Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 49
KÖRFUBOLTI ÍR-ingar báru í gærkvöld sigurorð af KFÍ með 101 stigi gegn 77 í Seljaskóla í Inter- sport-deild karla. Staðan í hálfleik var 48-45 fyrir heimamenn. Þegar staðan var jöfn 56-56 í síðari háfleik tóku ÍR-ingar held- ur betur við sér og skoruðu átján stig á móti aðeins tveimur frá Ís- firðingunum í KFÍ. Þá var staðan orðin 74-58 og eftirleikurinn var auðveldur fyrir heimamenn. Eugene Christopher var stiga- hæstur í liði ÍR með 29 stig. Maurice Ingram skoraði 23 stig fyrir ÍR og tók níu fráköst. Hann var með frábæra skotnýtingu og hitti úr öllum tíu skotunum sín- um. Ólafur Þórisson var næstur með 13 stig. Hjá KFÍ var Troy Wiley stigahæstur með 23 stig. Auk þess tók hann sextán frá- köst. Bethuel Fletcher var næst- ur á eftir honum með 17 stig og 10 stoðsendingar. Í öðrum leikjum kvöldsins unnu Njarðvíkingar góðan sigur á Haukum með 79 stigum gegn 70 og komust þar með í þriðja sæti deildarinnar. Þá vann Tindastóll Hamar á útivelli 92-84 og tyllti sér í sjötta sæti deildarinnar. ■ FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004 Dagskráin í dag 20. febrúar 8:00 – 10:00 Mannauður innflytjenda, Morgunverðarmálþing í Iðnó, Vonarstræti. 9:00 – 11:00 Dans og leikur í íþróttamiðstöðinni við Dalshús. 10:00 Allt loftið ómar af söng. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1. 11:00 Allt fólkið í heiminum á að vera vinir eins og við. Leikskólabörn mætast á opnum svæðum. 11:00 – 12:00 Finndu skjölin þín. Borgarskjalasafn við Tryggvagötu. 11:30 – 13:00 Íslenski dansflokkurinn. Lúna – tvö verk um ástina og lífið í Borgarleikhúsinu. 12:10 Flúxus í Þýskalandi, leiðsögn. Listasafn Íslands. 12:15 Ljóðatónleikar í Söngskólanum í Reykjavík. 13:30 Mannrækt – trjárækt, gömlu trén og litlu trén. Menningarmiðstöðin Gerðuberg. 14:00 – 17:00 Sakha – Jakutia í Síberíu. Heimildarmynd í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti. 16:00 Opnun á hellaljósmyndasýningunni Þríhnúkagígur. Höfuðborgarstofa, Aðalstræti 2. 16:00 Ljósmyndasýningin Dagur og nótt í fókus. Kringlunni. 16:00 – 20:00 Útþrá 2004 og brú milli menningarheima. Kynning á spennandi möguleikum fyrir ungt fólk. Hitt húsið. 18:00 – 20:00 Með kveðju frá Barcelona. Barcelónsk menningarhelgi í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. 18:00 – 20:00 Íslensk grafík á Vetrarhátíð. Hafnarhúsið. 19:15 – 21:15 Ljósmyndasafn Reykjavíkur sýnir svipmyndir á glugga Grófarhúss, Tryggvagötu. 20:00 – 21:30 Kryddlegin tónlist í Iðnó, Vonarstræti. 20:30 Salsanámskeið í Alþjóðahúsi, Hverfisgötu 18. 20:00 – 21:00 Látum sönginn koma í ljós. kórar í Árbæjarkirkju. 21:00 – 22:00 Hljómsveitir rokka á bökkum Grafarvogslaugar. 21:00 – 23:00 Fjölþjóðlega hljómsveitin Voices for Peace heldur tónleika í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. SPRON er aðalstyrktaraðili tónleikana. ze to r www.rvk.is/vetrarhatid Vínþjónar frá Vínþjónasamtökunum munu aðstoða við skipta vini í vínbúðunum Heiðrúnu, í Kringlunni, Smára lind og á Akureyri næstu þrjár helgar (frá 20. febrúar til 6. mars). Á föstudögum verða vínþjónar í Heiðrúnu og á Akureyri kl. 15-18. Á laugardögum verða vínþjónar í Smáralind og Kringlunni kl. 14 -17. www.vinbud.is VÍNÞJÓNAR TIL RÁÐGJAFAR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A V R 23 69 1 04 /2 00 4 HNEFALEIKAR Fyrsta boxkeppni árs- ins hér á landi fer fram í BAG- höllinni í Faxafeni annað kvöld. Sjö bardagar verða háðir og verð- ur aðalbardaginn viðureign þungavigtarkappanna Tómasar Guðmundssonar frá Grindavík og Ísfirðingsins Lárusar Mikaels Klausen. Guðjón Vilhelm, einn af að- standendum keppninnar á von á hörku bardaga. „Tommi er að bú- inn að fara í tvo bardaga, einn gegn útlendingi og annan gegn Ís- lendingi og vann báða. Lárus er búinn að keppa einu sinni í Vest- mannaeyjum og vann þann bar- daga,“ segir Guðjón. „Þetta eru efnilegir strákar, báðir rétt rúm- lega tvítugir. Þeir eru báðir í svaka formi, 90 kílóa boltar og það verður gaman að horfa á þá.“ Þess má geta að í áhugamannahnefa- leikum mega þungavigtakappar að vega 81 til 91 kíló. Atvinnu- menn þurfa aftur á móti að vega 91 kíló í það minnsta. Að sögn Guðjóns eru margir frambærilegir þungavigtarkapp- ar að koma upp hér á landi. „Dan- ir eru í þungvigtakreppu en við erum nokkuð vel settir. Síðan eru klúbbar að spretta upp. Það er komin mjög mikil starfsemi í Vestmannaeyjum, Hveragerði, Ísafirði, Keflavík og þrír klúbbar í Reykjavík.“ Guðjón segir að um 600-700 manns æfi hnefaleika hér á landi og fer iðkendum ört fjölgandi. ■ SKÚLI Skúli Ármansson, þungavigtarkappi, í bar- daga sínum við Oskar Thorin frá Svíþjóð. Fyrsta boxkeppni ársins á morgun: Efnilegir þungavigtakappar eigast við Intersport-deild karla: Njarðvík í þriðja sætið INGRAM Maurice Ingram skoraði 23 stig og tók 9 stig fyrir ÍR í gærkvöldi. Staðan L U T Stig Snæfell 18 15 3 30 Grindavík 18 15 3 30 Njarðvík 19 121 7 24 Keflavík 17 11 6 22 Haukar 19 11 8 22 Tindastóll 19 10 9 20 KR 18 10 8 20 Hamar 19 9 10 18 ÍR 19 6 13 12 Breiðablik 18 4 14 8 KFÍ 18 4 14 8 Þór Þorl. 18 3 15 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.