Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2004, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 20.02.2004, Qupperneq 49
KÖRFUBOLTI ÍR-ingar báru í gærkvöld sigurorð af KFÍ með 101 stigi gegn 77 í Seljaskóla í Inter- sport-deild karla. Staðan í hálfleik var 48-45 fyrir heimamenn. Þegar staðan var jöfn 56-56 í síðari háfleik tóku ÍR-ingar held- ur betur við sér og skoruðu átján stig á móti aðeins tveimur frá Ís- firðingunum í KFÍ. Þá var staðan orðin 74-58 og eftirleikurinn var auðveldur fyrir heimamenn. Eugene Christopher var stiga- hæstur í liði ÍR með 29 stig. Maurice Ingram skoraði 23 stig fyrir ÍR og tók níu fráköst. Hann var með frábæra skotnýtingu og hitti úr öllum tíu skotunum sín- um. Ólafur Þórisson var næstur með 13 stig. Hjá KFÍ var Troy Wiley stigahæstur með 23 stig. Auk þess tók hann sextán frá- köst. Bethuel Fletcher var næst- ur á eftir honum með 17 stig og 10 stoðsendingar. Í öðrum leikjum kvöldsins unnu Njarðvíkingar góðan sigur á Haukum með 79 stigum gegn 70 og komust þar með í þriðja sæti deildarinnar. Þá vann Tindastóll Hamar á útivelli 92-84 og tyllti sér í sjötta sæti deildarinnar. ■ FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004 Dagskráin í dag 20. febrúar 8:00 – 10:00 Mannauður innflytjenda, Morgunverðarmálþing í Iðnó, Vonarstræti. 9:00 – 11:00 Dans og leikur í íþróttamiðstöðinni við Dalshús. 10:00 Allt loftið ómar af söng. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1. 11:00 Allt fólkið í heiminum á að vera vinir eins og við. Leikskólabörn mætast á opnum svæðum. 11:00 – 12:00 Finndu skjölin þín. Borgarskjalasafn við Tryggvagötu. 11:30 – 13:00 Íslenski dansflokkurinn. Lúna – tvö verk um ástina og lífið í Borgarleikhúsinu. 12:10 Flúxus í Þýskalandi, leiðsögn. Listasafn Íslands. 12:15 Ljóðatónleikar í Söngskólanum í Reykjavík. 13:30 Mannrækt – trjárækt, gömlu trén og litlu trén. Menningarmiðstöðin Gerðuberg. 14:00 – 17:00 Sakha – Jakutia í Síberíu. Heimildarmynd í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti. 16:00 Opnun á hellaljósmyndasýningunni Þríhnúkagígur. Höfuðborgarstofa, Aðalstræti 2. 16:00 Ljósmyndasýningin Dagur og nótt í fókus. Kringlunni. 16:00 – 20:00 Útþrá 2004 og brú milli menningarheima. Kynning á spennandi möguleikum fyrir ungt fólk. Hitt húsið. 18:00 – 20:00 Með kveðju frá Barcelona. Barcelónsk menningarhelgi í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. 18:00 – 20:00 Íslensk grafík á Vetrarhátíð. Hafnarhúsið. 19:15 – 21:15 Ljósmyndasafn Reykjavíkur sýnir svipmyndir á glugga Grófarhúss, Tryggvagötu. 20:00 – 21:30 Kryddlegin tónlist í Iðnó, Vonarstræti. 20:30 Salsanámskeið í Alþjóðahúsi, Hverfisgötu 18. 20:00 – 21:00 Látum sönginn koma í ljós. kórar í Árbæjarkirkju. 21:00 – 22:00 Hljómsveitir rokka á bökkum Grafarvogslaugar. 21:00 – 23:00 Fjölþjóðlega hljómsveitin Voices for Peace heldur tónleika í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. SPRON er aðalstyrktaraðili tónleikana. ze to r www.rvk.is/vetrarhatid Vínþjónar frá Vínþjónasamtökunum munu aðstoða við skipta vini í vínbúðunum Heiðrúnu, í Kringlunni, Smára lind og á Akureyri næstu þrjár helgar (frá 20. febrúar til 6. mars). Á föstudögum verða vínþjónar í Heiðrúnu og á Akureyri kl. 15-18. Á laugardögum verða vínþjónar í Smáralind og Kringlunni kl. 14 -17. www.vinbud.is VÍNÞJÓNAR TIL RÁÐGJAFAR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A V R 23 69 1 04 /2 00 4 HNEFALEIKAR Fyrsta boxkeppni árs- ins hér á landi fer fram í BAG- höllinni í Faxafeni annað kvöld. Sjö bardagar verða háðir og verð- ur aðalbardaginn viðureign þungavigtarkappanna Tómasar Guðmundssonar frá Grindavík og Ísfirðingsins Lárusar Mikaels Klausen. Guðjón Vilhelm, einn af að- standendum keppninnar á von á hörku bardaga. „Tommi er að bú- inn að fara í tvo bardaga, einn gegn útlendingi og annan gegn Ís- lendingi og vann báða. Lárus er búinn að keppa einu sinni í Vest- mannaeyjum og vann þann bar- daga,“ segir Guðjón. „Þetta eru efnilegir strákar, báðir rétt rúm- lega tvítugir. Þeir eru báðir í svaka formi, 90 kílóa boltar og það verður gaman að horfa á þá.“ Þess má geta að í áhugamannahnefa- leikum mega þungavigtakappar að vega 81 til 91 kíló. Atvinnu- menn þurfa aftur á móti að vega 91 kíló í það minnsta. Að sögn Guðjóns eru margir frambærilegir þungavigtarkapp- ar að koma upp hér á landi. „Dan- ir eru í þungvigtakreppu en við erum nokkuð vel settir. Síðan eru klúbbar að spretta upp. Það er komin mjög mikil starfsemi í Vestmannaeyjum, Hveragerði, Ísafirði, Keflavík og þrír klúbbar í Reykjavík.“ Guðjón segir að um 600-700 manns æfi hnefaleika hér á landi og fer iðkendum ört fjölgandi. ■ SKÚLI Skúli Ármansson, þungavigtarkappi, í bar- daga sínum við Oskar Thorin frá Svíþjóð. Fyrsta boxkeppni ársins á morgun: Efnilegir þungavigtakappar eigast við Intersport-deild karla: Njarðvík í þriðja sætið INGRAM Maurice Ingram skoraði 23 stig og tók 9 stig fyrir ÍR í gærkvöldi. Staðan L U T Stig Snæfell 18 15 3 30 Grindavík 18 15 3 30 Njarðvík 19 121 7 24 Keflavík 17 11 6 22 Haukar 19 11 8 22 Tindastóll 19 10 9 20 KR 18 10 8 20 Hamar 19 9 10 18 ÍR 19 6 13 12 Breiðablik 18 4 14 8 KFÍ 18 4 14 8 Þór Þorl. 18 3 15 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.