Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 39
31FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004 Pondus eftir Frode Øverli Lhasa - The Living Road „Þetta er sterk tónlist, rík í hefðinni, dáleiðandi, falleg og tímalaus. Dimm rödd Lhasa er dularfull og hún tjáir sem með mikilli tilfinningu. Það er eiginlega bara ómögulegt að hlusta á þetta án þess að heillast með frá fyrstu hlustun. Ótrúlega góð leið til þess að byrja tónlistarárið.“ :) BÖS Air - Talkie Walkie „Hér er lítið sem ekkert um loftmengun og frekar mikið af tæru lofti. Munum eftir því að sýna Air þakklæti okkar, næst þegar við hittum þá, því ef við gætum ekki andað að okkur lofti, myndum við öll deyja!“ :) BÖS The Darkness - Permission to Land „Ég á reyndar oft erfitt með svona tilgerðarlegt show-rokk. Ég veit að tilgangurinn er náttúrlega að skemmta og sé húmorinn í þessu öllu saman. Ég myndi eflaust hafa meira gaman af því að sjá bandið en að hlusta á plötuna því hún á ekki eftir að endast lengi í spilaranum mínum.“ :I BÖS G-Unit - Beg for Mercy „Ágætis grúv hér og þar og það má alveg brosa yfir nokkrum grunnum bröndurum í lögum á borð við Wanna Get to Know You og Groupie Love. Ég þori samt eiginlega ekki að segja ykkur hversu leiðinlegir mér finnst svona textasmíðar, því þá gætu þessir herramenn komið og lamið mig!“ BÖS Belle & Sebastian - Dear Cata- strophe Waitress“ „Það virðist vera að Belle & Sebastian þurfi ekkert að hafa fyrir því að vera til. Sveitin hefur algjöra sérstöðu á breskum tónlistarmarkaði og skilar hér einni af sinni betri plötum, aftur.“ :) BÖS Lára - Standing Still „Það er ljóst að Lára hefur alla burði til að halda áfram að gera góða hluti enda er þessi frumburð- ur hennar ákaflega vandaður. Standing Still er verk þroskaðrar söngkonu og hæfileikaríks lagasmiðs með framtíðina fyrir sér.“ :) FB Nelly Furtado - Folklore Lagasmíðarnar eru margar í lagi en útsetningarnar flestar flatar og óspennandi. Maður hefði haldið að nýfengin hamingja Nelly, sem varð móðir nýlega, myndi skila sér á plötuna. Svo er ekki. Ég og Nelly eigum bara ekki samleið. Hvorki í tíma, né rúmi.“ :( BÖS A Touch of Class - Sucks! „A Touch of Class eru regnhlífasamtök tveggja New York búa sem eru í því að koma tónlist sinni og félaga sinna á framfæri. Allir virðast vera undir sömu undarlegu áhrifunum. Diskó blandað ný- bylgjurokki, með slettu af elektróclass og döbbi. Skothelt í listasviðspartí í MH, á tískusýningunum í New York eða Kaffibarnum.“ :) BÖS Sugarbabes - Three „Sugarbabes ber höfuð yfir herðar aðrar breskar stúlknasveitir. Hér er metnaður og fólk er ekki að missa sig í smekkleysunni, þó að hennar aflagaða höfuð laumist stundum upp úr vatninu.“ :) BÖS Korn - Take a Look in the Mirror „Við fyrstu hlustun átti ég mjög erfitt með mig. Frekar undarlegt miðað við að ég hef verið mjög hrifinn af fyrri verkum. Svo reyndar vinnur platan á við hverja hlustun. Ekki slæmt, en bara ekki nógu gott heldur.“ :I BÖS 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 TOPP 10 - SÖLUHÆSTU TÖLVULEIKIR SKÍFUNNAR - VIKA 7 Need for Speed: Underground Allar tölvur Lord of the Rings: Return of the King Allar tölvur Grand Theft Auto: Vice City Platinum PS2 Mafia PS2 Ratchet & Clank 2 PS2 Sims Bustin’ Out Allar tölvur Baldurs Gate: Dark Alliance 2 PS2 The Sims PS2 SSX 3 Allar tölvur Civilization Conquests PC Vinsælustutölvuleikirnir PHIL SPECTOR Í RÉTTARSALNUM Upptökustjórinn Phil Spector var drunga- legur að sjá í réttarsalnum á þriðjudaginn. Enda kannski engin ástæða til þess að brosa sínu breiðasta þegar maður er sak- aður um fyrstu gráðu morð. Allt virðist vera að ganga upphjá skosku sveitinni Franz Ferdinand. Það er ekki hægt að fletta bresku tónlistarblaði í dag án þess að sjá þá annað hvort framan á eða í stórri grein innan þess. Blaðamenn og aðrir sjálf- skipaðir tónlistarpredikarar keppast svo við að nefna sveit- ina á nafn í samtölum. Ég var þess vegna bæði orðinn mjög forvitinn og smeykur við að heyra þessa plötu. Lýsingin „hin skoska Interpol“ hljómaði einnig mjög undarlega í eyrum mér. En svo kom auðvitað að því að Franz bankaði í bakið á mér og kynnti sig. Mjög viðkunnalegur piltur og við höfum eiginlega verið óaðskiljanlegir síðan. Plat- an hefur rúllað stanslaust á repeat frá því að ég fékk hana í hendurnar. Ég skil alveg samlíkinguna við Interpol þó svo að sveitirnar séu ólíkar. Hljóðheimurinn er svipaður og grunnur beggja sveita er í indie-rokkinu en aðr- ar nálganir í gangi þegar kemur að persónulegum stíl. Það er meiri sveifla í Skotunum og þeir eru fjölbreyttari. Samlíking við Hot Hot Heat yrði ekkert svo galin heldur. Það er ástæða fyrir því að menn eins og ég eru að missa sig yfir þessari plötu, sannprófið það bara. Í þetta skiptið er óhætt að trúa „hæpinu“. Kannski eng- in tímamótaplata en þó skotheld skífa sem kemur ykkur örugg- lega í gott skap. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist FRANZ FERDINAND: Franz Ferdinand Franz er frábær SMS um myndirnar í bíó Pabbi á eftir að klikkast þegar hann sér þessa klippingu! Ég gæti kannski tekið yfirgreiðslu með þessum 18 hár- um! Þetta er nú ör- ugglega ekki SVO slæmt... HA HA HA!!!Sjáið fíflið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.