Fréttablaðið - 20.02.2004, Page 48

Fréttablaðið - 20.02.2004, Page 48
40 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR GÓÐ DÝFA Hyon Ju Jon frá Norður-Kóreu átti þessa góðu dýfu af tíu metra palli á heimsbikar- móti í Aþenu í gær. Um er að ræða æf- ingamót fyrir Ólympíuleikana sem verða einmitt haldnir í Aþenu í sumar. Dýfingar Þjálfari Nets setur NBA-met: Tíu sigurleikir í röð KÖRFUBOLTI Lawrence Frank, þjálfari New Jersey Nets í NBA- deildinni, varð á dögunum fyrsti þjálfarinn í sögu deildarinnar sem stýrir liði til sigurs í fyrstu tíu leikjum sínum þegar Nets vann Atlanta Hawks með 98 stig- um gegn 92. Með sigrinum á Hawks bætti Frank met Kurt Rambis, sem vann níu leiki í röð sem þjálfari Lakers leiktíðina 1998-99, og Buddy Jeannette, sem þjálfaði Baltimore 1947-48. Frank, sem er 33 ára, er yngsti þjálfarinn í bandarískum atvinnumannaíþróttum. „Hann er sannur leiðtogi,“ sagði Kerry Kittles, sem skoraði 10 stig fyrir Nets í leiknum. „Hann kann að ýta á réttu hnappana. Hann set- ur fram gott leikskipulag og okkur líður öllum vel þegar við göngum inn á leikvöllinn.“ Nets hefur nú unnið ellefu leiki í röð í deildinni og er sigurganga liðs- ins orðin jafnlöng þeirri sem náðist leiktíðina 1982-83. ■ FÓTBOLTI „Markmið okkar er að komast áfram og fá fleiri leiki í vor og einhverja þeirra á grasi,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari, um markmið Fylkismanna í Deildabik- arkeppninni. Fyrsti leikur Fylkis í keppninni verður gegn Haukum í kvöld. „Ég hef ekki séð Haukana í vetur en ég veit að þetta verður erfiður leikur. Það er alltaf erfitt fyrir úrvalsdeildarlið að leika gegn 1. deildarfélagi því öll press- an er á úrvalsdeildarliðinu.“ Þorlákur segir að Deildabikar- keppnin sé gott framhald af Reykjavíkurmótinu, sem gaf hon- um tækifæri til að skoða marga leikmenn. Margir ungir leikmenn hafi fengið tækifæri. Hann tekur ekki afstöðu til þess hvort reglur í Deildabikarkeppninni ættu að gefa félögum meira svigrúm til að skoða leikmenn en bendir á að rýmri reglum geti fylgt meiri los- arabragur. Deildabikarkeppni hófst fyrir átta árum og hefur á síðustu fjór- um árum hafist um miðjan vetur í knattspyrnuhöllunum. Telur Þor- lákur tímabært að auka vægi mótsins, til dæmis með því að sig- urvegarinn fái sæti í Getrauna- keppni UEFA? „Það gæti verið. Við höfum lengsta undirbúningstíma í heimi og það er erfitt að halda dampi í langan tíma. Það mætti ræða það að félögin fengju eitt- hvað meira fyrir að sigra í Deilda- bikarnum, hvort sem það eru pen- ingaverðlaun eða eitthvað annað.“ Fylkir er í riðli með Lands- bankadeildarfélögunum Grinda- vík, KA, KR og Víkingi og 1. deild- arfélögunum Haukum, Njarðvík og Þór. Fjögur félög komast í átta liða úrslit og mun því að minnsta kosti eitt félaganna úr Lands- bankadeild sitja eftir. „Allir leikir verða erfiðir,“ sagði Þorlákur. „Það er oft erfitt að spila á móti 1. deildarliðunum því úrvalsdeildar- liðin eru oft að prófa meira en 1. deildarliðin eru fyrst og fremst að reyna að ná góðum úrslitum.“ „Liðið í kvöld verður svipað og um síðustu helgi. Ég hef ekki stillt upp sama liði tvo leiki í röð, bæði til að prófa leikmenn og vegna meiðsla. Það liggur ekkert á að ákveða liðið sem spilar í sumar,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis. ■ FRANK Hefur byrjað frábærlega með New Jersey síðan hann tók við liðinu. A-RIÐILL: Fylkir, Grindavík, Haukar, KA, KR, Njarðvík, Víkingur og Þór Ak. Leikir í kvöld Fylkir - Haukar Egilshöll 18:30 Þór - Grindavík Boginn 20:15 KR - Njarðvík Egilshöll 20:30 Leikur á morgun KA - Grindavík Boginn 12:15 B-RIÐILL: FH, Fram, ÍA, ÍBV, Keflavík, Stjarnan, Valur og Þróttur Rvík Leikur í kvöld ÍBV - Stjarnan Fífan 21:00 Leikir á sunnudag Fram - ÍA Egilshöll 18:00 FH - Valur Egilshöll 20:00 Kef. - Þróttur Reykjaneshöllin 20:00 Deildabikarmeistararatitlar 1996-2003: ÍA 3, KR 2, FH, Grindavík og ÍBV. FYLKIR Árbæingarnir eru í riðli með Grindavík, Haukum, KA, KR, Njarðvík, Víkingi og Þór í Deilda- bikarkeppninni. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Ástralska hlaupa- drottningin Shirley Strickland (síðar Shirley De La Hunty) lést á þriðjudag, 79 ára gömul. Strick- land vann til sjö verðlauna á Ólympíuleikunum 1948, 1952 og 1956 í spretthlaupum og boð- hlaupum. Shirley Strickland fæddist í Northam í Vestur-Ástralíu 18. júlí 1925. Hún hóf ekki að keppa í frjálsum íþróttum fyrr en að loknu háskólanámi árið 1947 og vann sér sæti í liði Ástrala á Ólympíuleikunum í London árið eftir. Hún fékk silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun í London og varð fyrst ástralskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleik- um. Á leikunum í Helsinki árið 1952 sigraði hún í 80 metra grindahlaupi og varð þriðja í 100 metra hlaupi. Eftir hlé vegna barneigna hóf hún keppni að nýju árið 1955 og setti heimsmet í 100 metra hlaupi, 11,3 sekúndur, og fylgdi því eftir með gullverðlaunum í 80 metra grindahlaupi og 4x100 metra boð- hlaupi á Ólympíuleikunum í Mel- bourne árið 1956. ■ SHIRLEY STRICKLAND Vann til sjö verðlauna á Ólympíuleikum. Ólympíuleikar: Afrekskona fallin frá Markmiðið að komast áfram Deildabikarkeppni karla hefst í kvöld með leik Fylkismanna og Hauka í Egilshöll.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.