Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 20
20 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR
■ Evrópa
MÚMÍUM SKILAÐ
Fimm af átta múmíum sem var stolið úr
hellum á Filippseyjum á sjöunda áratug
síðustu aldar var skilað þangað í gær.
Barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss:
Stórgjafir til uppbyggingar
Barna- og unglingageðdeild(BUGL) hafa borist margar
rausnarlegar peningagjafir að
undanförnu til stuðnings og upp-
byggingar. Greint hefur verið frá
rausnarlegri gjöf Hringskvenna,
50 milljóna króna, í tilefni af 100
ára afmæli Kvenfélagsins Hrings-
ins. Þá stóð Lionsklúbburinn
Fjörgyn í Grafarvogi fyrir stórtón-
leikum til styrktar BUGL í Grafar-
vogskirkju. Þar komu fram margir
helstu tónlistarmenn þjóðarinnar
án endurgjalds. Lionsmenn færðu
afraksturinn, 1,5 milljónir króna í
uppbyggingarsjóð barna- og ung-
lingageðdeildar Landspítala.
Fjörgynsmenn komu líka á að-
ventu með sex legokubbakassa
fyrir biðstofu og barnadeildina.
Fleiri gáfu á aðventu, Ásgerði ehf.
gaf til dæmis 150.000 kr., Eimskip
hf. gaf 500.000 kr. og Kaupþing -
Búnaðarbanki tvær milljónir
króna. Líknarsjóður Dómkirkjunn-
ar afhenti líka nýlega tæpa hálfa
milljón til kaupa á tækjum og bún-
aði og milli jóla og nýárs færðu
Lionskonur úr Engey 200.000 krón-
ur að gjöf í sama tilgangi. Þá af-
hentu forsvarsmenn Gámaþjón-
ustunnar 150.000 kr. í stað jóla-
kortasendinga. ■
Vímuefnaneytendur:
Neysla örvandi efna
fer vaxandi
VÍMUEFNAVANDI „Miklar þjóð-
félagsbreytingar urðu upp úr ár-
inu 1996 sem skýra mikla aukn-
ingu á neyslu vímuefna,“ segir
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn-
ir á Vogi.
Þórarinn segir að breytingar
á umhverfi ungs fólk og ung-
linga hafi verið miklar á síðust
árum. Hann segir að með komu
farsíma, fartölva og internetsins
hafi almennt orðið miklar breyt-
ingar í þjóðfélaginu. Einnig hafi
heilu hverfin risið í Reykjavík
og Kópavogi síðustu ár og þar
með ný skólahverfi. Hann segir
að skömmu á undan okkur hafi
Bretar gengið í gegnum slíkan
faraldur. Ekkert skýrir svona
mikla og skyndilega aukningu
nema mjög viðamiklar þjóð-
félagsbreytingar. Árið 1999 fóru
breytingarnar að komast í jafn-
vægi og síðan þá hafa verið mik-
ið minni breytingar á neyslu á
milli ára.
Umfang vímuefnavandans er
svipað og var, nema nú eru sjúk-
lingarnir veikari og vandi þeirra
flóknari en áður. Örvandi vímu-
efnaneysla fer vaxandi og eru
helstu efnin e-pilla, amfetamín og
kókaín. 60 prósent sjúklinga á
Vogi á aldursbilinu 20–29 ára voru
fíknir í örvandi vímuefni.
Þrjú hundruð fleiri innlagnir
voru á Vog í fyrra en árið á undan.
Meðferðir miða nú að varan-
legu bindindi í kjölfar afeitrunar
og hefur hún verið færð frá Vogi
og inn á göngudeildir og endur-
hæfingarheimili. Þeir sem ekki
hafa oft leitað meðferðar fá end-
urhæfingu á göngudeildum en
ekki á Vík eða Staðarfelli. ■
Forsætisráðherra:
Til Úkraínu
HEIMSÓKN Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra verður í opinberri
heimsókn í Úkraínu 23.–24. febrú-
ar í boði Viktors
Yanukovych for-
sætisráðherra. Í
heimsókninni mun
Davíð eiga fundi
með forseta, for-
sætisráðherra og
utanríkisráðherra
Úkraínu. Íslensk
viðskiptasendinefnd verður í för
með forsætisráðherra en hann
mun ávarpa viðskiptastefnu ís-
lenskra og úkraínskra fyrirtækja
sem Útflutningsráð hefur undir-
búið og haldin verður í Kiev 23.
febrúar. ■
Engjateigi 5, sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00.
Tvískiptir kjólar
og buxnadress
GEIMGREFTRUN
Hylki með ösku hins látna verður komið
fyrir í lítilli eldflaug.
Greftrun í geimnum:
Askan á
sporbaug
um jörðu
TAÍVAN Taívan er meðal þéttbýl-
ustu landsvæða í heiminum og því
erfitt að finna lóðir fyrir kirkju-
garða. Bandarískt fyrirtæki þyk-
ist hafa fundið lausn á þessu
vandamáli: að skjóta jarðneskum
leifum Taívana út í geiminn.
Fyrirtækið Celestis hefur gert
samning við stóra útfararstofu í
Taívan. Þjónusta fyrirtækisins
felst í því að setja ösku hins látna
í lítinn álhólk sem síðan er fluttur
með geimflaug á sporbaug um
jörðu. Eftir nokkur ár fellur hylk-
ið til jarðar og brennur upp.
„Þetta gerir fólki kleift að láta
þá meðfæddu þrá rætast að ferð-
ast um geiminn,“ segir talsmaður
Celestis. Greftrun í geimnum
mun kosta sem svarar rúmum
800.000 íslenskum krónum. ■
ÁREKSTRI FORÐAÐ Litlu mátti
muna að tvær flugvélar rækjust
á í franskri lofthelgi í gær. Að-
eins 300 metrar aðskildu sviss-
neska og hollenska farþegaþotu
þegar þær mættust 31.000 feta
hæð yfir borginni Reims í Frakk-
landi. Vegna viðvörunarbúnaðar
og skjótra viðbragða áhafna tókst
að forða árekstri. Frönsk yfirvöld
hyggjast rannsaka hvað olli
atvikinu. ■
BARNA - OG UNGLINGAGEÐDEILD
Fjölmargir hafa styrkt barna- og unglinga-
geðdeild Landspítala með góðum gjöfum
að undanförnu.
KANNABISNEYSLA VAR MJÖG
BREYTILEG EFTIR ALDRI Á SJÚKRA-
HÚSINU VOGI ÁRIÐ 2003
Um þrír af hverjum fjórum kannabis-
neytendum á aldrinum 15–24 ára, sem
komu á Vog í fyrra, neyta kannabis dag-
lega. Þá eru aðeins sjö prósent þeirra sem
neyta kannabis daglega eldri en 40 ára.
ÞÓRARINN TYRFINGSSON, YFIRLÆKNIR Á VOGI
Þórarinn segir miklar þjóðfélagsbreytingar hafa haft mikil áhrif á aukningu á neyslu fíkniefna.
FJÖLDI NÝRRA SPRAUTUFÍKLA Á ÁRI, Á SJÚKRAHÚSINU VOGI ÁRIN 1993–2003
Fjöldi nýrra sprautufíkla var 126 árið 1996 og hafði aukist verulega frá því þremur árum
áður. Aftur varð nokkuð mikil aukning á milli áranna 2002–2003 eða um 66 einstaklinga.
HLUTFALL VÍMUEFNAFÍKLA Á SJÚKRA-
HÚSINU VOGI ÁRIN 1983–2003
Hlutfall vímufíkla á Vogi hefur farið vaxandi
síðustu þrjú ár. Þá virðist öll neysla hafa
aukist verulega í kringum árið 1996.
‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03
65
110
116
126
97
108 107
98 94
80
116
1983
20%
2003
Amfetamín
Sprauta sig
Sprauta sig reglulega
Kannabis
40%
0%
FJÖLDI STÓRNEYTENDA KÓKAÍNS Á
SJÚKRAHÚSINU VOGI ÁRIN 1993–2003
Á árunum 1996–2003 fjölgaði stór-
neytendum kókaíns, á Vogi, jafnt og þétt,
úr níu einstaklingum í tæplega 200.
Áberandi mesta fjölgunin varð
á árunum 1998–2000.
1993
12
75
162 192
100
2003
200
0
FJÖLDI STÓRNEYTENDA KANNABIS
Á SJÚKRAHÚSINU VOGI
ÁRIN 1984–2003
Á árunum 1995–2003 fjölgaði
stórneytendum kannabis verulega,
eða úr um 70 neytendum í um 640.
1984
350
2003
700
0
FJÖLDI STÓRNEYTENDA E-PILLU Á
SJÚKRAHÚSINU VOGI ÁRIN 1996–2003
Á árunum 1996–1999 dróst fjöldi stór-
neytenda e-pillu á Vogi nokkuð saman.
Hins vegar hefur verið stöðug aukning frá
árinu 1996 þegar stórneytendurnir voru 26
talsins, en voru í fyrra orðnir 178.
1996
69
20
178
100
2003
200
0
Fjöldi Kannabis
Aldur einstaklinga daglega Prósent
15–19 256 203 79%
20–24 305 203 67%
25–29 175 76 43%
30–34 188 58 31%
35–39 196 50 26%
40+ 681 50 7%
Alls 1801 640 36%