Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 46
38 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR FYLGST MEÐ ÆFINGU Tveir áhorfendur fylgjast með Rússunum Alexander Zubkov og Philippe Egorov á æfingu í Königssee í Þýskalandi. Sleðakeppni Einar Hólmgeirsson með samning á borðinu: Mjög líklega til Grosswaldstadt HANDBOLTI Einar Hólmgeirsson, leikmaður ÍR í RE/MAX-úrvals- deildinni í handbolta, er að öllum líkindum á förum til þýska liðsins Grosswaldstadt. Einar, sem er örv- hent skytta, fékk í fyrradag loka- tilboð frá félaginu og ætlar hann að svara því annaðhvort í dag eða á morgun. „Það er mjög líklegt að ég fari,“ sagði Einar í samtali við Frétta- blaðið. „Ég á eftir að tala betur við Júlíus Jónasson [þjálfara ÍR] og fá ráð frá honum. Þetta verður komið í ljós eftir helgi.“ Að sögn Einars er um tveggja ára samning að ræða og myndi hann fara út í júlí ef allt gengur að óskum. Grosswaldstadt er í tíunda sæti þýsku Bundesligunnar eftir tutt- ugu umferðir. Með félaginu leika tveir úr Evrópumeistaraliði Þjóð- verja, þeir Christian Leichtlein og Heiko Grimm. ÍR-ingar taka á móti Völsurum í Austurbergi í kvöld. ÍR er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Vals. Einar játar að leikur- inn sé mikilvægur eins og reyndar allir í deildinni. „Það eru allir að vinna alla en við vinnum þennan leik, það er engin spurning.“ ■ Hrefna til reynslu hjá Medkila Hrefna Jóhannesdóttir, landsliðskona úr KR, er á leiðinni til norska liðsins Medkila þar sem hún verður til reynslu í viku. FÓTBOLTI Medkila, sem er staðsett í Nardvik í norðurhluta Noregs, varð bikarmeistari á síðustu leik- tíð eftir óvæntan sigur á Kolbotn, liði Katrínar Jónsdóttur. Á sama tíma komst liðið upp í efstu deild. Það gerist ekki á hverjum degi að lið úr annarri deild fagni bikar- meistaratitli og því ljóst að upp- gangurinn er mikill hjá félaginu. Hrefna segir að þjálfari liðsins hafi haft samband við sig og beðið sig um að kíkja á aðstæður. „Senterinn hjá þeim er ófrísk þan- nig að ég ætla bara að fara út að skoða,“ segir Hrefna. „Liðið spilar tvo æfingaleiki helgina 6.–7. mars og ég á að spila annan leikinn eða báða.“ Að sögn Hrefnu fer hún út fyr- ir milligöngu Trygga Guðmunds- sonar landsliðsmanns sem lék um árabil í Noregi en skipti nýlega yfir í sænska félagið Örgryte. Mun hann hafa bent þjálfara Med- kila á Hrefnu og Olgu Færseth, landsliðskonu úr ÍBV. Ef Hrefna gengur til liðs við Medkila verður það mikil blóðtaka fyrir Íslands- meistara KR, enda var hún markahæsti leikmaður deildar- innar síðasta sumar með 21 mark í aðeins fjórtán leikjum. „Ég er samningsbundin KR en ég er búin að fá leyfi til að skoða og ég efast um að þeir myndu standa í vegin- um fyrir mér,“ segir hún. Hrefna, sem er 23 ára, hefur leikið sjö A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hún hefur jafn- framt leikið 38 leiki með yngri landsliðunum og skoraði í þeim átta mörk. Hún hóf feril sinn í KR en lék um hríð með Eyjastúlkum og Breiðabliki áður en hún skipti aftur yfir í sitt heimafélag í vest- urbænum fyrir þremur árum. Hrefna tók við fyrirliðastöðu KR á síðustu leiktíð og mun gegna henni áfram flytji hún sig ekki um set til Noregs. ■ Roy Keane, fyrirliði Manchester United: Arsenal klikkar ekki aftur FÓTBOLTI Roy Keane, fyrirliði Manchester United, varar félaga sína við því að halda að Arsenal muni gefa eftir á lokasprettinum um enska meistaratitilinn líkt og þeir gerðu í fyrra en Arsenal hef- ur fimm stiga forystu á ensku meistarana fyrir leiki helgarinn- ar. „Ég sé ekki að Arsenal missi fótanna líkt og þeir gerðu í fyrra. Forysta þeirra er fimm stig nú og við getum ekki leyft okkur að missa þá meira fram úr okkur. Þeir hafa spilað vel í vetur og virðast ekki vera lík- legir til að klikka aftur. Það sem veldur mér áhyggjum er að við höfum tapað fimm leikjum í vet- ur en Arsenal ekki einum ein- asta því að það er löngu þekkt staðreynd að það lið sem tapar færri leikjum stendur betur að vígi varðandi meistaratitilinn. Við höfum sett mikla pressu á okkur og eigum enn eftir að mæta sterkum liðum. Þetta þýð- ir að þegar við mætum Arsenal, Chelsea og Liverpool þá verðum við að vinna. Við verðum að sækja á þessi lið og það skilur okkur eftir brothætta varnar- lega,“ sagði Keane. ■ Konur og íþróttir: Stelpurnar okkar ÍÞRÓTTIR Íþróttasamband Íslands og Kennaraháskóli Íslands standa á morgun fyrir ráðstefnu um kon- ur og íþróttir sem ber yfirskrift- ina „Stelpurnar okkar!“. Markmiðið með ráðstefnunni er að skoða þætti sem hafa áhrif á íþróttaþátttöku stúlkna. Auk ís- lenskra fyrirlesara munu tveir er- lendir fyrirlesarar vera með er- indi. Dr. Mari Kristin Sisjord, dós- ent við Íþróttaháskólann í Ósló, mun fjalla um unglinga, menn- ingu og snjóbretti og dr. Fiona Dowling mun fjalla um skóla- íþróttir út frá sjónahorni kynjanna. ■ Úlfar Jónsson: Hefur varla snert á kylfu GOLF Úlfar Jónsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur varla snert á golfkylfu í vetur og býst ekki við að keppa að ráði í sumar. Kennir hann tímaskorti um. Auk þess að vera í fullu starfi hjá Karli J. Karlssyni er hann að þjálfa meistaraflokk GKG, er að- stoðarþjálfari unglingalandsliðs- ins, lýsir golfi á Sýn og sér um golfkennsluvef. „Það er ekki mik- ill tími fyrir æfingar og það er nokkuð ljóst að ég mun spila mjög lítið golf í sumar,“ segir Úlfar. Hann hefur spilað töluvert undanfarin ár en langt í frá eins mikið og fyrir tíu árum þegar hann var upp á sitt besta. „Ég hef keppt aðeins undanfarin ár og bara gengið mjög vel. Ég hef alla vega komið inn á milli með góða hringi. Annars finnst mér mjög gaman að taka að mér afreksþjálf- un og ég mun ekki hafa tíma til að spila mikið golf sjálfur.“ ■ Leikbann Mark Viduka: Algjört hneyksli FÓTBOLTI Trevor Birch, fram- kvæmdastjóri hjá Leeds, segir að fimm daga keppnisbann Mark Viduka, sé hneyksli. Fé- lagið ætlar að kanna lagastöðu sína í málinu, enda missir Viduka af mikilvægum leik gegn Manchester United um helgina. Viduka hafði verið boðaður í leik Ástralíu og Venezuela sem var háður í fyrradag en ákvað að láta ekki sjá sig. Sagðist hann eiga við meiðsli að stríða. Alþjóðaknattspyrnusam- bandið setti hann þá í leikbann. „Framtíð Leeds er í húfi og við þurfum að eiga við þetta, allt vegna einhvers knattspyrnu- leiks sem átti sér stað hinum megin á hnettinum,“ sagði Birch. ■ Yfirmaður knattspyrnu- mála hjá Molde: Sverrir verð- ur með FH FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson mun spila með FH- ingum í Landsbankadeildinni á komandi tímabili en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá vill Sverrir komast burtu frá norska liðinu Molde og spila með FH næsta sumar. Snorre Strand, yfirmaður knattspyrnumála hjá Molde, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Sverrir myndi spila með FH í sumar og unnið væri að því að ganga frá smáatriðum varðandi samnings- lok hans hjá norska félaginu. „Sverrir vildi því miður ekki vera hjá okkur áfram heldur spila á Ís- landi. Við skiljum afstöðu hans fullkomlega og erum að hnýta alla lausa enda varðandi félagskiptin,“ sagði Strand í gær. ■ hvað?hvar?hvenær? 17 18 19 20 21 22 23 FEBRÚAR Föstudagur HREFNA Verður til reynslu í eina viku hjá Medkila í Norður-Noregi. EINAR Gerir að öllum líkindum tveggja ára samn- ing við þýska liðið Grosswaldstadt. ROY KEANE Roy Keane, fyrirliði Manchester United, hefur ekki trú á því að Arsenal gefi aftur eftir.  18.30 Fylkir og Haukar leika í Eg- ilshöll í deildabikarkeppni karla í fót- bolta.  19.15 Keflavík keppir við Grinda- vík í Keflavík í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 Breiðablik og Snæfell leika í Smáranum í Intersportdeildinni í körfu- bolta.  19.15 Þór og KR keppa í Þorláks- höfn í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 ÍR leikur við Val í íþróttahús- inu við Austurberg í RE/MAX-deild karla í handbolta.  19.15 KA keppir við HK í KA-heim- ilinu í RE/MAX-deild karla í handbolta.  20.15 Þór Ak. og Grindavík leika í Boganum í Deildabikarkeppni karla í fótbolta.  20.30 KR mætir Njarðvík í Egils- höll í deildabikarkeppni karla í fótbolta.  20.30 KA keppir við Þrótt Nes. í KA-heimilinu í 1. deild kvenna í blaki.  21.00 ÍBV og Stjarnan leika í Fíf- unni í deildabikarkeppni karla í fótbolta.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  18.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.00 Alltaf í boltanum á Sýn.  20.30 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeild UEFA.  21.00 Supercross (Reliant Stadi- um) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heims- meistaramótinu í Supercrossi.  22.00 Motorworld á Sýn. Kraft- mikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta. ÚLFAR Ætlar að einbeita sér að þjálfun næsta sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.