Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 33
25FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004 Kvikmyndatakan tók rúmlegaheilan árshring eða átján mán- uði. Við fylgdumst grannt með merinni Kolku í stóði og lágum yfir henni þrír á átta tíma vöktum í rúman mánuð og biðum þess að hún kastaði. Merar kasta á ör- skammri stundu og eins gott að vera viðbúinn. Þetta lukkaðist. Við náðum meira að segja tveimur köstum en myndin endar þegar hún skilur við fyrra folaldið og nýtt kemur í heiminn,“ segir Þorfinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður um náttúrulífsmyndina Hestasögu. Hestasaga segir frá fyrsta árinu í lífi folalds í stóði í íslenskri nátt- úru og móður þess, merarinnar Kolku. Myndin er byggð upp sem dramatísk frásögn þar sem hest- arnir sjálfir eru aðalper- sónur. Í g e g n u m augu og eyru hestanna er fylgst með l í fsbarát tu þeirra þar sem þeir ferðast milli b e i t a r h a g a sinna eftir árstíðum. Þorfinnur gerði mynd um íslenskar hagamýs fyrir nokkrum árum og hún hefur verið sýnd í um eitt hundrað löndum á sjónvarpsstöðv- um á borð við National Geographic Television. „Hestasaga er erfiðasta myndin sem ég hef gert. Við bjugg- um í tjöldum og ríkjandi norð- austanátt var allan tímann og mikil vosbúð.“ En er hann ánægður með út- komuna? „Ég er aldrei ánægður með neitt sem ég geri. Það er nauð- synlegt að hafa einhvern efa. Hann heldur mér skörpum og hvetur mig til enn frekari dáða.“ ■ Myrkir hugar er ljóðabók ímáli og myndum sem gefin er út af Signýju Kristinsdóttur og Silju Þorgeirsdóttur ljóðahöfund- um og Jónatani Grétarssyni ljós- myndara en saman mynda þau listahópinn .k.u.k.l. Markmið hópsins er að sameina krafta sína í því sem tengist dulvitund mannsins og koma skúmaskotum sálarinnar á yfirborðið. Þau fengu svo til liðs við sig Örnu Fríðu Ingvarsdóttur, sem sá um mynd- vinnslu. „Mottóið er að myrkir hugar njóta birtunnar til fulln- ustu,“ segir Signý Kristinsdóttir. „Innihald bókarinnar er þungt og virkar svartsýnt á fólk en við erum í raun að reyna að sýna bjartsýnina í svartsýninni. Mann- veran nýtur hamingjunnar til fullnustu þegar hún hefur kynnst sorg. Við erum þó ekki að segja að fólk hafi þurft að lenda í erfiðri lífsreynslu til að geta notið lífsins en hún fær það til að meta það betur þegar vel gengur.“ Signý segir að þessi ljóðabók sé aðeins lítill hluti af skrifum þeirra. „Við skrifum líka um gleð- ina í lífinu, þó þessi bók sýni rosa- lega hörku og þunglyndi. Við mun- um líklegast gera eitthvað meira af þessu en við munum líklega gera það í allt öðrum stíl, mun bjartsýnni.“ Þeir sem hafa áhuga á bókinni þurfa að hafa svolítið fyrir henni, því hún fæst ekki hvar sem er. „Bókin fæst bara í Búðinni á Laugavegi 12A og fornbókabúð- inni á Hverfisgötu. Hún höfðar ekki til allra en hvort sem list vekur upp góðar tilfinningar eða slæmar er það tilgangurinn að vekja upp tilfinningar. Til að geta elskað aðra þarf maður að læra að elska sjálfan sig fyrst og þekkja allar hliðar, bæði dökkar og bjartar.“ ■ ATRIÐI ÚR HESTASÖGU Hestasaga sýnir hvernig folöldin læra smátt og smátt á stóðið og hver staður þeirra er í virðingarstiganum. Þorfinnur segir að áhersla hafi verið lögð á að sýna samspil hestanna og náttúrunnar, sumar sem vetur, á heiðum og á hálendi Íslands. ÞORFINNUR GUÐNASON „Ég er aldrei ánægður með neitt sem ég geri. Það er nauðsynlegt að hafa einhvern efa.“ Hestar ÞORFINNUR GUÐNASON ■ frumsýndi Hestasögu í gær. Vosbúð og hvassviðri gerði honum erfitt fyrir við gerð myndarinnar. Ljóð MYRKIR HUGAR ■ Vilja koma skúmaskotum sálarinnar á yfirborðið. Efinn heldur mér skörpum JÓNATAN GRÉTARSSON OG SIGNÝ KRISTINSDÓTTIR Gáfu út ljóðabókina Myrkir hugar, sem á að sýna bjartsýnina í svartsýninni. Á myndina vantar Silju Þorgeirsdóttur, sem er flugfreyja erlendis. Myrkir hugar njóta birtunnar til fullnustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.