Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 10
10 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Bandaríkin VEISLA Í SVISS Það var mikið um dýrðir í Luzern í Sviss í gær við upphaf árlegra veisluhalda, nokk- urs konar kjötkveðjuhátíðar. Trúðurinn á myndinni fór mikinn þegar hann skemmti fjölda fólks á opnunarhátíð veisluhald- anna. ALÞINGI „Með 1.000 kílómetra löng- um múr sem ísraelska ríkisstjórn- in er að reisa inni í miðju landi er ekki verið að stefna að friði heldur skapa styrjaldarástand. Það er verið að hernema svæði Palestínu- manna, eyðileggja innviði samfé- lagsins og grafa undan stjórn Arafats. Þetta er brot á alþjóðalög- um,“ sagði Mörður Árnason, Sam- fylkingunni, en hann var máls- hefjandi í utandagskrárumræðu á Alþingi um málefni Palestínu- manna. Hann sagði ekki hægt að sitja hjá og spurði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda. Halldór sagði það grundvallar- atriði að íslensk stjórnvöld hefðu stutt stofnun og öryggi Ísraelsrík- is og talað fyrir réttindum Palest- ínumanna, meðal annars því að stofnað yrði sjálfstætt ríki þeirra. „Við höfum fordæmt byggingu múrsins ásamt öðrum Norður- löndum og ríkjum ESB á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Ég tel að múrinn sé ekki í samræmi við alþjóðalög og vegvísi að friði og að hann torveldi friðarumleitanir á svæðinu. Það er skylda alþjóða- samfélagsins að reyna að ein- angra þau öfgaöfl beggja megin sem tekist hefur að torvelda frið- samlega lausn,“ sagði Halldór og bætti því við að íslensk stjórnvöld væru reiðubúin að leggja sitt af mörkum með til að bæta ástandið á svæðinu. ■ Yfir 100 milljarðar í múrinn umdeilda Ísraelar ætla að reisa yfir 700 kílómetra langan öryggismúr á Vesturbakkanum. Áætlaður kostn- aður við framkvæmdina er sem svarar um 100 milljörðum íslenskra króna. Skiptar skoðanir eru um lögmæti múrsins. ÍSRAEL Á meðan Ísraelar standa frammi fyrir gífurlegum efna- hagsvanda og hafa skorið niður útgjöld til velferðarmála hafa þeir hafist handa við að reisa öryggismúr á Vesturbakkanum sem kostar sem svarar yfir 100 milljörðum íslenskra króna. Bygging múrsins hefur verið gagnrýnd af stjórnvöldum og ráðamönnum um allan heim. Al- þjóða Rauði krossinn hefur gefið út þá yfirlýsingu að múrinn brjóti í bága við alþjóðleg lög um mann- réttindi þar sem hann hafi alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa hinna hernumdu svæða Palestínu. Samtökin hafa hvatt Ísraela til að hverfa frá áformum sínum. Í næstu viku hefst málsókn vegna byggingar múrsins við Al- þjóðadómstólinn í Haag en í des- ember samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun þess efnis að óskað yrði eftir því að dómstólinn skæri úr um lögmæti múrsins. ■ Alþingishúsið: Vatnsleki í þingsal ALÞINGI Vatn lak inn um þakglugga og niður í þingsal Alþingishússins í gærmorgun, en lekinn varð með flaggstöng sem er á þakinu. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra var í ræðustól þegar lekans varð vart og vakti hann at- hygli manna á honum. Strax var brugðist við lekanum og hann stöðvaður. Fyrirhugaðar eru fram- kvæmdir þar sem gert verður við gamlar skemmdir í lofti þing- salarins, en lengi hefur staðið til að endurbæta aðra hæð þing- hússins. ■ AFSLÁTTUR AF ALLRI VETRARVÖRU RÝMUM FYRIR GLÆSILEGRI VOR- OG SUMARVÖRU Kringlunni - sími 581 2300 OUTLET DAGAR EINSTAKT TÆKIFÆRI 70% Frummaðurinn 20. febrúar Betri Heilsa – Betra Líf kynna: Þróun eða hnignun? 27. febrúar& Fyrirlesari er Chad Kreuzer Kl. 18:30 í Ingólfsstræti 19, Aðventkirkjunni AÐGANGUR ÓKEYPIS! Uppruni Hvaðan kemur maðurinn? SKOTBARDAGI Á KJÖTKVEÐJU- HÁTÍÐ Kona lést og þrír aðrir særðust þegar skot- bardagi braust út á kjötkveðjuhátíð í New Orleans í Banda- ríkjunum. Lögreglan handtók tólf manns og lagði hald á tvær byssur. Skot- hríðin hófst í kjölfar slagsmála en að sögn lögreglu voru fórnarlömb- in öll saklausir vegfarendur. FRAMKVÆMDASTJÓRI ENRON ÁKÆRÐUR Jeffrey Skilling, fyrr- um framkvæmdastjóri banda- ríska orkufyrirtækisins Enron, hefur verið ákærður fyrir fjár- svik og innherjaviðskipti. Skilling gaf sig fram við bandarísku al- ríkislögregluna, FBI. Hann er æðsti starfsmaður Enron sem ákærður hefur verið í tengslum við rannsókn á gjaldþroti fyrir- tækisins. HERMAÐUR ÁKÆRÐUR Banda- rískur hermaður hefur verið ákærður fyrir að reyna að selja hryðjuverkasamtökunum al Kaída upplýsingar um vopn og hergögn bandaríska hersins. Ryan Anderson getur átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. Talið er að Anderson hafi reynt að komast í samband við liðsmenn al Kaída á Netinu en ekkert bendir til þess að það hafi tekist. Málefni Palestínumanna rædd á Alþingi: Aðskilnaðarmúr stríðir gegn alþjóðalögum HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra segir að íslensk stjórn- völd hafi fordæmt byggingu aðskilnaðar- múrs á Vesturbakkanum, ásamt öðrum Norðurlöndum og ríkjum ESB á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. • Áætluð lengd öryggismúrsins er 728 kílómetrar. 200 kíló- metrar hafa þegar verið reistir. • Múrinn er víðast hvar um fimmtíu metra breiður og þriggja metra hár og er sam- settur af vírgirðingu, skurði og vegi sem er ætlaður ísra- elsku landamæralögreglunni. Steyptur veggur, sex til átta metra hár og 45 sentímetra þykkur, verður reistur á um fimm prósentum leiðarinnar. • Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdina nemur um 100 milljörðum íslenskra króna. Verkinu á að vera lokið síðla árs 2005. • Öryggismúrinn fylgir landa- mærum Ísraels og hernumin- na svæða Palestínu að mestu en sums staðar nær hann þó allt að sjö kílómetra inn á Vesturbakkann. Hundruð þúsunda Palestínumanna koma til með að búa á milli landamæranna og múrsins, á innilokuðum svæðum. Sam- einuðu þjóðirnar segja að þegar múrinn verði full- byggður muni hann valda ómældum þjáningum fyrir yfir 700.000 Palestínumenn sem ekki hafi aðgang að heil- brigðisþjónustu, menntun eða atvinnu. • Hryðjuverkaárásum í Ísrael hefur fækkað töluvert síðan hafist var handa við að reisa múrinn. 446 Ísraelar biðu bana í sjálfsmorðsárásum Palestínumanna frá október 2001 til september 2002 en aðeins 241 frá október 2002 til september 2003. UMDEILDUR ÖRYGGISVEGGUR Átta metra hár steinveggur aðskilur úthverfi Jerúsalem og hernumin svæði Palestínu á Vesturbakkanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.