Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 40

Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 40
■ ■ KVIKMYNDIR  14.00 Heimildarmyndin Sakha - Jakutia í Síberíu eftir Ara Ergis Magnús- son verður sýnd í sýningarsal SÍM, Hafn- arstræti 16. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.15 María Jónsdóttir söngkona flytur ljóðaflokk eftir Wagner í Söng- skólanum í Reykjavík, Snorrabraut 24. Elín Guðmundsdóttir leikur með henni á píanó.  20.00 Fimm kórar halda tónleika í Árbæjarkirkju undir stjórn Krisztinu Kallo Szklenar.  20.00 Marion Herrera hörpuleikari leikur verkið Spices eftir Bernard Andr- és í Iðnó. Sigfrid Þórisdóttir býður upp á kryddlegna rétti í takt við tónverkið.  21.00 Hljómsveitin Voices for Peace verður með tónleika í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu á Vetrar- hátíð.  21.00 Hljómsveitirnar Zether og Royal Fluzh rokka á bökkum Grafar- vogslaugar.  23.00 Hljómsveitirnar Botnleðja, Jan Mayen og Dáðadrengir koma fram á fyrsta Jack Live kvöldinu á Gauki á Stöng.  23.00 Blúsbyltan rokkar á Grand Rokk. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Meistarinn og Margaríta verður sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í Borgarleikhúsinu. 32 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 17 18 19 20 21 22 23 FEBRÚAR Föstudagur Leikmyndin er öll á ferð og flugi.En maður er smám saman að sjóast,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem í kvöld verður staddur úti í Vestmannaeyjum að frumsýna eitt af nýju leikritunum hans Jóns Atla Jónassonar. Brim heitir þetta leikrit, og það er leikhópurinn Vest- urport sem sýnir, nýkominn úr æv- intýrinu með Rómeó og Júlíu í London. „Leikritið fjallar um áhöfn á línubát,“ útskýrir Gísli Örn. „En það snýst samt ekki um sjómennsk- una sjálfa, heldur meira um þessa karaktera og hvernig þeir eru við þessar aðstæður. Það fiskast illa og menn upplifa hálfgerða innilokun- arkennd. En við brestum í söng eins og tilheyrir sjóararómantíkinni. Við tókum nokkur af þessum klass- ísku sjóaralögum.“ Gísli Örn leikur Benna kokk, en aðrir leikarar í sýningunni eru Björn Hlynur Haraldsson, sem leikur Jónas, Ingvar E. Sigurðsson leikur vélstjórann, Nína Dögg Filippusdóttir leikur stelpuna, Ólaf- ur Egill Egilsson leikur Kidda, og Víkingur Kristjánsson leikur Jón- geir. Leikstjóri er Hafliði Arn- grímsson. „Okkur þyrsti bara í íslensku sveitina eftir að vera búin að vera innikróuð í stórborginni London,“ segir Gísli Örn um ástæðu þess að verkið sé frumsýnt í Vestmanna- eyjum, en ekki í Reykjavík. Hann er ekki frá því að efni sýningarinn- ar ráði líka einhverju um frumsýn- ingarstaðinn. „Við sýnum þetta í Vestmanna- eyjum nú um helgina, svo verðum við á Ísafirði um næstu helgi, en hvað við gerum svo er ennþá óákveðið. Kannski verðum við á Stykkishólmi, eða í Reykjavík.“ Brim er nýjasta leikrit Jóns Atla. Vesturport fékk ekki endan- legt handrit í hendurnar fyrr en í ársbyrjun. Áður hafði Jón Atli skrifað tvö leikrit, Draugalest, sem frumsýnt var á nýja sviði Borgar- leikhússins á miðvikudaginn, og svo Rambó 7, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í mars. Þar að auki var Rambó 7 nýlega valið sem eitt af tíu leikverkum sem sýnd verða í öllum helstu höfuðborgum Evrópu á þessu ári. ■ Föstudagur 20. febrúar - örfá sæti laus Laugardagur 21. febrúar- nokkur sæti laus Föstudagur 27. febrúar- nokkur sæti laus Laugardagur 28. febrúar- nokkur sæti laus Fimmtudagur 4. mars Föstudagur 5. mars Föstudagur 12. mars Laugardagur 13. mars „Frábært - drepfyndið - átakanlegt“ lau. 21. febrúar kl. 20 -örfá sæti laus fös. 27. febrúar kl. 20 -nokkur laus sæti lau. 28. febrúar kl. 20 -laus sæti lau. 6. mars kl. 20 -laus sæti lau. 13. mars kl. 20 -laus sæti Ekki við hæfi barna BALL „Þetta er svona saumaklúbb- ur. Við reynum að hittast einu sinni í viku til að spila og leika okkur, en oft vill reyndar verða misbrestur á því. Svo er oft meira kjaftað en spilað,“ segir Guð- mundur Ingólfsson kontrabassa- leikari í Spöðum. „Við höfum venjulega ball um þetta leyti árs,“ segir Guðmundur af þeirri hógværð, sem einkennir Spaðana. Hið árlega Spaðaball hefur jafnan notið töluverðra vin- sælda, og í kvöld er sem sagt kom- ið að því: Hljómsveitin Spaðar leikur fyrir dansi í Iðnó. Ekki er laust við að Spaðarnir hafa gerst heldur sýnilegri síð- ustu misserin en áður. Þeir eru farnir að gefa út plötur og komu nýverið fram í sjónvarpi. „Jú, það er rétt. Við erum ný- farnir að þora því að koma fram í sjónvarpinu. Það er líka farið að spila okkur meira í útvarpi.“ Spaðarnir hafa spilað saman í 21 ár og eru nú átta talsins. Auk Guðmundar, sem þenur kontra- bassann, eru þeir þessir: Aðalgeir Arason leikur á mandolín, Guð- mundur Andri Thorsson syngur, Guðmundur Pálsson spilar á fiðlu, Gunnar Helgi Kristinsson á harm- oniku, Magnús Haraldsson á gítar, Sigurður G. Valgeirsson á tromm- ur, og Eiríkur Stephensen klar- inettu- og saxófónleikari er ný- genginn til liðs við hljómsveitina á ný eftir dvöl erlendis. Miða á Spaðaballið má nálgast í versluninni 12 tónum eða með því að hringja í miðasölu Iðnó. ■ Teknó í heilan hring Þetta er til þess gert að sjá raftón-listina í heilum hring,“ segir plötusnúðurinn Exos, sem ætlar að halda upp á fimm ára afmæli fyrir- brigðisins 360 gráður í kvöld á skemmtistaðnum Kapítal. „Það eru margir sem sjá tónlistina bara í eina gráðu.“ Exos hefur ásamt félaga sínum Tómasi THX haldið rafræn tónlistarkvöld í fimm ár, og þeir fé- lagar hafa í raun og veru haldið uppi teknósenunni hér á landi. „Þessi sena hefur verið að taka mjög við sér undanfarið, og það er ekki síst að þakka þessum klúbbi, Kapítal.“ Á afmælinu í kvöld mæta til leiks tveir af kröftugustu plötu- snúðum landsins, þeir Ruxpin og Króm. Þeir eru jafnframt að gefa út breiðskífur og afmælishátíðin er því um leið útgáfutónleikar þeirra beggja. Um upphitun sér Yagya. ■ ■ LEIKSÝNING Vesturport siglir til Eyja INNILOKUNARKENND Úr sýningu Vesturports á nýjasta leikriti Jóns Atla Jónassonar, Brimi, sem frumsýnt verður í Vestmannaeyjum í kvöld. NÝFARNIR AÐ ÞORA Í SJÓNVARP Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball í Iðnó í kvöld. Fimm þeirra sem eru á myndinni hafa verið í Spöðum frá upphafi. Spaðarnir halda sitt árlega ball ■ BALL TÓMAS THX, FRÍMANN OG EXOS Halda upp á fimm ára afmæli 360˚ á Kapítal í kvöld. ■ TÓNLIST FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.