Fréttablaðið - 20.02.2004, Page 46

Fréttablaðið - 20.02.2004, Page 46
38 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR FYLGST MEÐ ÆFINGU Tveir áhorfendur fylgjast með Rússunum Alexander Zubkov og Philippe Egorov á æfingu í Königssee í Þýskalandi. Sleðakeppni Einar Hólmgeirsson með samning á borðinu: Mjög líklega til Grosswaldstadt HANDBOLTI Einar Hólmgeirsson, leikmaður ÍR í RE/MAX-úrvals- deildinni í handbolta, er að öllum líkindum á förum til þýska liðsins Grosswaldstadt. Einar, sem er örv- hent skytta, fékk í fyrradag loka- tilboð frá félaginu og ætlar hann að svara því annaðhvort í dag eða á morgun. „Það er mjög líklegt að ég fari,“ sagði Einar í samtali við Frétta- blaðið. „Ég á eftir að tala betur við Júlíus Jónasson [þjálfara ÍR] og fá ráð frá honum. Þetta verður komið í ljós eftir helgi.“ Að sögn Einars er um tveggja ára samning að ræða og myndi hann fara út í júlí ef allt gengur að óskum. Grosswaldstadt er í tíunda sæti þýsku Bundesligunnar eftir tutt- ugu umferðir. Með félaginu leika tveir úr Evrópumeistaraliði Þjóð- verja, þeir Christian Leichtlein og Heiko Grimm. ÍR-ingar taka á móti Völsurum í Austurbergi í kvöld. ÍR er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Vals. Einar játar að leikur- inn sé mikilvægur eins og reyndar allir í deildinni. „Það eru allir að vinna alla en við vinnum þennan leik, það er engin spurning.“ ■ Hrefna til reynslu hjá Medkila Hrefna Jóhannesdóttir, landsliðskona úr KR, er á leiðinni til norska liðsins Medkila þar sem hún verður til reynslu í viku. FÓTBOLTI Medkila, sem er staðsett í Nardvik í norðurhluta Noregs, varð bikarmeistari á síðustu leik- tíð eftir óvæntan sigur á Kolbotn, liði Katrínar Jónsdóttur. Á sama tíma komst liðið upp í efstu deild. Það gerist ekki á hverjum degi að lið úr annarri deild fagni bikar- meistaratitli og því ljóst að upp- gangurinn er mikill hjá félaginu. Hrefna segir að þjálfari liðsins hafi haft samband við sig og beðið sig um að kíkja á aðstæður. „Senterinn hjá þeim er ófrísk þan- nig að ég ætla bara að fara út að skoða,“ segir Hrefna. „Liðið spilar tvo æfingaleiki helgina 6.–7. mars og ég á að spila annan leikinn eða báða.“ Að sögn Hrefnu fer hún út fyr- ir milligöngu Trygga Guðmunds- sonar landsliðsmanns sem lék um árabil í Noregi en skipti nýlega yfir í sænska félagið Örgryte. Mun hann hafa bent þjálfara Med- kila á Hrefnu og Olgu Færseth, landsliðskonu úr ÍBV. Ef Hrefna gengur til liðs við Medkila verður það mikil blóðtaka fyrir Íslands- meistara KR, enda var hún markahæsti leikmaður deildar- innar síðasta sumar með 21 mark í aðeins fjórtán leikjum. „Ég er samningsbundin KR en ég er búin að fá leyfi til að skoða og ég efast um að þeir myndu standa í vegin- um fyrir mér,“ segir hún. Hrefna, sem er 23 ára, hefur leikið sjö A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hún hefur jafn- framt leikið 38 leiki með yngri landsliðunum og skoraði í þeim átta mörk. Hún hóf feril sinn í KR en lék um hríð með Eyjastúlkum og Breiðabliki áður en hún skipti aftur yfir í sitt heimafélag í vest- urbænum fyrir þremur árum. Hrefna tók við fyrirliðastöðu KR á síðustu leiktíð og mun gegna henni áfram flytji hún sig ekki um set til Noregs. ■ Roy Keane, fyrirliði Manchester United: Arsenal klikkar ekki aftur FÓTBOLTI Roy Keane, fyrirliði Manchester United, varar félaga sína við því að halda að Arsenal muni gefa eftir á lokasprettinum um enska meistaratitilinn líkt og þeir gerðu í fyrra en Arsenal hef- ur fimm stiga forystu á ensku meistarana fyrir leiki helgarinn- ar. „Ég sé ekki að Arsenal missi fótanna líkt og þeir gerðu í fyrra. Forysta þeirra er fimm stig nú og við getum ekki leyft okkur að missa þá meira fram úr okkur. Þeir hafa spilað vel í vetur og virðast ekki vera lík- legir til að klikka aftur. Það sem veldur mér áhyggjum er að við höfum tapað fimm leikjum í vet- ur en Arsenal ekki einum ein- asta því að það er löngu þekkt staðreynd að það lið sem tapar færri leikjum stendur betur að vígi varðandi meistaratitilinn. Við höfum sett mikla pressu á okkur og eigum enn eftir að mæta sterkum liðum. Þetta þýð- ir að þegar við mætum Arsenal, Chelsea og Liverpool þá verðum við að vinna. Við verðum að sækja á þessi lið og það skilur okkur eftir brothætta varnar- lega,“ sagði Keane. ■ Konur og íþróttir: Stelpurnar okkar ÍÞRÓTTIR Íþróttasamband Íslands og Kennaraháskóli Íslands standa á morgun fyrir ráðstefnu um kon- ur og íþróttir sem ber yfirskrift- ina „Stelpurnar okkar!“. Markmiðið með ráðstefnunni er að skoða þætti sem hafa áhrif á íþróttaþátttöku stúlkna. Auk ís- lenskra fyrirlesara munu tveir er- lendir fyrirlesarar vera með er- indi. Dr. Mari Kristin Sisjord, dós- ent við Íþróttaháskólann í Ósló, mun fjalla um unglinga, menn- ingu og snjóbretti og dr. Fiona Dowling mun fjalla um skóla- íþróttir út frá sjónahorni kynjanna. ■ Úlfar Jónsson: Hefur varla snert á kylfu GOLF Úlfar Jónsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur varla snert á golfkylfu í vetur og býst ekki við að keppa að ráði í sumar. Kennir hann tímaskorti um. Auk þess að vera í fullu starfi hjá Karli J. Karlssyni er hann að þjálfa meistaraflokk GKG, er að- stoðarþjálfari unglingalandsliðs- ins, lýsir golfi á Sýn og sér um golfkennsluvef. „Það er ekki mik- ill tími fyrir æfingar og það er nokkuð ljóst að ég mun spila mjög lítið golf í sumar,“ segir Úlfar. Hann hefur spilað töluvert undanfarin ár en langt í frá eins mikið og fyrir tíu árum þegar hann var upp á sitt besta. „Ég hef keppt aðeins undanfarin ár og bara gengið mjög vel. Ég hef alla vega komið inn á milli með góða hringi. Annars finnst mér mjög gaman að taka að mér afreksþjálf- un og ég mun ekki hafa tíma til að spila mikið golf sjálfur.“ ■ Leikbann Mark Viduka: Algjört hneyksli FÓTBOLTI Trevor Birch, fram- kvæmdastjóri hjá Leeds, segir að fimm daga keppnisbann Mark Viduka, sé hneyksli. Fé- lagið ætlar að kanna lagastöðu sína í málinu, enda missir Viduka af mikilvægum leik gegn Manchester United um helgina. Viduka hafði verið boðaður í leik Ástralíu og Venezuela sem var háður í fyrradag en ákvað að láta ekki sjá sig. Sagðist hann eiga við meiðsli að stríða. Alþjóðaknattspyrnusam- bandið setti hann þá í leikbann. „Framtíð Leeds er í húfi og við þurfum að eiga við þetta, allt vegna einhvers knattspyrnu- leiks sem átti sér stað hinum megin á hnettinum,“ sagði Birch. ■ Yfirmaður knattspyrnu- mála hjá Molde: Sverrir verð- ur með FH FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson mun spila með FH- ingum í Landsbankadeildinni á komandi tímabili en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá vill Sverrir komast burtu frá norska liðinu Molde og spila með FH næsta sumar. Snorre Strand, yfirmaður knattspyrnumála hjá Molde, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Sverrir myndi spila með FH í sumar og unnið væri að því að ganga frá smáatriðum varðandi samnings- lok hans hjá norska félaginu. „Sverrir vildi því miður ekki vera hjá okkur áfram heldur spila á Ís- landi. Við skiljum afstöðu hans fullkomlega og erum að hnýta alla lausa enda varðandi félagskiptin,“ sagði Strand í gær. ■ hvað?hvar?hvenær? 17 18 19 20 21 22 23 FEBRÚAR Föstudagur HREFNA Verður til reynslu í eina viku hjá Medkila í Norður-Noregi. EINAR Gerir að öllum líkindum tveggja ára samn- ing við þýska liðið Grosswaldstadt. ROY KEANE Roy Keane, fyrirliði Manchester United, hefur ekki trú á því að Arsenal gefi aftur eftir.  18.30 Fylkir og Haukar leika í Eg- ilshöll í deildabikarkeppni karla í fót- bolta.  19.15 Keflavík keppir við Grinda- vík í Keflavík í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 Breiðablik og Snæfell leika í Smáranum í Intersportdeildinni í körfu- bolta.  19.15 Þór og KR keppa í Þorláks- höfn í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 ÍR leikur við Val í íþróttahús- inu við Austurberg í RE/MAX-deild karla í handbolta.  19.15 KA keppir við HK í KA-heim- ilinu í RE/MAX-deild karla í handbolta.  20.15 Þór Ak. og Grindavík leika í Boganum í Deildabikarkeppni karla í fótbolta.  20.30 KR mætir Njarðvík í Egils- höll í deildabikarkeppni karla í fótbolta.  20.30 KA keppir við Þrótt Nes. í KA-heimilinu í 1. deild kvenna í blaki.  21.00 ÍBV og Stjarnan leika í Fíf- unni í deildabikarkeppni karla í fótbolta.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  18.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.00 Alltaf í boltanum á Sýn.  20.30 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeild UEFA.  21.00 Supercross (Reliant Stadi- um) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heims- meistaramótinu í Supercrossi.  22.00 Motorworld á Sýn. Kraft- mikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta. ÚLFAR Ætlar að einbeita sér að þjálfun næsta sumar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.