Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 26
Ágæti lesandi Það er með miklu stolti sem SPRON, Olíufélagið ESSO og Hagar hf. kynna nú til sögunnar nýtt greiðslukort, e-kortið. Þetta er alþjóðlegt MasterCard kreditkort en um leið tryggðarkerfi sem gefur notendum þess möguleika á ávinningi langt umfram það sem við höfum áður þekkt á Íslandi. Það liggur mikil vinna að baki við að undirbúa þá þjónustu sem þetta kort býður upp á. Fjöldi fyrirtækja hefur komið að mótun þessarar þjónustu sem ætlunin er að kynna með þessu blaði. Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hefur jafnan verið hugleikið að bæta þjónustu við viðskiptavini sína og stuðla að frumkvæði í kortaútgáfu og rafrænum viðskiptum á Íslandi. Nýja e-kortið og tryggðarkerfið að baki þess er mikilvægur áfangi á þeirri leið því hér er vissulega um nýjung að ræða hérlendis, sem jafnframt er fylgst með af athygli erlendis. Markmiðið með e-kortinu er að samstarfsfyrirtækin geti verðlaunað trygga viðskiptavini sína með því að endurgreiða þeim í reiðufé, veitt þeim afslátt og gert þeim tilboð af ýmsu tagi. Tryggðarkort sem slík eru ekki nýmæli, en það sem gerir e-kortið 15% afsláttur af öllum vörum í heimilisdeild Debenhams Tilboð gilda til loka mars 2004. Gildir ekki með öðrum tilboðum. einstakt er að við höfum valið bestu eiginleika mismunandi tryggðarkerfa og kreditkorta og sameinað í einu greiðslukorti. Ég leyfi mér að fullyrða að e-kortið sé meira en viðskiptanýjung. Þetta er beinlínis hagsmunamál fyrir neytendur og um leið góð tíðindi fyrir fjölskyldurnar sem sífellt leita leiða til að spara og halda heimilisrekstrinum í góðu horfi. Aðstandendur MasterCard og fleiri forvígismenn í rafrænum viðskiptum erlendis hafa fylgst með þróunarvinnu og undirbúningi e-kortsins á Íslandi af athygli. Í þeirra huga erum við að móta nýstárlega og spennandi þjónustuleið. Íslendingar eru í fremstu röð í veröld- inni í rafrænum viðskiptum og rafrænum samskiptum yfirleitt. e-kortið skerpir þá ímynd sem við höfum erlendis að þessu leyti og við erum stolt þegar það er á Íslandi sem hlutirnir gerast fyrst. Ég óska íslenskum fjölskyldum til hamingju með e-kortið og hvet þig, lesandi góður, til að kynna þér kosti þess rækilega. Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri SPRON Hjónin Sigurður Snjólfsson, 35 ára forritari, og Rut Gylfadóttir, 32 ára viðskiptafræðingur, eru bæði með e-kort og beina sínum viðskiptum til samstarfsaðila e-kortsins. Þau eiga tvö börn, Snjólf 2 ára og Önnu Maríu 5 ára. Mánaðarleg notkun Sigurðar og Rutar Matarinnkaup 70.000 kr. Bensínvörur 25.000 kr. Fatnaður 20.000 kr. Veitingahús 15.000 kr. Boðgreiðslur 50.000 kr.* Ýmsar vörur og þjónusta 10.000 kr. Samtals 190.000 kr. Endurgreiðsla á ári 44.160 kr. Sértilboð samstarfsaðila skiluðu Sigurði og Rut 18.000 krónum auk endurgreiðslunnar í desember. * Tvenn leikskólagjöld, afnotagjöld RÚV og áskrift að Stöð 2 Einar Sveinsson og Pálína Kristjánsdóttir eru 26 ára háskólanemar. Þau eiga eina dóttur, Lilju Sif, 4 ára. Þau eru með e-kortið og eru mjög vakandi fyrir því að nýta sér kosti þess. Mánaðarleg notkun Einars og Pálínu Matarinnkaup 35.000 kr. Bensínvörur 10.000 kr. Fatnaður 10.000 kr. Veitingahús 10.000 kr. Boðgreiðslur 22.000 kr.* Samtals 87.000 kr. Endurgreiðsla á ári 24.150 kr. Sértilboð samstarfsaðila skiluðu Einari og Pálínu 12.000 krónum auk endurgreiðslunnar í desember. * Leikskólagjald Jón Karlsson, 37 ára bílstjóri, notar e-kortið við öll innkaup. Mánaðarleg notkun Jóns Matarinnkaup 35.000 kr. Bensínvörur 15.000 kr. Fatnaður 14.000 kr. Veitingahús 20.000 kr. Boðgreiðslur 20.000 kr.* Ýmsar vörur og þjónusta 20.000 kr. Samtals 124.000 kr. Endurgreiðsla á ári 40.230 kr. Sértilboð samstarfsaðila skiluðu Jóni 17.000 krónum auk endurgreiðslunnar í desember. * Fasteignagjöld, afnotagjöld RÚV og áskrift að Stöð 2 Þau fá tugþúsunda endurgreiðslu á ári! Þú getur reiknað út þína endurgreiðslu á www.ekort.is Tilboð fyrir handhafa e-korta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.