Fréttablaðið - 20.02.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 20.02.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 FÖSTUDAGUR ● leiðin niður var hröð og bein ▲ SÍÐA 46 25 ára fíkill Ólafur Pétursson: ● vatnsleikfimi ● kraftganga á hverjum degi ▲ SÍÐUR 28–29 heilsa o.fl. Lungu kvenna viðkvæmari en karla Guðbjörg Sigurgeirsdóttir: ● til hnífs og skeiðar ● vínin▲ SÍÐUR 26–27 matur o.fl. Fiskbúðin líka veitingastaður Ásmundur Karlsson: ÚRVALSDEILDIN Í HANDBOLTA Tveir leikir verða í úrvalsdeildinni í hand- bolta karla í kvöld. ÍR og Valur mætast í Austurbergi og KA og HK eigast við í KA- heimilinu á Akureyri. Báðir leikirnir hefj- ast klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 20. febrúar 2004 – 50. tölublað – 4. árgangur ENGIN SKERÐING Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum verður ekki skert, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Hann þingaði með Eyjamönnum í gær. Sjá síðu 2 INNKAUPASTJÓRINN ÁKÆRÐUR Fyrrverandi innkaupastjóri Sölunefndar varn- arliðseigna hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt, skjalafals, umboðssvik og rangfærslu skjala. Ákæran er í 10 liðum og nemur fjárdrátturinn fjórum milljónum. Sjá síðu 4 BOÐAR HÖRKU Formaður Sjómanna- sambandsins boðar hörku ef hreyft verður við skattaafslætti sjómanna. Hann hafnar skiptum á auðlindaskatti og sjómannaafslætti. Sjá síðu 8 100 MILLJARÐA MÚR Öryggismúr Ísra- ela á Vesturbakkanum verður rúmlega 700 kílómetra langur. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er sem svarar til um 100 millj- örðum íslenskra króna. Sjá síðu 10 VIÐSKIPTI KB banki er í viðræðum um sölu á Steinhólum sem eiga olíufélagið Skeljung. Félagið varð til þegar bankinn ásamt Burðarás og Sjóvá-Almennum eignuðust Skeljung sameiginlega að fullu. Samhliða því voru bréf félagsins í Eimskipafélaginu, Sjóvá-Almennum og Flugleiðum seld. Bókfært verð Steinhóla er 3,5 milljarðar króna og vill bank- inn samkvæmt heimildum fá fjóra milljarða fyrir félagið. Inni í félaginu eru miklar skuldir. Gangi viðræðurnar upp má búast við að salan náist öðru hvoru megin við helgina. Samkvæmt heimildum eru meðal áhugasamra Pálmi Har- aldsson í Feng sem hefur verið umsvifamikill í fjárfestingum, meðal annars í Norðurljósum, móðurfélagi Fréttablaðsins. Aðrir sem nefndir hafa verið til sögunn- ar eru Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir. Einnig að Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, hafi áhuga á félaginu. Fleiri eru taldir koma til greina en ekkert fékkst staðfest um hver er í viðræðum við bankann. Örvar Kjærnested hjá fyrir- tækjaráðgjöf KB banka staðfesti að bankinn ætti í viðræðum um sölu á Steinhólum við ákveðin að- ila. „Það hafa margir sýnt áhuga en við ræðum við einn í einu,“ seg- ir Örvar og vill að öðru leyti ekk- ert tjá sig um gang mála. ■ 52%74% 20. FEBRÚAR TIL 26. FEBRÚAR 2004birta Vetrarhátíð í Reykjavík Fæðupíramídi og fæðuhringur Stjörnuspá Birtu Brynhildur segir fréttir úr ástandinu Öskudagur á næsta leiti Verðlaunagáta Sjónvarpsdagskrá næstu7daga vikulegt tímarit um fólkið í landinu ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS - 96.000 EINTÖK Dísa í World Class Dansar í gegnum lífið NR. 7 . 2004 Dísa í World Class: ▲ Dansar í gegnum lífið birta ● fæðupíramídinn ● öskudagur SNJÓKOMA EÐA ÉL Úrkoman færist í aukana síðdegis á vesturhelmingi lands- ins með heldur auknum vindi. Enn kaldara á morgun. Sjá síðu 6. Fylgir Fréttablaðinu dag Ingvar Helgason: Félagið selt á næstu dögum ATHAFNALÍF Afkomendur Ingvars Helgasonar, stofnanda bílaum- boðsins Ingvar Helgason hf., selja alla hluti í félaginu ef end- anlegir samningar nást á næstu dögum. Sam- kvæmt heim- ildum Frétta- blaðsins eru einungis örfá atriði sem eftir á að ganga frá áður en kaup- in ganga í gegn. Nýr eig- andi verður Ingvar Helga- son Holding; félag í eigu B a l d v i n s Guðnasonar, forstjóra Sjafnar hf., Róberts Wessmann, for- stjóra Pharmaco, Jóns og Sig- urðar Gísla Pálmasonar í Hag- kaup, Vátryggingafélags Ís- lands og tengdra aðila og bíla- leigunnar Avis. Kristinn Þór Geirsson, sem var framkvæmdastjóri Ís- lenska útvarpsfélagsins sem rekur Skjá einn, tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá Ingvari Helgasyni ef kaupin ná fram að ganga. Magnús Ragnarsson, leikari og viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Íslenska sjónvarpsfélags- ins í stað Kristins og er þegar tekinn til starfa. ■ Sænski píramídinn svíkur gefin loforð Forsvarsmenn SprinkleNetwork eru á vanskilaskrá í Svíþjóð með kröfu upp á 100 milljónir króna. Svíkja loforð um endurgreiðslur á Íslandi. Milljónatugir í uppnámi. Svara ekki lögfræðingi lengur. Engin innribúð og afsláttarkort óvirk. KB banki í viðræðum: Hillir undir sölu Skeljungs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T STEMNING Á SETNINGU VETRARHÁTÍÐAR Í gærkvöldi var svokölluð Vetarhátíð í Reykjavík sett. Það var Þórólfur Árnason borgar- stjóri sem setti hátíðina en að setningu lokinni var farið í kyndlagöngu frá Bankastræti að Miðbakkanum þar sem haldin var leysigeisla- sýning. SÖLUKEÐJA Forsvarsmenn sænska sölupíramídans SprinkleNetwork hafa enn ekki staðið við loforð sem þeir gáfu sölufólki sínu og fjárfest- um um að þeir myndu endurgreiða þeim sem vildu hætta og selja hluti sína. Starfsemi Sprinkle á Íslandi er í lágmarki og enn hefur ekki verið komið á laggirnar svokallaðri innri verslun sem átti að bjóða upp á fjölda vöruflokka. Þá eru afsláttar- kort fyrirtækisins óvirk að mestu leyti og því engin velta. Heimildir F r é t t a b l a ð s i n s herma að hætta sé við innri-búðina sem aldrei varð annað en hluti af vöruskemmu í Sundahöfn. Þess í stað hafi verið boðað að Sprinkle ætlaði að auglýsa í hring á Netinu eða með öðrum orð- um birta 360 gráðu auglýsingar. Eftir komu allra helstu forsvars- manna Sprinkle til Íslands um miðj- an nóvember var því lofað að staðið yrði við skuldbindingar. Það hefur enn ekki gerst að öðru leyti en því að átta af þeim 30 manns sem kröfð- ust endurgreiðslu hafa fengið sín framlög að hluta til baka. Gylfi Gylfason lögfræðingur þeirra sem eiga kröfur á píramídann, segir að talsmenn Sprinkle svari sér ekki lengur. Hann telur vonlítið að fólkið fái endurgreidda þá milljónatugi sem það lét af hendi rakna í von um skjótfenginn gróða. Gylfi segir að svo virðist sem fyrirtækið sé í miklum vanda í Sví- þjóð þar sem gert hafi verið fjár- nám hjá fyrirtækinu fyrir yfir 100 milljónir króna. „Mér sýnist á öllu að þetta sé að fara í þrot þarna úti. Þeir hafa skrúfað fyrir greiðslur til fólks eft- ir að nokkrir fengu greitt í desem- ber. Nú er fólk að íhuga að kæra til lögreglunnar í því ljósi að það er ekkert að hafa,“ segir Gylfi. Gylfi líkir þessu máli við svokall- að CostCo mál þar sem maður var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að svíkja út 450 þúsund krónur með því að bjóða lygilega ódýr raftæki. Viðskiptavinir greiddu fimm þús- und króna pöntunargjald fyrirfram hjá fyrirtækinu CostGo. Gylfi segir að mál Sprinkle sé ekki ólíkt þar sem verið sé að selja eitthvað sem ekki er til. rt@frettabladid.is Líkfundurinn í Neskaupstað: Hinn látni hét Vaidas Jucevicius LÖGREGLUMÁL Líkið af manninum sem fannst í höfn Neskaup- staðar var af þrítugum litháísk- um manni sem hét Vaidas Jucevicius. Hann kom hingað frá Kaupmannahöfn og átti pantað far þangað aftur 6. febr- úar. Endanleg staðfesting fékkst á þessu þegar móðir hins látna bar kennsl á hann af myndum hjá lögreglu í Litháen. Sjá nánar bls. 2 FORSVARSMENNIRNIR Hópur fólks sótti að forsvarsmönnum SprinkleNetwork þegar þeir komu til Íslands í nóvember. „Mér sýn- ist á öllu að þetta sé að fara í þrot þarna úti. KRISTINN GEIRSSON Tilvonandi forstjóri Ingvars Helgasonar hf.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.