar í því ljósi að það er ekkert að hafa,“ segir Gylfi. Gylfi líkir þessu máli við svokall- að CostCo mál þar sem maður var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að svíkja út 450 þúsund krónur með því að bjóða lygilega ódýr raftæki. Viðskiptavinir greiddu fimm þús- und króna pöntunargjald fyrirfram hjá fyrirtækinu CostGo. Gylfi segir að mál Sprinkle sé ekki ólíkt þar sem verið sé að selja eitthvað sem ekki er til. rt@frettabladid.is Líkfundurinn í Neskaupstað: Hinn látni hét Vaidas Jucevicius LÖGREGLUMÁL Líkið af manninum sem fannst í höfn Neskaup- staðar var af þrítugum litháísk- um manni sem hét Vaidas Jucevicius. Hann kom hingað frá Kaupmannahöfn og átti pantað far þangað aftur 6. febr- úar. Endanleg staðfesting fékkst á þessu þegar móðir hins látna bar kennsl á hann af myndum hjá lögreglu í Litháen. Sjá nánar bls. 2 FORSVARSMENNIRNIR Hópur fólks sótti að forsvarsmönnum SprinkleNetwork þegar þeir komu til Íslands í nóvember. „Mér sýn- ist á öllu að þetta sé að fara í þrot þarna úti. KRISTINN GEIRSSON Tilvonandi forstjóri Ingvars Helgasonar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.