Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 29
Finnur Árnason, forstjóri Hagkaupa, segir frá aðild fyrirtækisins að e-kortinu. Traust samband Hagkaup leggur mikið upp úr því að rækta sambandið við viðskiptavini sína. Við teljum okkur hafa náð góðum árangri á því sviði. Stór hluti viðskiptavina Hagkaupa kemur oftar en einu sinni í viku í verslanir okkar og kannanir okkar sýna að viðskiptavinum líður vel og finnst þægilegt að versla hjá okkur. Við fáum líka góða einkunn fyrir þjónustu, enda er mikið af okkar fólki með langan starfsaldur og kann sitt fag. Raunar hafa margítrekaðar kannanir sýnt að Íslendingum finnst skemmtilegast að versla í Hagkaupum. Af þessu erum við afar stolt. Við teljum að stærstu þættirnir í þessari velgengni séu vöruúrvalið, gæði vörunnar og rúmar og bjartar verslanir. Við lítum á e-kortið sem leið til að umbuna tryggum viðskiptavinum og það er þess vegna sem við kusum að taka þátt í því. Það er líka mikill munur að tryggðarkortið er hluti af greiðslukorti, en ekki sérstakur hlutur. Slíkt fyrirkomulag einfaldar alla framkvæmd og skilar viðskiptavinum okkar miklum ávinningi. Viðskiptavinir sem nota e-kortið fá 0,65% endurgreiðslu af öllum innkaupum sínum í verslunum Hagkaupa. Það er að sjálfsögðu til viðbótar við föstu 0,5% endurgreiðsluna, þannig að alls munu viðskiptavinir Hagkaupa njóta 1,15% endurgreiðslu af viðskiptum sínum við fyrirtækið. e-kortið gefur Hagkaupum líka tækifæri til þess að bjóða sértilboð, sem við munum gera reglulega. Slík tilboð geta verið verulegur ávinningur fyrir viðskiptavini. Gríðarlegt úrval Ein stærsta sérstaða Hagkaupa á íslenskum markaði er vöruúrvalið, og á það bæði við um matvöru og sérvöru. Við höfum afgerandi forystu á sviði matvöru og það er gaman að nefna að að jafnaði eru í boði vel yfir tvö hundruð tegundir af grænmeti og ávöxtum frá um fimmtíu löndum í verslunum okkar. Auk þess hefur Hagkaup verið leiðandi í því að bjóða vörur sem fylgja nýjum straumum í matargerð. Það eru mörg dæmi um að við fáum fyrirspurnir um vörur sem viðskiptavinir hafa séð erlendis. Við leitum þær uppi og fyrr en varir eru þetta góðar söluvörur í okkar verslunum. Þessi samvinna okkar og viðskiptavina þykir okkur afar skemmtileg. Í sérvörunni er úrvalið líka afbragðsgott hjá okkur og kannanir sýna að stærstur hluti okkar tryggu viðskiptavina kaupir bæði matvöru og sérvöru hjá okkur. Við erum með mesta úrval landsins af fatnaði og skóm og leggjum allt kapp á að bjóða góðar vörur á mjög hagstæðu verði, vörur sem henta íslenskum aðstæðum mjög vel, auk þess að fylgja tísku. Af þessum sökum skipar Hagkaup stóran sess hjá íslensku barnafjölskyldunni en við erum þess fullviss að hagur hennar vænkast enn með tilkomu e-kortsins. Auk þessa býður Hagkaup mikið úrval af snyrtivörum, leikföngum, heimilisvörum, ýmis konar skemmtiefni, s.s. tónlist, myndböndum og mynddiskum, raftækjum og ýmsa árstíðarbundna vöru á borð við útigrill, jólaskraut og reiðhjól. Allar þessar vörur skila e-korthöfum 1,15% endurgreiðslu, auk þess sem búast má við allskyns girnilegum sértilboðum til korthafa. Öflugt, stórt og vinsælt Um 800 starfsmenn vinna að jafnaði hjá Hagkaupum. Hagkaup hefur 120 starfsmenn, sem eru skilgreindir sem stjórnendur og um 80% stjórnenda Hagkaupa eru konur. Hagkaup leggur áherslu á að stjórnendur séu ábyrgir og góðar fyrirmyndir. Hagkaup rekur nú 7 verslanir, 6 á höfuðborgarsvæðinu og eina á Akureyri. Hagkaup fær að meðaltali rúmlega 400.000 heimsóknir viðskiptavina í hverjum mánuði og var skv. könnun Frjálsrar verslunar á síðasta ári næst vinsælasta fyrirtæki landsins. Við höfum lagt áherslu á það hugarfar innan Hagkaupa að við eigum engan viðskiptavin að morgni. Við þurfum að standa okkur vel á hverjum einasta degi. Byrja daginn vel og eiga til þær vörur sem viðskiptavinurinn vill kaupa og veita honum þá þjónustu sem hann vill fá. Það er ekki sjálfgefið að viðskiptavinir flæði inn um dyr okkar þegar við opnum. Við þurfum að taka vel á móti viðskiptavinum okkar, við þurfum að hafa eitthvað að bjóða, þ.m.t. góða vöru á hagstæðu verði. Við þurfum að standa okkur það vel á hverjum einasta degi að viðskiptavinurinn sjái ástæðu til þess að koma til okkar aftur. Við teljum að kostir e-kortsins eigi eftir að skila sér í miklum ávinningi til íslenskra neytenda sem aftur mun skila sér til okkar í formi tryggara sambands við þá. Við viljum verðlauna trygga viðskiptavini Tilboð gilda til loka mars 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.