Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 4
4 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Á ríkið að styrkja starfsemi hvala- skoðunarfyrirtækja? Spurning dagsins í dag: Nást kjarasamningar án verkfalla? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 77,5% 13,9% Nei 8,7%Alveg sama Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Evrópa Vísindamenn telja sig hafa sannanir fyrir afli svarthola: Svarthol tætti stjörnu í sundur LOS ANGELES, AP Vísindamenn hafa í fyrsta skipti náð myndum af því að svarthol rífi stjörnu í sundur og gleypi í sig hluta hennar. Frá þessu var greint á dögunum en þrátt fyrir að menn hafi lengi grunað að svart- hol gætu gert þetta hafa ekki fund- ist áþreifanlegar sannanir fyrir því áður. „Þetta er mjög merk uppgötvun. Þetta er einn af helgu kaleikum stjörnufræðinnar,“ sagði stjörnu- fræðingurinn Alex Filippenko. Sprenging í 700 milljón ljósára fjarlægð frá jörðu vakti athygli vísindamanna á atburðum sem áttu sér stað í stjörnuþoku sem hefur hingað til látið lítið yfir sér. Alþjóðlegt lið vísindamanna telur að sprengingin hafi átt sér stað þegar svartholið dró stjörnuna til sín þannig að hún brotnaði í sund- ur. Hlutar hennar drógust inn í svartholið en stærstur hluti þeytt- ist út í geiminn. Svartholið sem um ræðir er talið að massa á við hundrað sólir á borð við okkar en stjarnan sem svartholið reif í sundur var á stærð við sólina. ■ Innkaupastjóri dró sér tjaldvagn og sex bíla Starfsmaður Sölunefndar varnarliðseigna ákærður fyrir 10 brot. Fjárdráttur nemur fjórum milljónum. Skráði bíl á sambýliskonu og tjaldvagn á frænku. Stórfelld viðskipti um nokkurra mánaða skeið. Játar brot sín skýlaust. SVIK Fyrrverandi innkaupastjóri Sölunefndar varnarliðseigna hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt, skjalafals, umboðssvik og rang- færslu skjala. Ákæran er í 10 liðum og snýr að brotum sem framin voru frá seinnihluta ársins 2001 til haustsins 2002 þegar upp komst um athæfi hans. Maðurinn starfaði á Keflavíkur- flugvelli þar sem hann annaðist inn- kaup fyrir Sölunefndina. Meðal þess sem hann aðhafðist var að selja flat- vagna til fyrirtækis í Keflavík í nafni Sölunefndar en rangfæra sölunótur. Þannig hagnaðist hann um 600 þúsund krónur. Þá falsaði hann sölunótur á þvottavélum og tækjum sem seld voru þvottahúsi og hagnaðist þar um 820 þúsund krón- ur. Þá keypti hann Opel-bifreið á Vellinum og skráði á sambýl- iskonu sína með þeim hætti að svo virtist sem við- skiptin væru á vegum Sölu- nefndarinnar. Mestan hagnað hafði innkaupastjórinn af kaupum á Toyota-jeppa sem hann keypti af varnarliðsmanni og seldi síðan þrið- ja aðila undir því yfirskyni að um væri að ræða viðskipti Sölunefndar- innar. Hann hagnaðist um 1,8 millj- ón króna, meðal annars með því að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Þá dró innkaupastjórinn sér tjald- vagn sem hann gaf frænku sinni. Alls dró innkaupastjórinn sér verðmæti af sex bifreiðum með þessum hætti. Þá átti hann í svipuð- um viðskiptum með hliðgrindur sem hann seldi. Mál þetta hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli sem er sækj- andi í málinu. Tengt þessu máli komu upp grun- semdir um að ekki hefði verið allt með felldu í bókhaldi Sölunefndar- innar, seinna Umsýslustofnunar varnarliðsins. Ríkisendurskoðun tók bókhaldið til rannsóknar en komst ekki til botns í málum og skilaði ekki afgerandi niðurstöðu en gagnrýndur var skortur á formlegum reglum bæði um framkvæmd útboða og þátttöku starfsmanna í tilboðum. Slíkt var sagt vera í ósamræmi við góða stjórnsýslu. Fram kom að alls hefðu fjórir starfsmenn Sölunefnd- ar keypt 19 bíla. Ákærði hefur játað brot sín ský- laust og bíður ný dóms. rt@frettabladid.is JOHN KERRY Demókratar færu með sigur af hólmi ef boðað yrði til forsetakosninga nú, samkvæmt nýrri könnun. Ný könnun: Bush út úr Hvíta húsinu WASHINGTON George W. Bush Bandaríkjaforseti ætti ekki aftur- kvæmt í Hvíta húsið ef boðað yrði til forsetakosninga nú, ef marka má nýja Gallup-könnun. Demókratarn- ir John Kerry og John Edwards njóta báðir meiri stuðnings meðal bandarískra kjósenda en Bush. Kerry, sem leiðir prófkjör Demókrataflokksins, fengi 55% atkvæða en Bush aðeins 43%. Ef Edwards væri í framboði fyrir demókrata fengi hann 54% atkvæða en Bush 44%. Kosningastjóri Bush segir að þessar niðurstöður komi ekki á óvart þar sem mikil fjöl- miðlaumfjöllun hafi verið um próf- kjör demókrata að undanförnu. Könnunin var gerð fyrir CNN og USA Today. ■ Kópavogur: Fáir nota endurskin LÖGREGLAN Lögreglan í Kópavogi gerði könnun á notkun endurskins- merkja við tvo grunnskóla í bæn- um. Við annan skólann reyndust um 90 prósent nemenda ekki vera með endurskin og um 60–70 prósent við hinn skólann. Myrkur var, mikil rigning og rok þegar könnunin var gerð. Lögreglan vill minna foreldra á að passa upp á börnin þeirra sjáist í slæmu skyggni. ■ www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Beinharðir peningar fyrir punkta Fram til 29. febrúar geta Vörðufélagar innleyst Landsbanka - punktana sína fyrir beinharða peninga og lækkað þannig bankakostnað sinn milliliðalaust. Þannig gefa til dæmis 10 þúsund punktar 5 þúsund krónur. Þú getur óskað eftir innlausn bankapunkta á www.landsbanki.is Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 55 9 02 /2 00 4 Umferðarslys í Húnavatnssýslu: Alvarlega slasaðar á gjörgæslu BÍLSLYS Kona og stúlkubarn sem lentu í alvarlegu umferðarslysi, í Húnavatnssýslu í fyrrakvöld, eru báðar alvarlega slasaðar á gjör- gæsludeild Landspítalans. Konan er í öndunarvél að sögn vakthaf- andi læknis á gjörgæsludeild. Ökumaður bílsins slasaðist minna. Slysið varð þegar jeppabifreið, sem fólkið var í var ekið aftan á grjótflutningabíl skammt frá Blönduósi. Grjótflutningabíllinn, sem var fulllestaður af grjóti, hafði bilað og var kyrrstæður og ljóslaus á veginum. Myrkur var og mjög slæmt skyggni þegar slysið varð. Að sögn lögreglu gerðist þetta skömmu eftir að grjótaflutningabíllinn bilaði og var bílstjórinn að hringja til að fá aðstoð. Lögregla segir honum ekki hafa gefist ráðrúm til að gera ráðstafanir vegna þeirrar hættu sem skapaðist. Viðmælandi Fréttablaðsins, sem var farþegi í bíl, varð var við grjótflutningabílinn skömmu fyr- ir slysið. Bíllinn sem hann var í var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður bílsins ætlaði að taka fram úr öðrum bíl þegar bílstjóri þess bíls gerði viðvart með því rása á veginum og kom með því í veg fyrir tilraun til framúrakst- ursins og bjargaði þar með að bíll- inn lenti framan á grjótflutninga- bílnum á miklum hraða. ■ Stuðlar: Kveiktu í dýnu ELDUR Unglingar, sem eru vistmenn á meðferðarheimilinu Stuðlum, kveiktu í dýnu í einu herberginu rétt eftir klukkan eitt í fyrrinótt. Slökkvilið höfðuborgarsvæðisins kom og slökkti eldinn sem var stað- bundinn í dýnunni að mestu. Mikill reykur var á í húsinu og tók nokkurn tíma að reykræsta. Skemmdir voru aðallega af völdum sóts og reyks. ■ HERMENN KREFJAST BÓTA Rúm- lega fjögur þúsund Ítalir hafa kraf- ist bóta frá Þjóðverjum fyrir að hafa verið hnepptir í nauðungar- vinnu á tímum síðari heimsstyrj- aldar. Réttarhöld hófust í Berlín í gær í máli tveggja fyrrum her- manna sem voru færðir í þræla- búðir nasista eftir að Ítalía gafst upp fyrir bandamönnum 1943. SEX ÁKÆRÐIR FYRIR AÐ MYRÐA BARN Saksóknarar í Saarbrücken í Þýskalandi hafa ákært sex manns fyrir að myrða fimm ára gamlan dreng eftir að hafa misnotað hann kynferðislega. Brotin voru framin fyrir tveimur árum, í bakherbergi á krá skammt frá heimili drengs- ins. Lík barnsins hefur aldrei fund- ist en ákærurnar er byggðar á vitn- isburði sjö vitorðsmanna. Loðnukvótinn: 240 þúsund tonna viðbót SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráð- herra ákvað í gær að auka loðnu- kvóta á Íslandsmiðum úr 635 í 875 þúsund lestir. Aukningin sem ákveðin var í gær kemur öll í hlut íslenskra fiskiskipa. Heildarkvóti Íslendinga er því 737.345 lestir en Íslendingar eiga en í fyrradag voru 270 þús- und lestir eftir til veiða og sú tala því enn hærri nú eftir aukn- inguna í gær. ■ STJARNA RIFIN Í SUNDUR Listamaður á vegum NASA hefur teiknað þessa mynd byggða á myndum og útreikningum vísindamanna. Hún sýnir stjörnuna dragast að svartholinu og tætast í sundur. Kjarnorkuúrgangur: Hætta á að geymsla leki NEVADA, AP Geymsla fyrir kjarn- orkuúrgang sem stendur til að byggja í Nevada í Bandaríkjun- um er illa hönnuð og hætta á að geislavirkur úrgangur kunni að leka út sagði vísindamaðurinn Paul Craig sem sagði sig úr sér- fræðingaráði sem unnið hefur að undirbúningi málsins. Hann segist hafa sagt sig úr ráðinu til að geta betur tjáð sig um hætt- urnar. Stefnt er að því að kjarnorku- úrgangsgeymslan í Yuccafjalli hefji að taka við úrgangi árið 2010. Úrganginn á að geyma í málmgeymslum en Craig segir hættu á að þær muni leka. ■ VARNARLIÐIÐ Innkaupastjórinn beitti ýmsum brögðum til þess að hagnast ólöglega á vörum sem hann hafði umsýslu með. „Mestan hagnað hafði innkaupa- stjórinn af kaupum á Toyota-jeppa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.