Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 38
30 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Norah Jones - Feels Like Home „Noruh virðist líða vel í sveitasöngvadjass sínum og aðdáendum hennar á eflaust áfram eftir að líða vel með henni. Eins og fyrri platan er þessi álíka jafn ólíkleg til þess að ganga fram af nokkrum manni. Hún á því eflaust eftir að vera jafn lengi á repeat fyrir þá sem bíða á hold í síma- kerfi Norðurljósa og fyrri platan var.“ :I BÖS Lostprophets - Start Somet- hing „Frekar bjart er yfir lögunum og sveitin nær að hljóma einlæg á köflum, sem ég hafði hingað til talið ómögulegt í þessum geira. Sveitin er svo ekkert feimin við að semja stór epísk „singalong“ viðlög, sem er frábær kostur. Ég hefði ekki trúað þessu, en þessi plata er samþykkt af rokkráði Fréttablaðsins.“ :) BÖS The Coral - Nightfreaks and the Sons of Becker „Í heild hljómar þetta eins og plata með afgangslögum. Betra hefði verið að bíða, sigta meira úr lagabunkanum og gefa út enn eitt meistarastykkið. Synd, því þessi hljómsveit er stórkostleg.“ : ( BÖS Einar Örn - Ghostigital „Ghostigital er erfið áheyrnar og nýtur sín örugglega best í litlum skömmtum. Hún fær plús fyrir brjálæðislega samsuðu og frumlegheit, sem eflaust var lagt upp með frá byrjun.“ :I FB Rokkarar sjá um sig sjálfir Ný útgáfa íslenskumetalsveitarinnar Changer er vönduð á öllum sviðum og nær ótrúlegt að hugsa til þess að liðsmenn séu að gefa út plötuna upp á eigin spýtur. Sú stefna að vera lagahöfundar, flytjendur, upptökustjórar, framleiðendur og útgefendur sjálfir hefur alla tíð verið rík hefð í íslensku harð- kjarnasenunni. Greinilegt er að reynslan er byrjuð að segja til sín eins og sést á breiðskífunni Scenes sem kom út á föstudag. „Áður höfðum við gefið út demódrasl í um 50 eintökum og fyrir tveimur árum síðan kom þröngskífa sem innihélt fjögur lög,“ útskýrir Magnús Atli Magnússon söngvari. Sveitin varð til úr ösku Shiva þegar Kristján trommari tók sig til og gerði heila plötu einn und- ir nafninu Changer. „Hann samdi helling af drasli og fór að leita að tónlistarmönnum með sér. Hann er stofnandi sveitar- innar en þetta hefur þróast heil- mikið síðan. Í fyrstu var þetta eðlilegur hefðbundin metall hjá honum. Í dag er þetta orðið allt annað,“ segir Magnús en á nýju plötunni er aðeins að finna áður óútgefið efni. Changer kalla útgáfufyrirtæki sitt Inconsistency Records og dreifa í gegnum Skífuna. Platan ætti þannig að vera fáanleg í öll- um plötuverslunum landsins. „Við leituðum mikið eftir góðum dílum og þetta var í raun mjög ódýr framleiðsla. Prentunin á diskun- um og uppsetningin á bæklingn- um var örugglega undir 100 þús- und kallinum. Upptökurnar voru um 300 þúsund kall.“ Miðað við að sveitin ætti að fá um 85% af heild- söluverði hvers eintaks í sinn vasa er orðið augljóst að það get- ur borgað sig að gera hlutina sjálfur. Aðspurður um stóra Mínus málið segir Magnús að þessi höfnun Samfés sé besta auglýs- ing sem félagar hans hefðu get- að fengið. „Það var heimskulegt hjá Samfés að reyna að banna þá. Fólk lætur ekkert banna sér að fara á tónleika með þeim, það fer bara frekar ef eitthvað er. Þetta er asnaleg móðursýki í þessu fólki,“ segir Magnús að lokum. Lifi rokkið. ■ TÓNLIST Önnur breiðskífa The Streets er nú tilbúin og ætti að skila sér í plötubúðirnar mánu- daginn 10. maí. Platan heitir A Grand Don’t Come For Free og hafa aðdáendur frumraunar hans, Original Pirate Material, beðið spenntir eftir framhaldinu í um tvö ár. Fyrsta smáskífan heitir Fit But You Know It og verður gefin út 26. apríl næstkomandi. Fyrir áramót bárust fréttir af því að Chris Martin, söngvari Cold- play, hefði hljóðritað lag með Mike Skinner, eina liðsmanni The Streets, fyrir nýju plötuna. Nú segir Skinner að ákveðið hafi verið að sleppa lag- inu og að líklegt sé að það nái aldrei eyrum almennings. Lagið sem Martin og Skinner gerðu saman heitir Dry Your Eyes og segir rapparinn að hann gruni að Coldplay-söngvarinn hafi ekki verið nægilega sáttur við útkom- una. „Lagið er um þá örvæntingu þegar kærastan fær nóg af þér... og er sorglegt,“ sagði Skinner í viðtali við NME. „Ég bað hann um að syngja lagið og hann gerði það. Ég held að plötufyrirtæki hans hafi ekki líkað lagið, eða kannski var það bara hann sjálfur. Eftir að við kláruðum það var hann sáttur. Þetta var þó ekkert stress, ég end- urhljóðritaði það bara án hans og útkoman er góð.“ ■ Ný plata frá The Streets í maí Manson borgar sig út TÓNLIST Kæra um kynferðisof- beldi á hendur Marilyn Manson hefur verið felld niður eftir að deiluaðilar náðu sáttum fyrir utan réttarsal. Öryggisvörður- inn Joshua Keasler hélt því fram að Manson hefði þrýst kynfærum sínum upp að andliti sínu á miðjum tónleikum. Söngvarinn á þá að hafa vafið fæti sínum utan um höfuð hans klæddur aðeins í þveng og sokkabuxur. Atvikið á að hafa átt sér stað á tónleikum Manson í Detroit í júlí árið 2001. Manson á að hafa borgað Ke- asler einhverja peningaupphæð en ekki er vitað hversu há hún var. Manson var sýknaður af svip- aðri kæru í fyrra gegn öryggis- verðinum David M Diaz. Í því máli sagði dómarinn að „hegðun Manson hefði hvorki verið móðg- andi eða ofbeldisfull“. ■ THE STREETS Tók tvö ár í það að gera aðra plötu sína... menn bíða spenntir. Tónlist CHANGER ■ Fyrir viku síðan gaf metalsveitin Changer út breiðskífuna Scenes upp á eigin spýtur. CHANGER Já, þeir eru hressir piltarnir í Changer. PAVEMENT I swung my fiery sword, I vent my spleen at the lord, he is abstract and bored – too much milk and honey, well I’ll waltz through the wilderness with nothing but a compass and a canteen, settin’ the scenes, easy walkin’ border blockin’ transport is arranged. Tilviljanakenndar hendingarnar hjá Stephen Malkmus felumála oft heilsteypta og útpælda texta, eins og í laginu Transport Is Arranged af Brighten the Corners (1997) með Pavement. Ferðin er aðalatriðið, ekki áfangastaðurinn. Popptextinn SMS um myndirnar í bíó NORAH JONES Þriðju breiðskífu Noruh Jones svipar mikið til síðustu metsöluplötu hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.