Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 8
8 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa Sagan endalausa „Nú hefur Jón Steinar fullan rétt á því að setja SPRON-málið í hvaðeina það samhengi sem honum sýnist. Hann hefur hins vegar ekki tilkall til þess að vera álitinn trúverðugur álits- gjafi í málinu.“ Páll Vilhjálmsson „blaðamaður“ sendir Jóni Steinar Gunnlaugssyni „álitsgjafa“ enn einu sinni tóninn í Morgunblaðinu 19. febrúar. Sérþekking? „Spurningin sem vaknar er sú hvort menn hafi verið að stunda fjárhættuspil með fjármuni bæj- arins eða hvort fyrrverandi bæj- arstjóri hafi talið sig búa yfir meiri sérþekkingu en rándýrir ráðgjafar að sunnan.“ Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í Eyjum, um frammistöðu Guðjóns Hjörleifssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Vestmannaeyinga, sem tók risastórt dollaralán en fór að sögn ekki eftir milljón króna ráðgjöf Kaupþings og bærinn tapaði milljónatugum. Orðrétt ESB, AP Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, gagnrýndi Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, Jacques Chirac Frakklandsforseta og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fyrir að funda þrír sam- an um framtíð Evrópusambandsins. Hann segir að það verði til þess að þau aðildarríki Evrópusambandsins sem voru skilin útundan eigi erfitt með að sætta sig við tillögur þre- menninganna um hvernig eigi að efla efnahag álfunnar. Þremenningarnir hvöttu til þess að nýtt átak yrði gert til að draga úr skrifræði innan sambandsins, mæltu með auknu fjárframlagi til rann- sókna og sögðu að taka yrði velferðar- kerfi aðildarlandanna til endurskoð- unar áður en það yrði of seint. Mest fer þó fyrir brjóstið á sumum ríkjum að þeir lögðu áherslu á nýtt embætti innan ESB sem réði miklu um stefnu sambandsins í efnahagsmálum. Schröder sagði eftir fund þre- menninganna að eina leiðin til að halda í velferðarkerfi aðildarríkj- anna væri sú að breyta þeim og gera þau ódýrari. ■ Afslátturinn hærri í Skandinavíu Sævar Gunnarsson boðar hörku ef hreyft verði við skattaafslætti sjó- manna. Hann hafnar skiptum á auðlindagjaldi og sjómannaafslætti. SJÁVARÚTVEGUR „Við munum verja þessi kjör alveg gjörsamlega út í eitt. Við höfum mjög skýr skilaboð sjómanna þar um,“ segir Sævar Gunnarsson, forseti Sjómannasam- bandsins, um þann vilja innan stjórnarflokk- anna að afnema sjómannaafslátt í áföngum. Geir Haarde fjár- m á l a r á ð h e r r a lagði fram frum- varp um afnám afsláttarins sem seinna var tekið af dagskrá Alþing- is. Nú hefur Einar Oddur Krist- jánsson, alþingismaður Sjálfstæð- isflokks, komið fram með þá hug- mynd að í skiptum fyrir sjómanna- afsláttinn verði létt af útgerðinni auðlindagjaldi. Í því felst að út- gerðin létti sjómannaafslættinum af ríkissjóði og greiði sjómönnum bætur sem nema 746 krónum á hvern úthaldsdag. Sævar segist vera orðinn þreyttur á marklaus- um slagorðaflaumi stjórnmála- manna og hann krefst þess að þeir láti afsláttinn í friði eða mæti fullri hörku ella. „Fyrst er boðað frumvarp sem átti að afgreiða á vorþinginu en síð- an kemur einhver hugmynd um auðlindagjald. Ég treysti ekki þess- um stjórnmálamönnum og tek ekki mark á þessu,“ segir Sævar. Hann segir full rök vera fyrir skattaívilnun til sjómanna. „Það er nú eins og þessi ágæta þjóð viti ekkert á hverju hún lifir langtímum saman. Það sem þreytir mann mest er að einhverjir skuli sjá ofsjónum yfir því að sjómenn, sem borið hafa þá á höndum sér í gegnum áratug- ina, skuli njóta s m á v æ g i l e g s skattaívilnunar fyrir störf sín,“ segir Sævar. Hann segir að sjómannaafslátt- ur sé síður en svo einsdæmi ef litið sé til nágranna- landanna. „Á öllum Norðurlöndum er sjó- mannaafsláttur og það er einfald- lega rangt, sem haldið hefur verið fram, að þetta sé eitthvað sérstakt hérna á Íslandi. Sjómannafsláttur- inn er víða í nágrannalöndunum hærri en hér,“ segir Sævar. rt@frettabladid.is Afkomuviðvörun hjá Flögu: Óvænt vonbrigði VIÐSKIPTI Medcare Flaga sendi frá sé afkomuviðvörun í gær. Þar kemur fram að allt að 1,5 milljón dollara tap verði á rekstrinum í fyrra. Afkoman er mun lakari en gert var ráð fyrir í útboðslýsingu fyrirtækisins í nóvember. Skýring viðvörunarinnar er að sögn félagsins endurmat á birgðum og lækkandi framlegð af vörusölu. Greiningardeild Íslandsbanka segir þessa afkomuviðvörun koma á óvart og valda vonbrigðum. Sér- staklega í ljós þess hversu skammt er frá útboðslýsingu félagsins. Bréf Flögu lækkuðu um 16 prósent við opnun markaða í gær. ■ LÖGGUR BRJÓTA LÖG Lögreglan í Glouchesterskíri í Englandi braut lög þegar hún stöðvaði 120 friðar- sinna sem voru á leið til flugbæki- stöðvar þaðan sem bandarískar B- 52 sprengjuþotur flugu til árása á Írak síð- asta vor. Fólkið ætlaði að mótmæla við hlið stöðvar- innar en lögreglan flutti það í rútur og keyrði það til London. Dómari hef- ur nú úrskurðað það lögbrot. LÝÐRÆÐISUMBÓTA ÞÖRF Nefnd á vegum Evrópusambandsins sem hefur skoðað aðstæður í Rússlandi segir að flýta verði lýðræðisumbót- um í landinu svo það geti orðið að- ili að Evrópusambandinu árið 2007. Sumir nefndarmenn vildu hætta aðildarviðræðum við Rúmeníu af þessum sökum en meirihlutinn hafnaði því. Draga verður úr póli- tískum afskiptum af dómkerfinu, stöðva lögregluofbeldi og tryggja frelsi fjölmiðla. Nýjar eldflaugar: Stjörnustríð gagnslaus MOSKVA, AP Rússar hafa prófað frumgerð nýrrar langdrægrar eldflaugar sem getur komist til skotmarka sinna í gegnum eld- flaugavarnakerfi eins og það sem Bandaríkjamenn hyggjast byggja upp og hefur verið uppnefnt stjörnustríðsáætlunin. „Við tilraunir sem fóru fram í gær sýndum við fram á að það er hægt að þróa vopn sem gera hvaða eldflaugavarnakerfi sem er gagnslaust,“ sagði Yuri Baluyev- sky hershöfðingi. Hann segir eld- flaugina geta breytt um stefnu og hæð í flugi og þannig vikið sér undan hverju því sem er skotið að henni. Vladimir Pútín Rússlandsfor- seti hefur lagt áherslu á að nýju eldflaugunum sé ekki beint gegn Bandaríkjunum. ■ NESKAUPSTAÐUR Sævar Jónsson á Mónesinu og Eysteinn Gunn- arsson á Snorra bera saman bækur sínar. Fjarðabyggð: Mokafli hjá smábátum SJÁVARÚTVEGUR Þeir þrír netabátar sem róa frá Neskaupstað þessa dagana hafa rótfiskað innanfjarð- ar. Aflinn hefur verið allt að þremur tonnum á dag og hefur Snorri NK landað tvisvar sinnum á dag síðustu þrjá daga, alls um átta tonnum. Fiskurinn er frekar smár og fullur af loðnuúrgangi frá vinnsluskipunum á firðinum. Á meðan á síldarvertíð stóð var fisk- urinn sem veiddist, fullur af síld. Það má því segja um þorskinn að hann sé ekkert ólíkur mannfólk- inu, hann sækir þangað sem gnægð matar er. ■ HEILBRIGÐISMÁL Forstöðumaður Skólaskrifstofu Suðurlands hefur lagt til að við sjúkrahúsið á Selfossi verði stofnuð í tilraunaskyni dag- deild fyrir geðfötluð börn. Á Suður- landi eru um 20 börn með alvarleg- ar geðraskanir inni í almennum bekkjardeildum, oft of veik börn sem ekki geta verið í skóla. Með dagdeild yrði ekki um sérstakan skóla að ræða, heldur myndi kennsla í deildinni falla í hlut þess skóla sem næstur væri og reiknað með því að börnin yrðu á deildinni í mislangan tíma, eftir því hversu alvarleg veikindi þeirra væru. Margrét Frímannsdóttir, Sam- fylkingunni, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi um stofnun sér- kennslu- og meðferðardagdeildar fyrir börn með geðrænan og fé- lagslegan vanda. Hún sagði nauð- ynlegt að taka nú þegar til skoðun- ar stöðu barna á grunnskólaaldri sem ættu við slíkan kvilla að stríða. „Það er löngu ljóst að ekki er hægt að sinna lögboðinni kennslu þessara barna í almennum bekkj- ardeildum og víða skapast veruleg vandamál vegna þessa, bæði hvað varðar líðan barnanna og fyrir skóla þeirra. Grunnskólinn getur ekki veitt þeim þá sérhæfðu með- ferð sem þau þurfa vegna veikinda sinna,“ sagði Margrét. ■ SUÐURLAND Forstöðumaður Skólaskrifstofu Suðurlands hefur lagt til að við sjúkrahúsið á Selfossi verði stofnuð í tilraunaskyni dagdeild fyrir geðfötluð börn. Á Suðurlandi eru um 20 börn með alvarlegar geðraskanir inni í almennum bekkjardeildum. Málefni geðfatlaðra barna á Suðurlandi: Um 20 geðfötluð börn í almennum bekk VLADIMIR PÚTÍN Hefur fylgst með margvíslegum æfingum og tilraunum síðustu daga. Falun Gong: Fjórtán ár í fangelsi PEKING, AP Kínverskur dómstóll hefur dæmt fimm félaga í Falun Gong til allt að fjórtán ára fang- elsisvistar. Félagarnir fimm voru fundnir sekir um að hafa nítt stjórnvöld með því að dreifa upp- lognum sögum um ofsóknir á hendur iðkendum Falun Gong. Fimmmenningarnir voru ákærðir fyrir að dreifa frásögn- um af ungri konu sem hefði verið fangelsuð fyrir að iðka Falun Gong. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að umrædd kona væri ekki til og sagan tilbúningur. Kínversk stjórnvöld bönnuðu Falun Gong árið 1999. ■ LEIÐTOGAR ÞRIGGJA STÆRSTU LANDANNA Nær helming íbúa Evrópusambandsins og meira en helming auðs þess er að finna í Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Fundur Chiracs, Schröders og Blairs veldur deilum: Berlusconi skammar þremenningana SJÓMANNSLÍF Sjómenn hafa um áratugaskeið notið umdeilds skattafsláttar vegna starfa sinna á hafi úti. SÆVAR GUNNARSSON Sjómannaafsláttur- inn verður varinn. „Við munum verja þessi kjör alveg gjörsamlega út í eitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.