Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 11

Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 11
FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 37 41 02 /2 00 4 n‡tt og fínt Full búð af nýjum og spennandi vörum - allt á einum stað og á verði sem kemur þér í gott skap. TEHERAN, AP Íranar ganga að kjör- borðinu í dag og kjósa 290 einstak- linga til setu á þinginu. Kosning- arnar eru haldnar í skugga ásak- ana umbótasinna um að klerka- stjórnin hafi stolið kosningunum með því að meina á þriðja þúsund umbótasinnum að gefa kost á sér í kosningunum. Að auki hefur út- gáfa tveggja dagblaða sem styðja umbótasinna verið stöðvuð. Fastlega er búist við því að íhaldsöflin beri sigur úr býtum í kosningunum í dag. Spurningar hafa hins vegar vaknað um hversu mikil kjörsóknin verður þar sem margir þeir sem krefjast umbóta hyggjast sniðganga kosn- ingarnar. ■ ALÞINGI Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, hefur lagt fram frumvarp þar sem lagðar eru til breytingar á stjórnar- skránni. Hann vill afnema heimild til að setja bráðabirgðalög og skil- ja á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds með því að meina ráðherrum að sitja á þingi. „Þáttur alþingismanna innan framkvæmdavaldsins hefur minnkað mikið og hlutur ráðherra vaxið að sama skapi. Þessi þróun verður ekki stöðvuð á augabragði, en það er eðlilegast að bregðast við henni með því að skilja á milli framkvæmdavaldsins og löggjaf- arvaldsins. Þannig gæti þingið af- greitt frumvörp algerlega án póli- tískrar íhlutunar ráðherra, en frumvörpin kæmu væntanlega áfram mikið til frá ríkisstjórn og einstökum ráðherrum,“ segir Kristinn. Frá árinu 1874 hefur heimild til setningar bráðabirgðalaga verið beitt 447 sinnum, en verulega dró úr slíkri lagasetningu þegar deildaskipting Alþingis var af- numin árið 1991. Kristinn segir að bráðabirgðalög sem sett voru í fyrra um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði bendi til þess að aftur sæki í sama farið. „Mér sýnist að ríkisstjórnin hafi verið að teygja sig langt út fyrir það sem henni var heimilt,“ segir Kristinn. –En ef ráðherrar sitja ekki á þingi, þarf þá ekki að fá tólf aðra þingmenn til þess að fylla þeirra pláss? „Ráðherrarnir þyrftu ekki endilega að vera í framboði. Þing- menn gætu valið það að vera ein- göngu þingmenn, en ekki ráðherr- ar. Stjórn yrði mynduð með sam- komulagi tiltekinna flokka, sem myndu síðan skipa ráðherra. Ég hugsa að það myndi draga fljótt úr því að einvörðungu þingmenn sætu í ríkisstjórn. Þeim myndi fækka og utanþingsmenn sætu í ráðherrastólunum. Þetta hygg ég að yrði þróunin,“ segir Kristinn og bætir við: „Þetta færir valdapendúlinn til. Þingmenn sætu fastar í sínum stólum og sæktust minna eftir því að setjast í aðra stóla. Þetta myndi líka styrkja þingið.“ bryndis@frettabladid.is KOSNINGAAUGLÝSINGAR Í TEHERAN Kosningabaráttan er í algleymingi í Teher- an þrátt fyrir að 2.400 umbótasinnum hafi verið meinað að gefa kost á sér. Þingkosningar: Íhaldsmenn sigurvissir Ráðherrar sitji ekki á þingi Kristinn H. Gunnarsson vill afnema heimild til að setja bráðabirgðalög og styrkja þingið með því að meina ráðherrum að sitja á því. KRISTINN H. GUNNARSSON Þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem kveð- ur á um breytingar á stjórnarskránni. Hann segir að með því sé verið að skilja betur á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Tákn Lundúna: Rauðu vagnarnir hverfa LUNDÚNIR, AP Rauði tveggja hæða strætisvagninn, eitt af helstu táknum Lundúna, mun brátt hverfa af götum borgarinnar. Á síðustu mánuðum hafa sam- göngumálayfirvöld borgarinnar tekið einn og einn gamlan Routmaster-strætisvagn úr um- ferð og er áætlað að þeir verði nær allir farnir árið 2005. Nýir stærri vagnar munu leysa þá gömlu af hólmi. Rauði strætisvagninn, sem sást fyrst á götum Lundúna fyrir fimmtíu árum, hefur prýtt ótelj- andi póstkort og ferðamyndir. Að- dáendur Routmaster-vagnsins hafa mótmælt áformum borgar- yfirvalda, meðal annars með undirskriftasöfnun á Netinu. ■ TÁKN LUNDÚNA Rauðu Routmast- er-vagn- arnir heyra brátt sög- unni til.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.