Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 20
20 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa MÚMÍUM SKILAÐ Fimm af átta múmíum sem var stolið úr hellum á Filippseyjum á sjöunda áratug síðustu aldar var skilað þangað í gær. Barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss: Stórgjafir til uppbyggingar Barna- og unglingageðdeild(BUGL) hafa borist margar rausnarlegar peningagjafir að undanförnu til stuðnings og upp- byggingar. Greint hefur verið frá rausnarlegri gjöf Hringskvenna, 50 milljóna króna, í tilefni af 100 ára afmæli Kvenfélagsins Hrings- ins. Þá stóð Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi fyrir stórtón- leikum til styrktar BUGL í Grafar- vogskirkju. Þar komu fram margir helstu tónlistarmenn þjóðarinnar án endurgjalds. Lionsmenn færðu afraksturinn, 1,5 milljónir króna í uppbyggingarsjóð barna- og ung- lingageðdeildar Landspítala. Fjörgynsmenn komu líka á að- ventu með sex legokubbakassa fyrir biðstofu og barnadeildina. Fleiri gáfu á aðventu, Ásgerði ehf. gaf til dæmis 150.000 kr., Eimskip hf. gaf 500.000 kr. og Kaupþing - Búnaðarbanki tvær milljónir króna. Líknarsjóður Dómkirkjunn- ar afhenti líka nýlega tæpa hálfa milljón til kaupa á tækjum og bún- aði og milli jóla og nýárs færðu Lionskonur úr Engey 200.000 krón- ur að gjöf í sama tilgangi. Þá af- hentu forsvarsmenn Gámaþjón- ustunnar 150.000 kr. í stað jóla- kortasendinga. ■ Vímuefnaneytendur: Neysla örvandi efna fer vaxandi VÍMUEFNAVANDI „Miklar þjóð- félagsbreytingar urðu upp úr ár- inu 1996 sem skýra mikla aukn- ingu á neyslu vímuefna,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn- ir á Vogi. Þórarinn segir að breytingar á umhverfi ungs fólk og ung- linga hafi verið miklar á síðust árum. Hann segir að með komu farsíma, fartölva og internetsins hafi almennt orðið miklar breyt- ingar í þjóðfélaginu. Einnig hafi heilu hverfin risið í Reykjavík og Kópavogi síðustu ár og þar með ný skólahverfi. Hann segir að skömmu á undan okkur hafi Bretar gengið í gegnum slíkan faraldur. Ekkert skýrir svona mikla og skyndilega aukningu nema mjög viðamiklar þjóð- félagsbreytingar. Árið 1999 fóru breytingarnar að komast í jafn- vægi og síðan þá hafa verið mik- ið minni breytingar á neyslu á milli ára. Umfang vímuefnavandans er svipað og var, nema nú eru sjúk- lingarnir veikari og vandi þeirra flóknari en áður. Örvandi vímu- efnaneysla fer vaxandi og eru helstu efnin e-pilla, amfetamín og kókaín. 60 prósent sjúklinga á Vogi á aldursbilinu 20–29 ára voru fíknir í örvandi vímuefni. Þrjú hundruð fleiri innlagnir voru á Vog í fyrra en árið á undan. Meðferðir miða nú að varan- legu bindindi í kjölfar afeitrunar og hefur hún verið færð frá Vogi og inn á göngudeildir og endur- hæfingarheimili. Þeir sem ekki hafa oft leitað meðferðar fá end- urhæfingu á göngudeildum en ekki á Vík eða Staðarfelli. ■ Forsætisráðherra: Til Úkraínu HEIMSÓKN Davíð Oddsson forsæt- isráðherra verður í opinberri heimsókn í Úkraínu 23.–24. febrú- ar í boði Viktors Yanukovych for- sætisráðherra. Í heimsókninni mun Davíð eiga fundi með forseta, for- sætisráðherra og utanríkisráðherra Úkraínu. Íslensk viðskiptasendinefnd verður í för með forsætisráðherra en hann mun ávarpa viðskiptastefnu ís- lenskra og úkraínskra fyrirtækja sem Útflutningsráð hefur undir- búið og haldin verður í Kiev 23. febrúar. ■ Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Tvískiptir kjólar og buxnadress GEIMGREFTRUN Hylki með ösku hins látna verður komið fyrir í lítilli eldflaug. Greftrun í geimnum: Askan á sporbaug um jörðu TAÍVAN Taívan er meðal þéttbýl- ustu landsvæða í heiminum og því erfitt að finna lóðir fyrir kirkju- garða. Bandarískt fyrirtæki þyk- ist hafa fundið lausn á þessu vandamáli: að skjóta jarðneskum leifum Taívana út í geiminn. Fyrirtækið Celestis hefur gert samning við stóra útfararstofu í Taívan. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að setja ösku hins látna í lítinn álhólk sem síðan er fluttur með geimflaug á sporbaug um jörðu. Eftir nokkur ár fellur hylk- ið til jarðar og brennur upp. „Þetta gerir fólki kleift að láta þá meðfæddu þrá rætast að ferð- ast um geiminn,“ segir talsmaður Celestis. Greftrun í geimnum mun kosta sem svarar rúmum 800.000 íslenskum krónum. ■ ÁREKSTRI FORÐAÐ Litlu mátti muna að tvær flugvélar rækjust á í franskri lofthelgi í gær. Að- eins 300 metrar aðskildu sviss- neska og hollenska farþegaþotu þegar þær mættust 31.000 feta hæð yfir borginni Reims í Frakk- landi. Vegna viðvörunarbúnaðar og skjótra viðbragða áhafna tókst að forða árekstri. Frönsk yfirvöld hyggjast rannsaka hvað olli atvikinu. ■ BARNA - OG UNGLINGAGEÐDEILD Fjölmargir hafa styrkt barna- og unglinga- geðdeild Landspítala með góðum gjöfum að undanförnu. KANNABISNEYSLA VAR MJÖG BREYTILEG EFTIR ALDRI Á SJÚKRA- HÚSINU VOGI ÁRIÐ 2003 Um þrír af hverjum fjórum kannabis- neytendum á aldrinum 15–24 ára, sem komu á Vog í fyrra, neyta kannabis dag- lega. Þá eru aðeins sjö prósent þeirra sem neyta kannabis daglega eldri en 40 ára. ÞÓRARINN TYRFINGSSON, YFIRLÆKNIR Á VOGI Þórarinn segir miklar þjóðfélagsbreytingar hafa haft mikil áhrif á aukningu á neyslu fíkniefna. FJÖLDI NÝRRA SPRAUTUFÍKLA Á ÁRI, Á SJÚKRAHÚSINU VOGI ÁRIN 1993–2003 Fjöldi nýrra sprautufíkla var 126 árið 1996 og hafði aukist verulega frá því þremur árum áður. Aftur varð nokkuð mikil aukning á milli áranna 2002–2003 eða um 66 einstaklinga. HLUTFALL VÍMUEFNAFÍKLA Á SJÚKRA- HÚSINU VOGI ÁRIN 1983–2003 Hlutfall vímufíkla á Vogi hefur farið vaxandi síðustu þrjú ár. Þá virðist öll neysla hafa aukist verulega í kringum árið 1996. ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 65 110 116 126 97 108 107 98 94 80 116 1983 20% 2003 Amfetamín Sprauta sig Sprauta sig reglulega Kannabis 40% 0% FJÖLDI STÓRNEYTENDA KÓKAÍNS Á SJÚKRAHÚSINU VOGI ÁRIN 1993–2003 Á árunum 1996–2003 fjölgaði stór- neytendum kókaíns, á Vogi, jafnt og þétt, úr níu einstaklingum í tæplega 200. Áberandi mesta fjölgunin varð á árunum 1998–2000. 1993 12 75 162 192 100 2003 200 0 FJÖLDI STÓRNEYTENDA KANNABIS Á SJÚKRAHÚSINU VOGI ÁRIN 1984–2003 Á árunum 1995–2003 fjölgaði stórneytendum kannabis verulega, eða úr um 70 neytendum í um 640. 1984 350 2003 700 0 FJÖLDI STÓRNEYTENDA E-PILLU Á SJÚKRAHÚSINU VOGI ÁRIN 1996–2003 Á árunum 1996–1999 dróst fjöldi stór- neytenda e-pillu á Vogi nokkuð saman. Hins vegar hefur verið stöðug aukning frá árinu 1996 þegar stórneytendurnir voru 26 talsins, en voru í fyrra orðnir 178. 1996 69 20 178 100 2003 200 0 Fjöldi Kannabis Aldur einstaklinga daglega Prósent 15–19 256 203 79% 20–24 305 203 67% 25–29 175 76 43% 30–34 188 58 31% 35–39 196 50 26% 40+ 681 50 7% Alls 1801 640 36%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.